Vikan


Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 3
PEB3 Utgefandi: VIKAN H.F. Blaðstjórn: Hilmar A. Kristjánsson (ábm.) Jónas Jónasson Bragi Kristjónsson Ásbjörn Magnússon (auglýsingast jóri) Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir- fram. Ritstjóm og auglýsingar: TJarnargata 4. Simi 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraut 15. Simi 15017. Prentað I Steindórsprent h.f. Kápuprentun í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Myndamót gerð í Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. Lyftur og öryggi Kæri Póstur. Það er rétt eins og ekki sé til mikils að benda á það, sem miður fer í þjóðfélaginu. Á sínum tíma benti ég á, að lyftan í húsinu við Austurstræti 12, hefði bráðum ekki verið skoðuð í tvö ár, væri auk þess alltaf myrkvuð, svo að allir heilvita menn hættu vart lífi sínu inni í fyrirtæki. Núna eru meira en tvö ár, síðan lyfturæksni þetta hefur verið skoðað, og hlýtur .það að teljast vítavert gáleysi af húseigendum og sömuleiðis þeim að- ilum, sem sjá eiga um eftirlit með lyftum. Að vísu er nú komið í ljós í lyfturæksnið, en skröltið er hið sama og stundum líða heilu dagarnir án þess að hún geti hreyft sig úr stað. Væri nú ekki ráð að viðkomandi yfirvöld gerðu einhverj- ar ráðstafanir, áður en slys hljótast af þessu aldgamla skrifli, sem ekki hefur einu sinni verið athugað af kunnáttumönnum á þriðja ár? Sáróánægður Vikan hefur engu við bréf „Sáróánœgðs" að bœta. Hún veit, að jrásögn bréfritara mun i flest- um atriðum rétt, þvi að í lyftunni má lesa það skýrum stöfum, að slðast hafði liún verið skoðuð 16. apríl 1957. Virðist „Sáróánœgður“ þvi hafa nokkuð til sí7is máls og vœri ráð að líta að minnsta kosti á lyftugreyið, ef einhverjir eiga á annað borð að hafa eftirlit með slíkum tœkjum. —O— List og líf. Kæra Vika! IÖg er 14 ára, og hef áhuga á að læra að fara með olíuliti. Segðu mér er nokkur kennari sem kennir byrjendum á sumrin. Vildirðu vera svo góð að birta svarið eins fljótt og mögulegt er, helst í næsta blaði. Þakka fyrir allt gott. Einn með mikinn áhuga. SVAR: Reyndu að tala við skólastjóra Hand- íða- og myndlistarslcólans, Ounnar R. Hansen og hann lilýtur að geta bent þér á einhverja úr- lausn í þessu efni. —O— Ættleiðing ? Stúlka, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur skrifað blaðinu. Hún á von á barni, er aðeins 15 ára og er auk þess í skóla, sem hún vill helzt ekki þurfa að hætta í. En hún óttast að láta foreldra sína vita um þetta og hefur beðið Vikuna að ráðleggja sér eitthvað í þessu efni. Hún elskar ennþá unga manninn, sem rataði í þetta ævintýri með henni, og álítur að hann elski sig einnig. SVAR: Þú ert vcegast sagt heldur ílla stödd, vœna mín. Barnið þitt œtti auðvitað helzt að vera velkomið í heiminn og eiga tryggt og gott heimili. Eins og sakir standa virðist mér margt benda til þess, að þið getið ekki veitt þvi það fyrst um sinn og ef til vill er bezt, þar sem efnahagur ykkar er jafn bágborinn og þú .getur um í bréfinu, að þið reynið að útvega barninu ykkar gott heimili til að alast upp á, eða jafnvel látið œttlciða það. Hér á landi eru mörg góð heimili, sem gjarna vildu taka af ykkur barnið og ábyrgjast örugga framtíð þess. Atinars ættir þú að leita á náðir Mœðrastyrksnefndar. Hún hcfur vafálaust leyst úr mörgum svipuðum vandamálum. Svo er líka nauðsynlegt fyrir þig að láta foreldra þína vita af þessu og því fyrr því betra og áreiðanlega geturðu ekki dulið þau þess endalaust. —O— Kynlegar ástríður. Kæra Vika! Veiztu bara hvað. Eg fór inn á veitingahús við Laugaveginn fyrir skömmu og settist þar og bað um kaffi. Þegar ég hafði sötrað kaffið góða stund, kom einhver lítill karlskratti að borðinu, settist án þess að spyrja mig leyfis og fór að röfla eitthvað um ást milli karlmanna. Hann spurði mig, hvort ég vildi ekki koma með sér heim í partí, við gætum haft það verulega gott, nóg vín og allt tilheyrandi. Hann lét ekki bara þar við sitja, heldur fór hann líka að klappa mér á kinnina og sparkaði þessi býsn í fæturna á mér. Ég spurði manngarminn, hvað hann meinti eiginlega með þessu og þá sagði hann mér bara hreint út, að hann elskaði mig svo heitt, að hann gæti ekkert við þessu gert. Ég kallaði á þjón- ustustúlkuna og bað hana að fjarlægja mann- greyið, en hún yppti bara öxlum, eins og þetta væri daglegt brauð þarna. Ég flýtti mér því og fór svo, en sá litli var ekki alveg búinn, þvi að hann elti mig niður í bæ og hrópaði ástarorð á eftir mér niður allt Bankastræti. Ég hefi kom_ ið stundum á þennan stað siðan og hefi séð þar ýmsa menn, sem þekktir eru að skrítnum á- stríðum. Flestir láta mann þó í friði, en þó eru nokkrir, sem eru svo ágengir, að maður heldur að maður sé kominn á „Fortuna Bar“ hinn fræga í Kaupmannahöfn. Hvað finnst þér, Vika mín, að gera eigi við svona menn ? V. SVAR: Vikan hefur auðvitað ekkert um þetta mál að segja? Hún skiptir sér ekki af krytum eða ágengni, sem gestir í veitingahúsum kunna að verða fyrir, en hinni finnst að ef þú hefur orðið fyrir dónaskap af hendi þessara manna, ætt- ir þú að láta lögregluna vita. Stúlkur á viðkom- andi stöðum geta vitanlega ekkert gert„ nema mennirnir séu drukknir en þá bera þeim skylda til að vísa þeim burtu. Á TAKMÖRKUNUM Eggert Gilfer er þjóðkunnur maður fyrir ýmsar sakir. Hann hefur lengst allra staðið í fremstu röð íslenzkra skákmanna og hann hefur leikið mikið og vel á orgel. Auk þess er maðurinn sérkennilegur í háttum, gamansamur í svörum og frægur fyrir einstæðan hlátur sinn. Móðir Gilfers, Þuríður Þórarinsdóttir, ur. Þegar Gilfer var aðeins 8 ára gamall tók móðir hans hann með sér í ferðalag út úr bænum. Fóru þau ríðandi og voru fleiri systir séra Áma, var hinn mesti skörung- í förinni. Gilfer reið aftastur. Liggur leið þeirra upp Laugaveginn og áfram Suður- landsbraut. Gilfer sat hinn rólegasti á hesti sínum. Þegar fólkið var rétt komið að Kambabrún, kallaði hann þá til móður sinnar og spurði: „Heyrðu mamma. Mikið asskoti er Laugavegurinn langur.“ Öðru sinni, þá kominn á fullorðinsár, sat Gilfer að tafli. Hafði hann betri stöðu. Andstæðingurinn þrauthugsaði hvem leik, en ekkert dugði. Þegar útséð var um enda- lok skákarinnar, stóð Gilfer á fætur, en mótspilari hans sat og braut heilann ákaf- lega. Gilfer stendur um hríð og horfir fast og ákveðið á taflborðið, eins og hann ein- beiti huganum að skákinni. E nsvo segri hann upp úr eins manns hljóði: „Mikið skrambi var Beethoven annars merkilegur maður.“ TRÚLOFUNARHRINGAR Við höfum nú hafið smíði á trúlofunarhringum eftir nýjum teikn- ingum, sem gjörðar eru á verkstæðum okkar. Við bjóðum yður að kynna yður hin nýju form og hinar skreyttu gerðir. Um leið beinum við athygli yðar að hinu fagra, stóra og fjölbreytta úrvali er við nú höfum af hringum og öðrum skartgripum í gulli og dýrum steinum. En viðfangsefni verkstæða okkar er einkum, eins og kunnugt er — gull Og dýrir steinar iíiin liipiunilœon Skarlpripaverzlun skartgripaverzlun Hlutafélag „Fagur gripur er œ til yndis“ VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.