Vikan


Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 9
— grafðu upp Durfee-málið, 62 Michigan 487. Ég held að þar finnum við það einmitt. ..“ „Gjörðu svo vel,“ sagði ég. „Hér er það beint fyrir framan þig. Lestu það og gráttu svo.“ Þannig urðum við Parnell skyndilega einir úr hópi ódauðlegu vísindamanna við höfðum fund- ið sama svarið á sama tíma. Ég leit aftur á bókina. „Eða ef hann liefði ekki haft afl til pess að standast hvöt til að fremja ahœfið . . hvíslaði ég. Parnell hristi höfuðið. „Þvílík dásemdarsetn- ing. Verður ekki unaðslegt að hafa hana yfir í réttinum .. .“ jSg hafði búizt við Mitch Lodwick, saksóknar- anum, sem tók við af mér, til þess að taka að sér málið fyrir hönd ákæruvaldsins. En þegar við hittumst í réttarsalnum nokkrum vikum síðar, daginn sem réttarhöldin skyldu hefjast, kynnti hann mig fyrir litlum, gráhærðum hálfsköllótt- um manni um fertugt. „Polly, má ég kynna Claude Dancer saksókn- ari — Paul Biegler. Claude ætlar að hjálpa mér í þessum réttarhöldum, ef svo mætti segja.“ Nú, svo að Lodwick hefur ekki þótt nógu góður, hugsaði ég, þegar ég tók í höndina á Dancer. Við horfðumst í augu og brostum báðir. Og bros- in lýstu þöglum skilningi: Þetta er barátta okk- ar á milli, og var ekki leiðinlegt, að þriðji mað- urinn þyrfti endilega að flækjast fyrir okkur? Ég leitaði að Parnell í réttarsalnum og fann hann í einum stólnum, sem ætlaður var lögfræð- ingi. Hann starði undrandi á borð Mitch, og þeg- ar hann sá mig, yppti hann öxlum lyfti brúnum og glotti. Borð Mitch var sannarlega tilkomumikið — al- þakið lagabókum og skjalatöskum og fjölda af kortum og bréfum og skrám ásamt öðru glingri. Ég fór niður í skjalatöskuna við fætur mína og dró upp litla möppu, þar sem í voru ýmsar skrifaðar athugasemdir ásamt rissblokk og lagði þetta á borðið fyrir framan mig ásamt tréblý- anti. Við Parnell höfðum ákveðið þetta þannig: myndin af ofursterku ríkinu, óhaggandi gagn- vart vesalings einmanna hermanni. . . VI. HLUTI Réttarhöldin hófust nógu rólega. Frumræða Mitch var góð; hún var skýr og gagnorð. Hann minntist ekki á nauðgunina. Það var augsýni- legt, að þeir ætluðu að binda sig einungis við morðði og útiloka ef mögulegt væri allt annað, sem gæti veikt málstað þeirra. „Verjandinn heldur því fram, að sakborningur hafi verið haldinn stundargeðveilu, þegar hinum banvænu skotum var hleypt af,“ sagði Mitch. „Við vonumst til að sanna, og munum sanna að hann hafi verið heill á geðsmunum og það sem hann gerði, hafi verið gert i hita ástríðna og bræði...“ Ég beið með varnarræðuna, og Mitch kallaði á fyrstu vitnin: sjúkdómafræðingurinn, sem rann- sakað hafði líkið, mann þann, sem tekið hafði að sér greftrunina, síðan ljósmyndara, sem benti á fjölda ljósmynda af Barney Quill, sem teknar höfðu verið eftir dauða hans. Ég var í þann veginn að byrja að enduryfir- heyra vitnin, þegar Laura Manion hallaði sér að mér og hvíslaði að mér æst: „Þessi maður! Hann tók nokkrar myndir af mér þetta kvöld. Ég — ég mundi skyndilega eftir þessu ...“ „Ágætt,“ hvíslaði ég, og siðan stóð ég á fætur og gekk hugsandi frá borði minu að vitninu. „Burke,“ sagði ég glaðlega og benti á ljós- myndirnar, „voru þetta allar myndirnar, sem þér tókuð fyrir þetta mál?“ Hann skaut augunum til Mitch. „Nei, ég tók fleiri.“ „Þær hafa ef til vill ekki framkallazt ? “ sagði ég. „Jú, þær framkölluðust allar. „Það brá fyrir stolti í rödd hans. „Flestar myndir mínar fram- kallast vel.“ „Einmitt," sagði ég undrandi. „Ef til vill koma hinar myndirnar ekki þessu máli við — ef til vill hafa þær ekki verið teknar af neinu markverðu. Aðeins teknar til þess að fullnægja duttlungum listamannsins ? “ Vitnið var ekki fyllilega ánægt. „Þetta voru myndir af konu Manions undirforingja." Ég þagnaði og leit á klukkuna. Mitch og „að- stoðarmaður" hans grúfðu sig yfir borð sitt. Ég leit á kviðdómendur, sem litu allir hvern á ann- an. Einn ungur maður, skynsemdarlegur á að sjá, leit framan í mig og — gat það verið — virtist næstum kinka kolli. Ég sneri mér aftur að vitn- inu. „Hvenær tókuð þér þessar myndir af frú . Manion ?“ „Þetta sama kvöld.“ „Þá má sjá á þeim, hvernig frú Manion var á sig komin stuttu eftir að Quill var skotinn?“ Fýlulega: „Sannarlega.“ Ég heyrði stutt, eirðarlaust fótatak fyrir aftan mig. Dancer var hér á ferðinni. „Vilduð þér gjöra svo vel að sýna mér þær?“ „Ég er ekki með þær. Þær eru á stofunni hjá mér.“ „Það var leiðinlegt. Hversvegna komuð þér ekki með þær?“ „Ég var beiðinn um að gera það ekki.“ „Hm — þó ekki einhver, sem riðinn er við þetta mál?“ „Jú.“ „Segið okkur nú, Burke, hver það var.“ „Mótmæli!“ þrumaði Dancer. „Visað frá,“ sagði dómarinn, um leið og ég hörfaði undan og stakk litla fingrinum, sem vissi að vitnastúkunni upp í eyrað. „Vitnið má svara.“ „Burke,“ sagði ég lágt, „hver bað yður um að koma ekki með þær?“ „Hann stendur beint fyrir aftan yður. Það var hr. Dunstan þarna. Hann sagði blátt áfram, að það myndi ekki vera nauðsynlegt að koma með myndirnar af frú Manion." „Dancer“, rödd Claude Dancers ætlaði að æra mig. „Ég heiti Dancer, ekki Dunstan.“ „Afsakið,“ sagði vitnið. „Hr. Dancer sagði mér að koma ekki með þær.“ „Jæja, þar sem þér eruð ekki með myndirnar, getið þér skiljanlega ekki sýnt þær,“ sagði ég. „En ef til vill getið þér brugðið upp þeirri mynd, sem þér sáuð af frú Manion þetta kvöld með eigin augum. Það væri næstum enn betra.“ „Mótmæli," sagði Dancer, heldur lægra í þetta sinn. „Greinilega málinu óviðkomandi og snertir vörn, ef það heyrir undir vörn, sem ég efast um.“ „Ég tek aftur spurninguna," sagði ég liratt, áður en dómarinn gat kveðið upp úrskurð sinn. Ef Dancer litli hélt að hann myndi hagnast á þvi að halda þessu leyndu fyrir kviðdómendum, sem ég gerði nú ráð fyrir að væru orðnir talsvert forvitnir, skjátlaðist honum. Þetta myndu einung- is valda honum vonbrigðum. „Þér megið yfirheyra vitnið,“ sagði ég og hneigði mig um leið og ég gekk að borði mínu. „Engar frekari spurnignar," sagði Dancer og starði kuldalega á mig. Framhald í nœsta blaði. Er vinátta kynjanna hjóna- bandinu skaðleg? Hún getur verið og er oft hættuleg, en er ann- ars komin undir sambandi hjónanna innbyrðis. Eitt af erfiðustu vandamálum hjónabandsins er vinátta giftrar konu og piparsveins eða hins veg- ar kvænts manns og ógiftrar konu. í rauninni er aðeins hægt að kalla það hreina vináttu, ef viðkomandi gerir sér ljóst, að alltaf á sér stað eins konar ástleitni milli karls og konu og ber stöðugt að vera á verði gegn slíku og er fastákveðinn í að leyna maka sinn engu. Svo lengi sem eiginmaðurinn eða eiginkonan geta verið með í vináttusambandi og vita hvert orð, hreyfingu og leyndustu tilfinningarnar, er vin- áttan á réttu stigi. En jafnskjótt sem „prívat" fundir eru nauðsynlegir og ekki er hægt að ræða um vininn frjálsmannlega og óþvingað er hætta á ferðum og verður þá að rjúfa sambandið misk- unnarlaust. Með þessu er ekki átt við, að hjón skuli eiga vináttubönd utan heimilisins. Hjónabandið hefur undir venjulegum kringumstæðum í för með sér vináttubönd, sem eru þvi stuðningur og hafa hvetjandi áhrif. Þau eru tengslin við lífið í kring og eru oft til mikillar hjálpar á erfiðum augna- blikum í hjónabandinu. Vináttutengsl, sem hjón eiga sitt í hvoru lagi, eru æskileg og nauðsynleg, en þau skyldu vart taka upp þann tíma, sem skyldi ætlaður makanum. Fólk, sem ver meir en einu eða tveimur kvöldum í viku með vinum, sem makinn umgengst ekki, er tvímælalaust að stofna hjónabandi sínu í voða. Að siðustu dálítil áminning til eiginmanna, sem segjast geta haldið algjörlega „platónsku” vinfengi við aðra konu: Þú skalt umgangast hverja konu eins og þú vilt að aðrir menn um- gangist ltonu þina. Er tímasóun merki taugaveiklunar? ....Það getur verið, en hið gagnstæða getur borið merki sömu taugaveiklunar og oft skaðlegri fyr- ir sálarró einstaklingsins. Tímasóun af völdum taugaveiklunar ber öll merki flótta frá raun- veruleikanum, s.s. innihaldslausar dægrastytt- ingar, hóflausar skemmtanir, gróusögur, of- drykkja o. s. frv. Áðurnefnd atriði eru óheilbrigðar aðferðir til flótta frá sjálfum sér, en of mikil áherzla á að eyða tímanum EKKX til ónýtis er flótti í gagn- stæða átt og er stundum kallaður „flótti til raunveruleikans". 1 voru þjóðfélagi er tímasparn- aður vel metinn og getur reyndar verið dýrmæt- ur hæfileiki, þegar rétt er á haldið. Sumir ein- staklingar ná árangri, hollum þjóðfélaginu með því að sökkva sér niður í viðfangsefni sin og láta ekki fjölskyldu sina eða persónuleg vandamál aftra sér. 1 raun og veru helga tímasparnaðarfrömuð- irnir sig strangri vinnu vegna ómeðvitaðrar löngunar til yfirburðá, frægðar og frama. Þeir hafa sannfært sjálfa sig um, að sé viðfangsefni þeirra erfitt og tímafrekt, hljóti það einnig að vera þýðingarmikið. Þannig verði þeir sjálfir mikilvægar persónur, takist þeim vel. X slíkum tilfellum er áherzlan á tímasparnaðinn tæplega réttlætanleg. Þegar verst lætur lifa þessir ein- staklingar einmana, jafnvel einangruðu lífi og þjást á sálinni, þegar þeir eru i frii, veikir eða hættir störfum o. s. frv. XJndir þessum kringum- stæðum þjást þeir, vegna þess að þá standa þeir andspænis eigin persónuleika. Þegar verk þessara einstaklinga hafa orðið al- menningi til einhverra nytsemda, finnst þeim oft og tíðum fórn þeirra hafa verið þess virði. Hins vegar myndu afköst þeirra án efa engu minni, ef þeir temdu sér hóflega tímasóun öðru hverju. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.