Vikan


Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 5
„KVENFOLKIÐ RENNUR FRÁ MANNI A MOR EINS OG VÍNIÐ...“ Sumarið 1936 hrundi liálft þorpið Dalvík til grunna en veturinn eftir fœddist Kristinn Jó- hannsson þar. Nú er húið að byggja þorpið upp aftur og Kristinn er farinn að mála myndir til þess að hengja upp á veggi. — Af hverju ertu með skegg, Kristinn? —■ Bg var í hernámsvinnu hérna á árunum og nennti ekki að raka mig, en svo fannst mér þetta svo helvíti virðulegt að ég timdi ekki að raka mig. — Nú, ertu ekki að gera þetta til þess að líta listamannslega útf — Að vísu hefur komið í Ijós, að ýmsir hífaðir góðborgarar hafa haft gaman af að toga í topp- inn á opinberum veitingastöðum. Það vœri illa gert við geyin að klippa hann af. Það má reynd- ar kallast assslcotans kvöl að ganga með þetta um bœinn, það er svo mikill smábyrgingur í Reyk- víkingum. Þeir hafa sama þankagang og íbúar smáþorpa út um land, komi nýir menn í plássið. Þeir eru með pendingar og hvíslingar, glott og hlátra, og ekki síst ef maðurinn er kynlegur út- lits, gengur með skegg og regnhlif. — Þetta er samt fólkið, sem kaupir myndirnar þínar. — Já, og hafi það guðs blessun fyrir það. — Hvaðan kemur þessi rómantík í Vikukáp- urnar þínar? — Hún kemur að norðan, þar sem smáborgar- ■arnir eru stœrstir og umtalið um náungann hat- ramast. Akureyri er fallegur bcer og gerir alla menn rómantiska á kostnað skynseminnar, eða svo lijala þeir sunnanmenn, og meina vist að þeir séu fœrir um að dæma. — Og upp úr öllu þessu kemur rómantíkin þín? ■— Þú þarft ekki að spyrja svona eins og asni, ■maður, það gefur augaleið. — Heyrðu annars, á ekki kvenfólkið helming- inrt i myndunum þinumf — Það er forheimskandi að tala við blaðamcnn. — Soof — Auðvitað hefur kvenfólkið áhrif á undirtón- i:m í mörgum málverkunum, en það er einfald- lega vegna þess, að maður verður að festa það hjá sér einlivers staðar, því það rennur frá manni á morgnana eins og vínið. — Hvar grófstu upp þennan mannalega tón í AUÐVITAÐ f — Hverslags eiginlega minnimáttarkend er þetta, sem kemur upp í Reykvíkingum, þegar þeir heyra talaða góða norðlenzku. Skárra vœri það nú hclvítið, ef maður þyrfti að leggja niður móð- urmálið til þess að maður skildist í Reykjavík. Uppi er á þér tippið drengur. mál og bendi honum því á mynd, sem hangir á Ég finn það á öllu að ekki bogar sig að deila við sjálfbyrgingslegan Akureyring um þessi veggnum. — Málar þú í sama stíl og er aftan á reikn- ingum frá Mjólkursamsölunni? —- Ég hef ekki séð bakhlið á reikningum fyrir gœðasmjör eða osta, máske er það eitthvað líkara því. Annars er ekki gerandi grín að þessu, þetta er geysi merkileg stefna þessi kalkipappirsismi, snnlega einstceð í heiminum. — Hvemig er með músikkina í myndunum þinum, er liún í blues stil, Wagner eða Strauss eða kannske eittlwað allt annaðf — Eins og ég sagði áðan, hefur kvenfólkið áhrif á undirtóninn í myndunum, þcss vegna verða þetta oftast lagleysur, i liœsta lagi einstaka falsk- ir tónar og bregður fyrir „liillí — billi“ hér og þar. Kristínn er með tjaltískán trefil og vQl óður og uppvœgur tala um utanreisur sínar. — Það er meiri djöfulsms dellan, sem drýpur úr þessum penna þínum, annars er það satt ég var í Edinborg hérna um árið. Það var ég í lista- háskóla og smakkaði bjór með gluggaþvottamönn- um og kolamorkurum. Þeir eru forkostulegar skepnur þessi Bretar, ég held, að þeir lifi bara, Kristinn Jóhannsson — sjálfsmynd. af því þeir eru svo vanafastir, að þeir geta ekki skipt úr eniu ástandinu í annað. Ég get séð það á forljótu fésinu á þé, að þú ert að reyna að tœla mig út í landhelgisdeiluna, en ég neita að tala um þorska. — Annan eins kjaftliák hef ég aldrei komist í kast við. —■ Eftir að hafa séð brezkt kvenfólk skil ég það mœtavel, að þeir skyldu vilja veiða íslenzkt kvenfólk. En þeim er ekki alls varnað, bjórinn er ágœtur og drekkandi er wiskíið þeirra. Kristinri Jóhannsson er fœddur i Dalvík vetur- inn 1937 eins og fyrr greinir. Hann lióf snemma að leggja stund á málaralist og hefur liáldið tvær sýningar norður á Akureyri. Tvo vetur hefur hann dvalist í Edinborg við nám í listaháskóla þar og er nýlega kominn heim þaðan. Kristinn er teikn- ari fyrir Vikuna og hefur gert nokkrar kápur meðál annars þá, er mi birtist. Hann sýnir í glugga Morgunblaðsins, og hafa myndir hans þar vakið verðskuldaða athygli. Kristinn mun hafa í hyggju að hálda sýningu á verkum sín- um í Reykjavík nœstkomandi haust. SPAUS 1 Arnarholti var í tíð Sigurðar Þórðar- son, sýslumanns, gömul, ógift vinnukona, Guðrún að nafni. Þótti hún frekar einföld og hjákátleg, svo alsiða var að hafa hana sem skotspón fyrir fyndni heimamanna og gesta. Þar var þá um skeið sýsluskrifari Þórður Lárusson. — Einn dag, er margir voru viðstaddir, snýr Þórður sér að Guðrúnu og segir: — Hefur þú aldrei eginazt barn, Guðrún niín ? Guðrún þegir við og ætlar sýnilega að komast hjá svari. En Þórður ítrekar spurn- inguna, svo Guðrúnu er eigi auðið undan- komu. Þá lítur gamla konan upp og segir hægt og stillt: — Það eru ekki allar ferðir farnar til fjár, Þórður minn. Þórð setti hljóSan. Kjarval cr þekktur að skrjngilegheitum og undarlegri hátterni. Hann gengur tíðla um götur bæjarins með handklæði á herð- um og kastar þorskhausum í „þorskhausa", sem tefja hann frá listiðju. Fyrir nokkru var verið að selja málverk eftir hann á upp- boði og var listamaðurinn viðstaddur. 1 eina myndina voru boðnar 6.500 krónur. Þá drynur við í salnum dimrnur rómur Kjarvals: „Sexþúsund fimmhundruð og tíu aurar.“ A legsteini í kirkjugaði einum norðm- lands stendur svolátandi grafskrift: Hér hvílir mín heittelskaða eiginkona, G. J. Hún var engill. Eftir hana mun ég aldrei nokkra huggun hljóta. Hér hvílir líka mín heittelskaða önnur eiginkona. Hún var líka cngill. Eggert Stefánsson, söngvari, hélt ein- hverju sinni söngskemmtun hér í Reykja- vík og bauð Kjarval að koma á skemmt- ur.ina. Kjarval þáði boðið með þökkum, og þar eð hann fékk tvo aðgöngumiða bauð hann Óla T.faggadon að koma með sér og hlýða á Eggert. En er skemmtuninni var lokið, og þeir Óli og Kjarval eru að fara, vindur sér maður einn ða Kjarval og spyr, hvernig honum hafi þótt Eggert syngja. Þá svaraði Kjarval: . — Vini mínum, Ólafi, þótti hann ágætur'. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.