Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 18
Lykill að fjarvistarsönnun
SMÁSAGA EFTIR JOHN DICKENS
Þaö þarf ímyndunarafl til þess
að leggja á ráðin, en of mikið
. ímyndunarafl getur orðið ör-
}' lagarikt. Spennandi glœpa-
(, saga.
E.usta^e St. John Maninway — hið
rétta' nafn hans var William Stubb-
ings — st'óð fyrir framan spegilinn
og velti bréfinu frá Marellu Gallarey
milli fingranna. Hann virti
hugsandi fyrir sér hið skarpleita,
f.yrirmannlega andlit sitt, og nokkur
óróleiki voru á honum. Hann, sem
hafði eytt meirihluta sinna tuttugu
og átta ára í að forðast óþægilegar
staðreyndir, gerði sér nú fyllilega
grein fyrir, að hann var i alvarlegri
klípu og skjótra aðgerða þyrfti með,
ef honum ætti að heppnast að sleppa
úr henni.
Hann fékk sér viskíglas, settist
niður og hóf að lesa bréfið frá Mar-
ellu einu sinni enn. Það hljóðaði á
þessa leið:
„Eustace, nú hef ég komist að hinu
sanna. Það rann upp fyrir mér, að
ég er aðeins nýtt fórnarlam, efnuð
miðaldra kona, sem hefur látið glepj-
ast af myndarlegum en slungnum
ungum manni, sem reyndar er aðeins
hæfilega slægur.
Þú hefur ef til vill áhuga á að vita,
hvernig ég uppgötvaði þinn sanna,
innri mann. Eg veit ekki, hvort þú
manst, að fyrir hálfum mánuði send-
ir þú mér þrjár bækur, sem ég skyldi
:lesa. Ein bókanna var sú, sem þú
sagðir, að þér virtist svo merkileg,
'af því að aðalpersónurnar í henni —
ungi maðurinn og miðaldra konan, er
síðar fann sinn rétta maka — minntu
;þig svo mikið á okkur.
Inn á milli síðanna í bókinni fann
ég af tilviljun þriggja mánaða gaml-
.an veðsetningarseðil á demantshring.
Veðsetningarseðillinn hljóðaði ckíu á
þitt nafn, en aftan á hann var ritað
,,V. M.“ og dagsetningin var „3.
marz.“ Það var með þinni rithönd.
Mér gat ekki skjátlast, þvi að ég
þekkti þetta „M“ svo vel. Ég býst
við, að ég hafi orðið forvitin og einn-
ig langaði mig til að koma þér
sræmmtilega á óvart, þvi að ég fór
til veðsétningarskrifstofunnar og
leysti hringinn út, sem hafði verið
veðsettur fyrir tíu þúsund krónur.
En ég þekkti hringinn strax og ég
sá hann. Það var hringurinn, sem
Veronica Mailow hafði saknað
snemma í marz. Hún hélt, að hún
hefði týnt honum og tilkynnti lög-
reglunni ekki hvarfið, en lét sér
arlaunum, sem færði hennir hringinn
aftur. Enda þótt líklegt sé, að margir
demanthsringir séu til, sem líkjast
nægja að auglýsa og lofa þeim fund-
þessum, þá var ég strax viss um, að
þetta væri hringur Veronicu og
fangamrk hennar og dagsetningin,
sem þú hafðir skrifað aftan á seðil-
inn — að líkindum til þess að geta
greint þetta afrek frá öðrum í sama
stíl, þú ert nefnilega mesti reglu-
maður — tók af allan vafa.
Eg vissi nú, að þú varst þjófur,
og einnig vissi ég, að það varst þú,
sem stalst hringnum hennar Vero-
nicu.
Eg setti mig undir eins í samband
við skrifstofu leynilögreglumanna í
London og bað þá að láta mér í té
allar mögulegar upplýsingar um þig.
Og það gerðu þeir.
Síðustu daga hef ég verið að hugsa
um, hvað ég ætti að gera við þig, og
nú hef ég tekið ákvörðun.
Ég fer aftur til London á morgun
með lestinni, sem fer kl. fimm, fer
strax heim, og annað kvöld ætla ég
að hafa upp á Veronicu. Eg ætla að
ráðleggja henni að tilkynna lögregl-
unni um þig, og hún mun ekki hugsa
sig um tvisvar, þegar hún heyrir all-
an sannleikann. Hún verður öskureið,
þegar hún heyrir, að leikið hafi verið
á mig, beztu vinkonu hennar, af ná-
unga eins og þér, sem ert ekki annað
en lélegur þjófur.
Ég verð óttaslegin, þegar ég hugsa
til þess, að ég breyti erfðaskrá minni
fyrir tæpum mánuði og ánafnaði þér
álitlega upphæð til þess að lifa af
það sem eftir er æfi þinnar, ef eitt-
hvað skyldi koma fyrir áður en við
gætum gift okkur. Ég skal svo sann-
arlega breyta þvi aftur, þegar ég
kem til borgarinnar.
Þú skalt ekki reyna að komast í
samband við mig með þvi að skrifa
mér eða hringja eða hafa upp á mér,
því að slíkt er þýðingarlaust. Ákvörð-
un mín er óhagganleg.
Marella Gallery".
Hann fékk sér annan viskísjúss.
Skelfingar flón hafði hann verið að
líta ekki í gegnum þessar bækur
áður en hann sendi þær. Þarna var
sem sagt veðsetningarseðillinn niður-
kominn. Hann hafði saknað hans og
hugsað sér að leita vandlega í hirzl-
um sínum. Nú gat hann sparað sér
ómakið. Óttalegur asnaskapur.
Hann efaðist ekki um, að Marella
myndi gera alvöru úr hótun sinni.
Hún mundi sjá jm, að lögreglunni
yrði gera aðvart og þá myndi allur
hans glæpaferill verða afhjúpaður.
Han byrjaði að ganga fram og aftur
í herberginu. Hann varð að bjarga
sér með einhverju móti.
Hann nam allt í einu staðar oa
gekk siðan r.ð skattholinu sem stóð
í einu horninu, opnaði lokið og dró
út dálitla skúffu. Upp úr henni tók
hann bunka af bréfum þeim, sem
Marella hafði skrifað honum síðasta
hálfa árið. Hann hóf að lesa þau
með þá veiku von i brjósti, að eitt-
hvað kynni að leynast í þeim, er
hann gæti notað.
Og hann fann dálítið. Það var bréf,
sem Marella hafði skrifað honum fyr-
ir f jórum mánuðum, þegar hún dvaldi
hjá vinum sínum uppi i sveit. Hann
las það hratt. Innihaldið var þetta
venjulega. Hún gat aldrei hætt að
tönnlast á, hversu mikið henni hefði
komið á óvart, að hann, svo ungur
og heillandi sem hann var, skyldi
vilja hana, sem var a. m. k. fjórtán
árum eldri . . . Bréfið endaði svo:
„Ég get aldrei gleymt þeim orðum,
sem þú sagðir við mig einu sinni.
Ég endurtek þau svo oft fyrir sjálfa
mig — þessi orð þin: Ég get ekki
lifða án þín. Lifið er snautt og inni-
haldslaust án þín.
Ég elska þig,
Marella."
•vií-'-
/&:■
/'1
X'i?l5T»NN
'H-
Eustace settist og starði á bréfið
og þessi orð: Ég get ekki lifað án
þín . . . Marella. Einhver djöfull í
heila hans tók að hvísla að honum
leið til þess að sleppa úr þessum ó-
göngum, sem hann var í.
Marella skrifaði, að hún kæmi til
bæjarins á morgun og færi strax
heim til sín áður en hún fyndi Vcro-
nicu.
Ekkert þjónustufólk var heima í
húsinu hennar í St. Johns Wood. Það
hafði allt verið sent á brott áður en
Marella fór. Og hún myndi koma með
fimm-lestinni.
Eustace fór að hugsa um ýmsar
glæpakvikmyndir, sem hann hafði
haft svo gaman af. Hann var full-
I _.mlega sannfærður um, að ráða-
brugg hans myndi heppnast. Hann
setti bréfin aftur í skúffuna i skatt-
holinu nema þetta eina, sem hann
hafði verið að lesa.
Hann gekk út að glugganum og
fór yfir það einu sinni erm. „Ég get
ekki lifað án þín. Lífið er snautt og
innihaldslaust án þín. Ég elska þig.
Marella.11
Ef einhver annar sæi þetta bréf
— til dæmis Veronica — og hann
eyðilegði það á eftir, þá myndi lög-
reglan áreiðanlega fá vitneskju um,
að það hafi verið til.
Og þá myndu þeir vera sannfærðir
um, að Marella hefði framið sjálfs-
morð.
Eustace pirði augun. Hann hafði
eftir allt fundið leið úr þessari klípu.
Síðdegis daginn eftir fór hann og
heimsótti Veronicu. Klukkan var hálf
fjögur.
„Hvað er að, Eustace ?“ spurði hún.
„Þú ert eitthvað svo sorgmæddur
á svipinn. Hertu upp hugann, maður.
. ‘X, ■ :
Þú ætlar að fara að gifta þig í næsta
mánuði."
Hann hristi höfuðið.
„Það var nú einmitt það, sem ég
ætlaði að tala um við þig, Veronica,“
sagði hann. „Ég er í sælmri klípu
út af Marellu."
Veronica varð undrandi á svip.
„Þú ætlar þó ekki að segja mér,
að þið séuð orðnir óvinir?“ sagði hún.
„Er eitthvað ekki i lagi, Eustace?
Hvað er að?“
Hún kveikti sér í sígarettu og
virtist taugaspennt.
„Ég skal segja þér það,“ sagði
Eustace. „Undanfarinn mánuð hef ég
verið að hugsa um þetta hjónaband.
Ég hef alltaf vitað, að þetta var ekki
eins og það átti að vera. Reyndar
var ég mjög hrifinn af Marellu, en
nú er ég viss um, að ég elska hana
— ekki.
Og það er eitt enn. Hún á svo
mikla peninga. — Ég hugsaði nánar
út í það, og ég tók ákvörðun mína
fyrir þrem dögum. Ég hringdi til
hennar og sagði henni, að ég gæti
ekki gifzt henni, — það myndi vera
rangt af mér.“
Veronica sat þegjandi nokkra
stund.
„Eustace", sagði hún svo, „ég held,
að þetta sé rétt af þér. Náttúrlega
tekur hún þetta nærri sér, það get
ég vel skilið, en það lagast.“
„Ég er hræddur um, að málið verði
ekki svo auðvelt, Veronica. 1 gær
hringdi hún til mín viti sínu fjær.
Hún sagði, að sér væri alveg sama
hvort ég elskaði hana eður ei, hún
vildi giftast mér. Ég hef aldrei vitað
hana í slíkum ham. Ennfremur sagði
hún, að hún myndi svipta sig lífi,
ef ég sviki hana. Og snemma í gær
fékk ég — þetta hér.“
Framhald á bls. 26.
18
VIKAN