Vikan


Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 25
BARNA GAMAN Dúkkuiísa Vikunnar Hérarnir kóngsins. ftlorskt ævintýri Þegar hann er búinn að ganga lengi, lengi og er orðinn glor- hungraður, kenrnr hann þangað, sem kerlingin stendur með nef- ið í viðarkubbnum og streitist við af öllum kröftum að losa sig. „Heil og sæl, kerla mín,“ seg- ir strákur. „Ertu að brýna á þér nefnið, rýjan?“ „Hugsaðu ekki um það,“ seg- ir kerling. „En komdu nú hérna og losaðu mig og gefðu mér svo ofurlítinn matarbita, ég hef ekki bragðað mat í hundrað ár. Þá skal ég gera þér einhvem greiða í staðinn.“ „Eg held, að þér sé þá orðið mál að fá einhverja lífsnær- ingu,“ segir Ásbjörn í ösku- stónni. Síðan klýfur hann kubb- inn, svo að kerling losnar, og lætur hana éta með sér úr mal- poka sínum. Hún var matlystug, kerlingartetrið, eins og við mátti búast, og át áreiðanlega sinn hluta af nestinu. Þegar þau voru búin með nestið, gefur kerling honum pípu, sem hún segir að hafi þá náttúru, að þegar blásið sé í annan endann á henni, hlaupi það allt sitt í hverja áttina, sem maður vilji reka burtu frá sér, en þegar blásið sé í hinn endann, komi það undir eins aftur á sama stað. Pípan hefði líka þá nátt- úru, að þótt hann týndi henni eða cinhver næði henni af hon- um, þá kæmi hún undir eins til hans aftur, þegar hann óskaði þess. „Þetta er svei mér geðug pípa,“ hugsaði Ásbjörn í ösku- stónni. Þegar hann kemur í kóngs- ríkið er engin fyrirstaða á því, að hann fái að gæta héranna kóngsins. Honum var lofað háu kaupi og góðri matarvist, og ef hann gæti gætt héranna svo, að enginn týndist, átti hann að fá kóngsdóttur í kaupbæti. En ef hann missti einn einasta héra úr gæzlunni, átti að skera þrjár stórar lengur af hryggnum á honum, og kóngur var svo viss um, að hann myndi missa hér- ana, að hann fór undir eins að brýna hnífinn sinn. Þegar Ásbjörn rak út hér- ana um morguninn, voru þeir þægir og spakir eins og sauðir, og hélt hann, að ekki væri mikill vandi að gæta þeirra. Þeir voru líka allir í einum hóp, meðan hann var með þá í kvíagötunni og í heimahaganum, en þegar þeir komu upp í skógarbrekk- una, og sólin skein.á hérana, hlupu þeir í allar áttir. „Ho, ho, ho! ho, ho, ho!“ seg- ir strákur og blæs í annan end- ann á pípunni, svo að héramir tvístrast burt, sinn í hverja átt- ina. En þegar hann kemur í eitt gamalt kolabrennslur jóður, blæs hann í hinn endann á pípunni, og koma þá allir héramir, áður en hann vissi nokkuð af, og standa þar í röð og reglu eins og hermenn í fylkingu. „Þetta er svei mér geðug pípa,“ hugs- aði strákur. Svo fór hann að sofa, og héramir hlupu um skóginn eins og þeir vildi fram á kvöld. Þá blæs strákur þeim saman með pípunni og rekur þá heim eins og kindahóp. Kóngshjónin og dóttir þeirra standa úti á svölunum í höll- inni, þegar strákur kemur, og undrast það meira en lítið, að hann skuli hafa getað hamið hérana. Kóngur telur nú og tel- ur og bendir á hvern héra með fingrinum, en hvernig sem hann telur og telur, getur hann ekki saknað eins einasta héra. „Þetta er svei mér spælinn strákur,“ segir kóngsdóttirin. Margir drengir hafa beðið um mynd af Friðrik Ólafssyni og hér kemur hún. Þúsund kallinn.. Pramh. af bls. 24 keypti Bessastaöi, hóf þar mikla rœktun, hafði kúabú og lappaði upp á nidda kirkju staðarins. Þar stýrði hann bui sínu af röggsemi og myndar- skap og var vinsœll meðál hjúa sinna, m. a. vegna þess að hann gaf öllum jólagjafir. Þegar ríkisstjóri var kjör- inn 19Jfl, gaf Sigurður rlkinu Bessa- staði og voru þeir þá nefndir Sigurð- argáfa. VISSULEGA vœri hœgur vandi að tína fleira til um Sigurð Jónas- son. Persónan er svo margbrotin, sett saman úr nœsta ósamstæðum hlutum, sem þrátt fyrir allt mynda skemmtilega heild. Sérvizku hans er við brugðið; hann leggur sárálitið upp úr álmannarómi, getur verið ó- vœginn og skapið er svo mikið í manninum, að norsk blöð sáu eitt sinn ástœðu til að kalla hann „Den is- landske Herkules.“ I svefnherbergi sinu hefur hann hólf, sem mundi hafa að geyma ýmsa merka pappíra, sem sumum þœtti gott að eiga. Hlutabréf og skuldábréf sennilega í hrönnum, en engum manni nema Sigurði mun kunnugt inniháld hóljsins. Sigurður er aðsópsmikill og þéttur bæði í lund og á velli. Hann hlœr eins og tröllin i fjöllunum og einhver hefur leyft sér þá ósvinnu að kálla hlátur hans „þjóðsöng vítis.“ Hann kuklar við andalœkningar og er að sögn dá- góður miðill og gœddur þar af leið- andi dulrænum hœfileikum. Hann veit, að betur vinnur vit en strit og betri er sígandi arður en snúandi. Afl hans sést bezt í áþrifum þeim, sem hann liefur tekið sér fyrir. Skynsamur ritstjóri sagði ein- hverntíma, að Sigurður hefði keypt Geysi og gefið þjóðinni hann, vegna þess, að honum' hefði runnið til rifja útlegð hans og einnig væri Sigurður sennilega í nokkurri frœndsemi við hvcrinn frœga. Mikið gœti það rétt verið, því maðurinn er állur stór i lund og lifsviðhorfum, en jafnframt hjálpsamur og drenglundaður og leggur óhikað hönd á plóginn til að stuðla að framgangi mála, sem hon- um virðast horfa til einhverra nytja. Hann er ekki fríður, langt því frá, en „oft er innan friður utan Ijótur“ segir á góðum stað. Sigurður hefði geta orðið fyrirmyndar skipstjöri. Hann hefur í rauninni verið skipstjóri allt sitt líf, stýrt mwgri skútunni og ávállt staðið sjálfur á stjórnpálli og komið fleyinu heilu í höfn, þótt illt hafi verið i sjóinn og einhvem- tíma hafi ef til vill steytt á skeri. Kapteinninn hefur séð fleýtunni borgið, áhöfnin hefur sloppið í land og svo hefur sjálfur hann komizt af, þótt ekki hafi það alltaf Verið þurr- um fótum. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.