Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 6
s Ö H * f S P. í ’V
14/5 15/5 16/5 17/5 18/5 19/5 20/5
HrÚts- æ merkið 81. nmrz—20. apr. Þú skalt præta þín á stúlku sem vill þér illt. E>ú verður að hugsa þig vel um í dag áður en þú tekur ákvörðun. Dagur mikilla gleði, aðeins ef þú gætir stillingar. Vertu ekki of harð- ur í viðskiptalífinu, þú græðir þrátt fyrir það. Mjög slæmar horf- ur í ákveðnu máli. Notaðu skynsemi þína. Illar blikur á lofti en með lagni tekst þér að afstýra vandræðum. í>ú hefur of lengi farið á bak við þína nánustu. Vertu hreinskilinn.
Nauts- rnerkið 21. apr.—21. mal í>etta er ekki góð- ur dagur til ferða- laga. Haltu kyrru fyrir. í>ú færð heimsókn í kvöld og færð mikilsverð tíðindi. Vertu hógvær í orð- um við stúlku nokkra sem talar við þig í dag. Farðu ekki út í kvöld. í>ú eyðir of miklum pening- um. Þú tapar mikilli fjárupphæð, en hertu upp hugann, það rofar til. Þú skalt ekki erfa gamlar misgjörðir. Vertu alltaf fús til sátta. Ekki er ástæða til að örvænta þótt í móti blási.
Tvíbura- merkið 22. mal— ■28. Jönl Gáfur hefur þú margþættar og miklar, en ert of latur. Vertu ekki svart- sýnn, lifðu í von- inni um betri heim. Vertu ekki svona ragur við að viður- kenna yfirsjónir þínar. Nýtt starf býður þín, en hugsaðu þig vel um áður en þú tekur þvl. í»ú þarft að vera miklu vinnusamari en þú hefur verið. Þú hefur góðar tónlistargáfur og ættir að þroska þær. Að græða peninga er einkenni þessa dags. Lýttu því I kringum þig.
Krabba- merkið emL 22. Júnl—28. Jölí í>essi dagur ætti að verða þér til mikillar énægju. I>ú átt ekki að halda að allir hlægi að þér á bak. Sinntu tafarlaust skilaboðum sem þú færð seinna í kvöld. Vertu elskulegur í í framkomu og þú munt eignast vini. Vertu ekki að þess- um hlaupum úr einu í annað. Festu ráð þitt. Gættu þín vel I starfinu. Nokkrir erfiðleikar steðja að þér. Gættu þess að hætta þér ekki út á hála braut I við- skiptum.
Ljóns- merkið 24. Júlí— -28. ág. M.ikill happadagur, sem reynist þér drýgri en þú hefur gert þér vonir um. óvænt frétt berst þér og ef til vill flytur hún þér ann- að en þú hefur búizt við. Erfitt reynist þér aO leika öllu lengur á mann, sem lengi hefur unnið þér vel. Erfiðleilkar fram- undan, sem þú mátt alls ekki láta á þig fá. Haltu þér við heiO- arlega iðju og láttu ekki fljótfenginn hagnað freista þín. í>ú ert of kærulaus og hirðir ekki nóg um hag annarra. Gættu alls vel- sæmis. Láttu ekki skap þitt hlaupa með þig I gönur, þótt þú verðir einhverjum órétti beittur.
Meyjar- ^ merkið 24. &g.—28. sept. Hugrekki þitt er aðdáanlegt, en gerðu ekki of mik- ið úr þvi sjálfur. I>ú ert allt of fast- heldinn á gamlar kreddur og bábilj- ur, sem engan veg- inn fá staðist. Góð framtíð, sem getur þó brugðið til beggja vona, ef þú leggur út á vafasamar brautir. Ef þú reyndir að skipuleggja líf þitt ofurlítið, mundi allt ganga miklu greiðar. Komdu ekki illa fram eða rudda- lega, þótt þér sé sýnd nokkur ónær- gætni. Nýjar hugmyndir- kollvarpa skoðun- um þínum I á- kveðnu málefni, en látetu það ekki á Láttu ekki hugfall- ast, þótt I móti blási um stundar sakir. Hertu upp hugann.
Vogar- meridð 24. sept.— tl -28. okt. Vertu vingjarnleg- ur við mann, sem leitar til þín 1 vandræðum og þarfnast hjálpar Gerðu ráð fyrir hinu versta í dag, og búðu þig undir að bíða ósigur í leiðinlegri viður- Mjög góðar horfur ef til vill arfsvon eöa mjög góðar fréttir af nánum ættingja. Þú ert alltof áber- andi metorðagjarn, svo stundum er leiðinlegt fyrir þig. Vertu ekki of til- finninganæmur, þannig að þú gefir óvini þínum högg- stað á þér. Þú lifir um of í gömlum hillingum. Gerðu þér far um að sætta þig við hlutskipti þitt. Þér veitist nokkuð erfitt að einbeita athygli þinni að starfi þínu. Vertu á verði.
Dreka merkið j&n* 84. okt.—22. nóv. Betri horfur fyrir athafnasama menn en oftast áður. ó- vænt heimsókn. Notaðu hæfni þína aðeins til góðs, en ekki etja þér út í vafasöm viðskipti. í>ú ert of ánægður með sjálfan þig og setur þig of lítið í annarra spor. Gerðu minna af því að þvælast í slæm- um félagsskap og komdu þér í holl kynni. Láttu lítilmótlega gagnrýni ekki hafa áhrif á breytni þína i ákveðnu máli. Þér bjóðast mörg og góð tækifæri, sem þú þarft að notfæra þér. Hafðu taumhald á tungu þinni og gerðu meira af því að aðstoða aðra en hafa gott af þeim.
Bog- maðurinn 28. nóv.—21. des. I>ú þarft sýnilega að leita læknis við alvarlegum sjúk- dómi, sem gert hef- ur vart við sig. Farðu þér að engu óðslega og gerðu þér góðan tíma til að hugsa um til- boð, sem þér býðst. Hafðu betri stjórn á skapi þínu, ann- ars mun þér hefn- ast illa fyrir. Mjög hagstæður dagur, ef þú ætl- ast ekki til of mik- ils af manni, sem þú hefur náín Láttu ekki öfund- armann spilla góðu sambandi þínu við mann, sem lengi hefur þekkt þig. Notaöu tímann bet- ur og gættu þess að vinna vel, því horfur eru góðar. Gerðu vini þínum greiða, en sláðu þvi ekki á frest, þvi þig mun iðra þess.
Geitar- ^ merkið 82. des.—20. Jan. Persónuleg áhuga- mál þln verða aO liggja I láginni vegna óvæntra at- burOa. Sýndu meirl varkárni i sam- bandi viO mann, sem leitar lags við Þig. Gerðu þér far mn að koma betur fram við mann, sem lengi hefur starfað með þér. Uppvíst er að þú hefur brugðizt nán- um vini, sem ávallt hefur treyst þér. Háttvisi þín kemur sér vel, en þú mátt ekki fara út I hræsni og öfgar. Ef þú ert nógu á- kveöinn aO koma fram málum þinum, hlýtur þú mikið gott af. Mjög hagstæður dagur; sennilega færOu heimsókn eöa mikilvæga símahringingu.
VatttS- berrnn 21. Jan.—19. febr. Mjög góöai^ horfur, sem geta gjörbreytt allri framtið þinni, ef vel tekst. sýndu meiri hjálp- fýsi I skiptum viO mann, sem þarfn- ast þess vissulega. Gerðu þér ekki leik að því að ástæðu- lausu að hæðast að nánum vlni þinum. Fjölskyldumál virðast nokkuO tví- sýn, einnig gætl kunningi staðið í málaferlum. Vertu ekki of i- haldssamur og gamaldags, en taktu skynsamleg- um íortölum. Ef þú ert kátur og skapgóður, aflar þú þér meiri vinsælda en með barnalegu stoltí. Þér verður lífiö enn leiðara, ef þú eitrar andrúmsioft- ið meö deilum við kunningja þinn.
Fiska- merkið 80. febr.— 20. marz Tilvalinn dagur fyrir ötula og kappsama menn aO hefjast handa á nýjum framkvæmd- Láttu ekki áhrifa- girni þína hlaupa með þig í gönur hvað eftir annað. Þú hefur ekki nógu mikla hreyfingu. Iðkaðu íþróttir eöa göngur. Gerðu þér betri grein fyrir göllum þínum og gagn- rýndu aðra ekki um of. LegOu meiri rækt við heilsu þína og legðu þig ekki eftir slæmum félags- skap. Láttu ekki hroð- virkni eyðileggja góðar atvinnuhorf- ur. Þú lendir I rifrildi við nákominn ætt- ingja, ef'þú sýnir ekki því meiri stillingu.
SPAUG
MaOur nokkur átti son, sem var bæði latur og
sérhlífinn og þar a0 auki væskill til líkama og
sálar. Faðirinn var í hreinustu vandræðum með
strákinn. Fór hann því til prestsins, að ráðgast
við hann um son sinn og segir við hann:
„Hvort á ég heldur að láta strákinn verða skáld
e5a málara, prestur minn?“
„Sjálfsagt skáld,“ svaraði presturinn, „því að
pappírinn er svo miklu ódýrari en léreftið."
o----------------------o
Passi sá, er Benedikt Gröndal gaf vinnukonu
sinni 15. maí 1886:
Hér með kunngjörist, að stúlkan Vilborg Sig-
urðardóttir ætlar nú vistferlum héðan úr bænum
og niður í Húnavatnssýslu, og er hún til þess full-
komlega frjáls, hvort hún heldur vili fara í norð-
ur, vestur, austur eða suður, og eftir öllum
strkium kompássins, hvort hún heldur vill ganga,
hlaupa, stökkva, klifra, skríða, fljúga, sigla eða
fara á handahlaupum; áminnast hér með allir
karlmenn um að fikta ekkert við Borgu fremur
en hún vill leyfa og engar hindranir henni (að
gera), ekki bregða henni hælkrók eða leggja
hana á klofbragði, heldur láta hana fara frjáls
og óhindraða húrrandi í loftinu hvurt á land sem
hún vill, þar eð hún hefur hvorki rænt né drepið
menn, ekki stolið né strokið, ekki logið né neitt
gjört, sem á verður haft. Finnst hún því hér með
fri og frjáls fyrir öllum sýslumönnum og hrepp-
stjórum, böðlum og þjófum, kristnum og ókristn-
um, guðræknum sem hundheiðnum, körlum og
konum, börnum og blóðtökumönnum, heldur á-
minnast allir um að hjálpa nefndri Borgu og
greiða veg hennar, hvort hún vill heldur láta
draga sig, aka sér, bera sig á háhesti, reiða sig í
kláfum, flytja sig á merum eða múlösnum, tripp-
um eða trússhestum, griðungum eða graðungum,
skipum eða hverju sem flutt verður á.
Þetta öllum tli þóknanlegrar undirréttingar,
sem sjá kunna passa þennan.
Reykjavík, 15. mai 1886.
Ben. Gröndal (sign.)
6
VIKAN