Vikan


Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 25
BÖRNIN í HÆTTU Barnið eltir boita sinn hugsunarlaust út á akbraut.p.a og auk þess rétt fyrir aftan bifreið, sem stendur kyrr, svn að ökumenn sjá ekki barnið fyrr cn um seinan. t að eru 1> e s s i viðbrögð barnsins sem valdið hafa flestum slysum. Það þarf víst eklci að segja ykkur það, að báðir [ ess'r drongir eru í lífshættu. — Þau böm, sem v.'lja verða lang- líf, læra umferðareglur og breyta eftir þeim. Óreiða í umíerð setur ómenningarbrag á bæjarlífið og eykui' slysahættu. íramhatd úr síðasta bSaði Daginn eftir fer strákur aft- ur með hérana út í skóg, en þegar hann er að flatmaga á einum jarðarberjaflákanum, kemur herbergisþerna kóngsins allt í einu til hans. Hún hafði verði send út af örkinni til þess að komast að því, hvernig strák- ur færi að hemja hérana. Hann sýnir henni nú pípuna og blæs í annan endann á henni, svo að hérarnir tvístrast sinn í hverja áttina, og svo blæs hann aftur í hinn endann, og koma þá hérarnir allir saman í einn hóp. Þernan segir, að píp- an sé allra bezti gripur, og bið- ur strák að selja sér hana, hún skuli borga fyrir hana hundrað dali. ,,Já, þetta er nú pípa í lagi,“ segri Ásbjörn í öskustónni, ,,og hún er alls ekki föl fyrir pen- inga. En ef þú vilt láta mig hafa þessar hundrað krónur og einn koss með hverri, þá skaltu fá hana undir eins.“ Þernan sagðist skyldi gera það, hún skyldi meira að segja gefa honum tvo kossa með hverri krónu og þökk í kaup- bæti. Svo fær hún pípuna, en þeg- ar hún kemur heirn í kóngsríki, er pípan horfin, því strákur hafði óskað sér, að hún kæmi til sín aftur. Og þegar líður að kvöldi, kemur hann heim með hérana í einum hóp. Kóngur telur nú og telur, en engan vant- aði af hérunum. Þriðja daginn fer kóngsdóttir af stað og ætlaði nú að ná píp- unni frá stráksa. Hún gerir sig svo blíða í málrómnum, sem getur, og biður hann að selja sér hana fyrir tvö hundruð krón- ur og segja sér svo, hvernig hún eigi að komast heim með hana. „Já, það er nú pípa í lagi,“ segir Ásbjörn í öskustónni, „og ekki sel ég hana fyrir peninga.“ En hann segist samt skuli gera það fyrir hana að selja henni pípuna, ef hún láti sig fá þessar tvö hundruð krónur og kyssi sig í kaupbæti jafnmarga kossa cg krónurnar eru. En hann sagði, að hún yrði að geyma vel pípuna, ef hún ætti ekki að týna henni, og væri það á henn- ar ábyrgð. „Skárra er það nú verðið á þessari hérapípu,“ segir kóngs- dóttir, og var eins og hún hugs- aði sig dálítið um, hvort hún ætti að kyssa hann. En þar sem þau voru nú langt úti í skógi, og enginn sá þau né heyrði, þá hélt hún samt, að hún yrði að gera það, því að pípuna þurfti hún endilega að fá, hvað sem það kostaði. Þegar strákur er búinn að fá pípuna borgaða, fer kóngs- öótíirin af stað með hana og er nú með hendina í pilsvasanum alla leiðina, svo að hún týni henni ekki, en þegar hún ætlar að fara að taka hana upp heima hjá sér, er hún horfin út úr höndunum á henni. Næsta dag fór drottning sjálf af stað til þess að ná pípunni af Ásbirni í öskustónni og ætl- aði nú að bera sig að komast liei mmeð hana. Iiún var ekki eins ör á skildingana og hinar og bauð ekki nema fimmtíu krónur í pípuna fyrst í stað. En það dugði nú lítið, hún varð að bæta við, þangað til komnar voru þrjú hundruð krónur. Ás- björn sagði, að pípan væri mesta veltiþing, og það væri í raun og veru gjafverð, en þar sem það væri nú drottningin sjálf, sem langaði að eignast hana, þá skyldi hann láta hana hafa pípuna fyrir þessar þrjú '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■»■■*■■■■ ■■■■■■!, \ BRÉF TIL BARNANftA Kæru lesendur! Þið eruð nú að verða búin með skólanámið í vetur og' þá gefst meiri tími til, að gera það sem mann langar til. Með tilliti til þessa hefur Vik- an beðið með að efna til löngu f yrirhugaðrar samkeppni um beztu söguna fyrir barna-síðu Vikunnar. Lofið okkur líka að sjá fallegar teikningar eftir ykk- ur eða ritgerðir. Segið okkur frá því sem þið ætlið að gera þegar þið eruð orðin stór. Sendið okkur myndir af kisu ykkar, hundinum eða hestinum eða hver veit hvað þið eigið. Þá þætti okkur vænt um það. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun: Úldregin myndavél. 2. verðlaun: Fjölfrœðibókin. 3. verðlaun: Kassamyndavél. Keppnin hefst nú þegar og er lokið 15. ágúst svo að fyrir . þann tíma verða sögunar að hafa bor- ist blaðinu. Utanáskriftin er: Barnasíða Vikunnar Tjarnargötu 4, Reykjavík. Öllum lesendum barnasíðunnar frá því þeir byrja að skrifa sögur og upp að 16 ára aldri er heimilt að taka þátt í þessari keppni. Sög- urnar mega vera langar eða stuttar og um hvaða efni sem er. Það er aðeins eitt sem við viljum sérstaklega minna ykkur á, að setja nafn ykkar, heimiiisfang og aldur mjög greinilega með því sem þið sendið oklcur. Sem sagt að það sé vel merkt. Með ksérri kveðju. Ritstj. barnasiðú Vikunnar. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.