Vikan


Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 22
— „Miki’asskoti var nú annárs gaman hérna í gamla daga“ segja gamlir menn þegar þeir ræða um leikhúsferðir sínar „í gamla daga“. I>á sá maður nú leikið af hjartans sannfæringu, og þá höfðu leikararn- ir mikið gaman af að vera að leika. Núna er þetta allt saman orðið svo skratti fínt, maður getur ekki lengur hlegið af óhöppum því það koma engin óhöpp fyrir, hvorki viljandi eða óviljandi.“ „Og hvernig var það svo i gamla daga? Fyrst við erum farnir að skrifa viðtöl um óhöpp manna, væri ekki úr vegi að ræða við mann sem hefur kynnst leiklistinni, eins og hún var „í gamla daga“ og eins og hún er núna, þegar „allt saman er orðið svo skratti fínt“. Og við biðjum Ævar H. Kvaran leikara að rabba við okkur stundarkorn og segja okkur frá 6- höppum sínum og annarra í „gamla daga" og einnig viljum við vita hvort óhöppin hafi horfið eða minnkað. — Það er sjálfsagt rétt að óhöpp- fn hafí minnkað. Óhöppin sem koma fyrir á leiksviði eru eiginlega þrenns- konar. Fyrst og fremst ófyrirsjáan- leg óhöpp svo sem það, að leikendur þurfa allt í einu að leika í kolsvarta myrkri vegna þess að rafmagnið hef- ur bilað, í öðru lagi, óhöpp sem stafa af ónógum undirbúningi. Og þá mínnist maður orða Vilhjálms Stef- ínaaonar hins ágæta landkönnuðar, ,,bað Ienda ekki aðrir en viðvaning- ar í ævintýrum á ferðalögum". Þess- vegna koma þesskonar „óhöpp“ frem- ur fyrir hjá „amatörum” í leiklist- inni. Eitt sinn stóð í þjóðkunnum leik- ara á sviði. Við skulum kalla hann Jón. Hvíslarinn hvíslaði án afláts, þangað til hann stóð á blístri, en án árangurs, því leikarinn var ekki aðeins búinn að steingleyma setn- ingunni, heldur heyrði hann illa. Að lokum var svo komið, að allir leik- húsgestir frá fyrsta bekk til hins aftasta, vissu hvað leikarinn átti að segja, en ekkert rofaði til í kollin- um á honum, og leikarinn reyndi að fylla í eyðurnar með margvíslegum humm-um og ha-um. Loks brást ein- um meöleikaranum þolinmæðin og hann gekk til Jóns og sagði stundar- hátt: „Heyrðu Jón, Súfflörinn vill tala við þig." Sum óhöpp sem fyrir koma á leiksviði geta stafað af hreinum prakkaraskap og er til klassískt dæmi um það. 1 gamla daga var Báran eitt aðal- samkomuhús bæjarbúa og stóð það hús við norð-vesturenda tjarnarinn- ar. Eitt sinn efndi eitt af knatt- spyrnufélögunum í bænum til leik- sýningar og flutti Skugga-Svein. Þekktur borgari lék aðalhlutverkið, Skugga-Svein. Sá var Ijóður á, að leikarinn hafði gerfitennur og var vanur að taka þær út úr sér í hléum, til þess að hvíla sig. Þegar leikarinn ætlaði inn á sviðið eftir eina slíka hvild, fann hann ekki tennur sinar. Var nú upphafin leit mikil en ekki fundust tennurnar. Ekki dugði að hætta við sýninguna og varð Skugga- Sveinn að halda áfram leiknum, tann- laus. Þótti framsögn hins hamramma Skugga-Sveins í meira lagi furðuleg í þeim atriðum, sem á eftir fóru, og vakti þetta vitanlega mikla kátínu leikhúsgesta. Auðvitað höfðu tveir prakkarar ÞAÐ er nú liðin sú tíð, þegar menn fóru í leikhús, bæði til þess að skemmta sér við efni leiksins og fluttning, og sjá leikarana skemmta sér. Þegar leiklist hérlendis tók að þróast frá frum- stæðum tilraunum og verða list í landinu, hvarf jaí'nframt að. mestu nokkuð, sem svo mjög einkenndi leikhúslífið. OHOPP! Spjallað við Ævar R. Kvaran meðal leikenda tekið gerfitennurnar og falið. Það var nefnilega þannig, að í þá daga áskildu leikararnir sér rétt til að skemmta sér ekki síður cn leikhúsgestum. Mér er enn minnisstætt, þegar ég í fyista hlutverki mínu var skúrkur- inn og var að halda þrumandi pré- dikun yfir verkalýðnum. Ég stóð á miðju leiksviðinu þegar allt í einu féll i höfuð mér stórt kerti úr ljósa- krónu. Mér brá auðvitað illilega við, en komst þó klakklaust í gegnum ræðuna. En mikið gaman hafði ég að því, þegar kunningi minn einn, hitti mig á götu daginn eftir og sagði: „Mikið skolli var þetta gott hjá þér í gærkveldi, en segðu mér eitt, hvern- ig farið þið að því að láta kertið detta á hausinn á þér?“ Það er nú svo með óhöppin á leik- sviði, að áhorfendur vita sjaldnast hvenær þau koma fyrir, leikhúsið er svo þrungið margvíslegum brögðum og óvæntum atvikum, að menn verða að gjörþekkja leikritið til þess að koma auga á óhöpp. Þegar ég setti á svið Hringinn eftir Maugham, kom það eitt sinn fyrir að öll ljós slokkn- uðu okkur að óvörum. Ekki dugði að leika í myrkri, og svo vel vildi til, að á sviðinu var kertastjaki og pauf- aðist ég í myrkrinu að honum og kveikti á kertunum, og við lékum síðan sem ekkert hefði í skorist við kertaljós. Síðan ég fór að starfa i Þjóðleik- húsinu hefur varla hent mig óhapp, þó minnist ég eins, sem hefði getað farið verr. Það var verið að leika Kátu ekkjuna. Rétt fyrir lokin átti „þjónn" minn að koma inn á sviðið, og þegar markorð hans var sagt, kom hann ekki! Atriðið er þannig byggt upp, að ekki er hægt að ljúka því án hans. Ég fór út af sviðinu og kallaði á hann og það hvað eftir annað, en ekki kom þjónninn. Loks varð sviðsmönnunum ljóst, að mann- inn vantaði og hófst þá leit að hon- um. Ekki fannst hann fyrr en eftir 2 til 3 mínútur, og á meðan varð ég að fylla þögnina með orðum frá eig- in brjósti, en að gera slíkt á leik- sviði í tvær mínútur er mjög erfitt og mínúturnar eru geysilega lang- ar, og ekki má raska samræmi leiksins. Einhvernveginn tókst þetta nú samt, en þegar þjónninn loksins kom, notaði ég tækifærið og húð- skammaði hann, en „þjóninum" brá svo við það, að hann ætlaði aldrei að fá málið. Þó er ég þess fullviss að enginn í salnum tók eftir því að nokkuð væri að. Stundum geta óhöpp orðið alvar- legs eðlis. 1 sjónleiknum „Dauðinn nýtur lífsins", sem sýndur var í Iðnó gömlu, lék Gestur Pálsson aðal- hlutverkið. Þega óhappið kom fyrir, voru þau Gestur og Þóra Borg að leika mjög sterka ástarsenu. 1 miðju atriði féll ofan úr loftinu Ijóskast- ari af stærstu gerð og munaði feti að hann félli í höfuð þeirra, og er ég þess fullviss að ef hann hefði lent á þeim, hefði það orðið þeirra bani. Mér til mikillar furðu héldu þau áfram leiknum eins og ekkert hefði í skorist og luku við atriðið. Þegar því var lokið fór Gest- ur út af sviðinu en átti að koma rétt strax inn aftur, og þegar hann kom ætlaði hann varla að geta tal- að, en komst þó í gegn um hlutverkið heilu og höldnu. Það, að fara út af sviðinu augnablik, hafði orðið til þess að eftirköstin komu í ljós. Já, þetta hafði nú Ævar Kvaran um óhöppin að segja. LEIKARINN vinnur erfitt, skap- andi verk, og eins og öðrum dauðlegum mönnum eru honum mislagðar hendur. Hann verður að leika, hvort sem honum líður vel eða illa, andlega eða líkamlega. At- vinna hans er samstarf margra manna og mikið er í húfi ef einn hellist úr lestinni. Enginn, sem situr í þægilegu myrkrinu í salnum hvarfl- ar að þvi hugsun eitt augnablik, að leikarinn er aðeins maður. Það eru gerðar til hans miklar kröfur, kröf- ur oft án sanngirni. Sérstakir menn hafa það hlutverk með höndum að dæma frammistöðu hans, og þeir, af eðlilegum rökum, taka ekkert tillit til þess hvort hann leikur af mikilli og ferskri gleði eða hvort sorgin býr í hjarta hans. Þeir dæma aðeins það sem þeir siá. Það gerir allur almenn- ingur einnig, en við skulum líka minnast þessa, að leiklistin veitir þessum mönnum af náð sinni — eitthvað —1 eitthvað sem er svo erfitt að útskýra hvað er, en gerir það að verkum, að eins og hermaðurinn heldur hiklaust áfram skyldustörfum sínum, þótt tortíming vofi yfir, þann- ig heldur leikarinn áfram að leika, hvað sem á dynur, minnugur og upp- alinn í anda hins miskunnarlausa orðtaks leikhússins: THE PLAY MUST GO ON. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.