Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 11
Ófre&kjan
höltinni
Smásaga eftir Gauju
„Auðvitað kaupum við höllina"!
— hrópaði Júlietta tengdamamma,
— og veifaði stóru grænu umslagi
fyrir framan nefið á Jean tengdasyni
sinum.
„Tjr því við fengum peningana
megum við ekki láta svona gott
tækifæri ganga okkur úr greipum".
„Höll!“ — stundi Jean og þurrkaði
stóran svitadropa af gáfulegu enn-
inu. „Hvað eigum við að gera við
höll? — Eigum við ekki yndislega
húsið okkar og ekki væsir um þig i
nýju íbúðinni þinni."
„Heldur þú ekki að höll væri veg-
legur rammi um fögru konuna þína
hana Francoise, og þá gæti ég líka
alltaf búið hjá ykkur, — og mig hef-
ur alltaf langað til að búa í höll“ —
rausaði tengdamamma Julietta — og
skáskaut grænu augunum sínum á
Jean.
Jean stundi. Því þurfti nú blessað-
ur öðlingurinn hann André föður-
bróðir hans að fara að deyja núna
og arfleiða hann að öllum aurunum
sinum. — Og nú heimtaði tengda-
mamma höll! —
Jean var fulltúi i franska stjórn-
arráðinu og bjó i Parísarborg. Hann
var rúmlega fimmtugur, hár og
grannvaxinn með mikið svart hrokk-
ið hár sem var farið að grána í
vöngunum. Andlitið var • frítt — en
ákaflega fölt — og yfir hægri kinn-
ina var langt ör — eins og regnvot-
ur ánamaðkur — og hægra eyrað
vantaði. Þessi heiðursmerki hafði
hann hlotið fyrir hraustlega baráttu
fyrir velferð lands síns í fyrri heims-
styrjöld.
Faðir hans hafði verið málaflutn-
ingsmaður í Lyon — silkiborginni
fögru við Rhone fljótið. Þegar Jean
sem var einbirni var níu ára fórust
foreldrar hans í bílslysi, og einasti
ættingi hans Andre föðurbróðir hans
og Valetta konan hans, tóku hann
til sín. Og þar sem þau voru barn-
laus elskuðu þau drenginn og reynd-
ust honum sem beztu foreldrar.
Andre átti lítið leirkeraverkstæði í
Montelimarborg suður i Dromedaln-
um, Jean elskaði leirker frænda
síns. Hann var mjög listhneigður
málaði, spilaði og söng fagurlega,
var hlédrægur, frekar feiminn og var
kcminn fast að fertugu þegar hann
á listsýningu í París hitti Francise,
það var ást við fyrstu sýn, og Jean
hlakkaði til að færa hana heim í
Dromedalinn til Andre og Valettu.
En tengdamamma Julietta sagði nei.
Ætti svona gróðurhúsplanta að hýr-
ast á leirkeraverkstæði — nei ekki
aldeilis. Hún átti heim í höfuðborg-
inni. Og aumingja Jean varð að yfir-
gefa allt sem hann áður elskaði og
fá sér atvinnu I París. Og nú höfðu
þau verið gift í tíu ár og áttu fimm
yndisleg börn.
Einasta sorgin í sæluhimni þeirra
var tengdamamma. Julietta vildi öllu
ráða, og herjaði ríki þeirra eins og
rauður boli. Tengdamamma Julietta
var frá St. Malo. Faðir hennar var
skútukarl og sigldi á Islandsmiðum,
og ennþá mundi hún sögurnar um
hvítu eyjuna í kalda úthafinu •—■ um
háu hrikalegu fjöllin með hvitu nátt-
húfurnar um löngu mjóu firðina, um
veðurbörðu þrautseigu Islendinga og
litlu árabátana þeirra og fallegu ís-
lenzku konurnar og góðu smjörkör-
urnar og mjúku sjóvettlingana þeirra.
Þegar Julietta, sem var elzt af
níu systkinum, fór hún að vinna fyrir
sér. Hún komst sem stofustúlka hjá
ríkum markgreifa í nágrenninu og
fallegi sonurinn hann Franco felldi
ástarhug til hennar. Það voru sæl-
ustu stundirnar í lífi aumingja Juli-
ettu, þvi þegar markgreifafrúin
móðir hans komst að hvað skeð hafði
rak hún telpuna burt með harðri
hendi. Grátandi kom hún heim í fá-
tæka fiskikofann, og skömmu seinna
giftist hún fyrir milligöngu föður
síns — Pierre. Hann var líka skútu-
karl, langur og slánalegur og þegar
hann gekk, hneig hann niður í
hverju spori, eins og hann væri alltaf
að stíga ölduna. Pierre hafði aldrei
elskað neitt nema flöskuna, og and-
aðist með eina i faðminum rétt eftir
brúðkaupið.
Skömmu seinna fæddi Julietta
dóttur, og flýði með hana til Parísar-
borgar. Hún fékk atvinnu við sauma
í frægu tízkuhúsi í Lafayette,
og þar sem hún var ákaflega fögur
varð hún fljótt sýningarstúlka, og
um langt skeið einhver fegursta í
Parisarborg.
Francoise litla sem mest ólst upp
í andrúmslofti tízkuhússins varð
tizkuteiknari.
Tengdamamma Julietta sem ennþá
var mjög glæsileg kona átti eina
sorg. Taugaveikisfaraldur hafði
hrifsað til sín fallega hárið hennar,
og geysistór gulgrá hárkolla trónaði
yfir vel snyrtu andliti hennar.
„Eigum við að búa í höll?“, spurði
Andre níu ára drengur, fallegur og
lifandi eftirmynd föður sins. „Eru
þar draugar og afturgöngur,“ hélt
hann áfram og horfði spurningaraug-
um á barónsfrúna. „Eru þar nunn-
ur klæddar í silkiföt með hálsfestar
og eyrnalokka," spurði Valetta, átta
ára falleg hnáta með mikið af
svörtum krullum.
„Eru þar riddarar i brynjum með
sverð og spjót," spurði Jean sjö ára
og veifaði heimagerðri tréskamm-
byssu yfir höfðinu.
„Ég vil heldur heyra sögu um úti-
legumennina í ódáðahrauni," sagði
René litli fimm ára — og horfði von-
araugum á barnfóstruna.
En Mary litla Clodi sagði ekkert.
Hún horfði á barnfóstruna og syst-
kini sín fagurbláum augum, og nag-
aði í ákafa grjótharða fjólurót —
sem tengdamamma Julietta sagði að
væri svo gott fyrir tennurnar.
Og höllin var keypt, þá var hægt
að fá nógar hallir í Frakklandi. Hún
var í litlu héraði suðvestur af Paris.
Vinstri álman var alveg ónýt hún
var skökk og skæld með hlerum fyr-
ir gluggum, miðálman var skárri en
þó ekki íbúðarhæf og upp úr hennl
miðri gnæfði mikill og voldugur
turn og efst uppi grillti í ofurlitla
glugga, eins og sorgbitin augu, sem
full örvæntingar horfðu út í veröld-
ina og sögðu: „Ef þú hefir séð það
sem ég hef séð.“
Álman til hægri var sæmilega íbúð-
arhæf. Á miðri hlið voru skrautlegar
útskornar dyr og í horninu til hægri
rétt fyrir innan hliðið voru mjóar
dyr með glerrúðu í og smákompu
fyrir innan, ætlað fyrir dyravörð.
Já, dyravörð, ekki var hægt að búa
í höll nema hafa dyravörð — hver
átti annars að opna hliðið.
Tengdamamma Julietta kunni ráð
við því. Á sinni löngu þrautagöngu
um veröldina hafði hún kynnst Greg-
ory.
Gregory var framleiddur af sam-
vinnu Kínverja og ástralskar gleði-
konu. Hann var lítill en ákaflega
feitur. Andlitið var stórt gult og
gárótt, eins og skán ofan á soðnum
rjóma. Á kollinum var ekki sting-
andi strá aðeins í hnakkanum sást
hingað og þangað tjas — eins og á
illa rakaöri gæru. Gregory var færð-
ur í gamla hermannatreyju af Jean
sem var víklcuð með mislitum bönd-
um, og fjólublái flauelsishatturinn
hennar tengdamömmu Juliettu var
skreyttur með logagylltum borðum, og
svo var Gregory troðið inn í varð-
kompuna og átti að passa að opna
hliðið.
Jean hallareigandinn var orðinn
þögull og þungbúinn. Hann kom
seinna heim frá vinnu sinni í París-
arborg. Og fallega hallarfrúin hún
Francoise leið um eins og skuggi.
Hún var lítil og grönn og ákaflega
fcgur og enginn vildi trúa að hún ætti
þessi fínu fallegu börn, að hún væri
ekki bara elsta systkinið. Hún sat
oftast upp í stóra hornsalnum á efri
hæðinni og teiknaði eða málaði. En
þegar hún heyrði hóstastunurnar í
gamla bílskrjóðnum hans Jeans kom
hún hlaupandi eins og krakki og
lil ióp upp um hálsinn á honum og
kúrði sig eins og hræddur kjúkling-
ur sem biður um vernd.
Tengdamamma Julietta Ijómaði af
ánægju og kvalcaði eins og froskur.
„Við eigum höll — blessuð komið og
heimsækið okkur. — Við búum I
höll, hrópaði hún í símann allan
daginn.“ Og bíll eftir bíl af prúð-
búnu Parísarfólki kom að skoða höll-
ina.
Tengdamamma Julietta átti marga
kunningja, „Mon Piie! — Guð minn
— quelle malheur — því lík ógæfa!“
Rumdi Valetta gamla eltkjan hans
Andre föðurbróður, og hrukkur milli
augnanna á henni urðu dýpri og
dýpri.
Hún var orðin hallarstjóri, um-
sjónarmaður, innkaupastjóri og
kokkur. Hún var lítil og feit með
stórt rauðbirkið andlit. Hárið var
mikið og gulgrátt, var hróflað i stór-
an hnút upp á höfðinu sem hallaðist
ískyggilega undir hinum ýmsu svip-
brigðum hennar, og minnti á illa
hlaðna heysátu í stormi. En augun
voru fagurblá og geisluðu af ástríðu-
legri umhyggju, þegar hún leit á
ungu hjónin og börnin. En ef tengda-
mamma Julietta var nálægt urðu þau
ísköld og ógnandi, og svörtu hárin
sem áttu sér gróðurreit á efri vör-
inni stóðu beint út í loftið — eins og
á broddgelti sem býst til varnar.
Börnin og barnfóstran fóru í rann-
sóknarleiðangur á hverjum degi.
Hallarsíkið var löngu þornað upp,
hér og hvar glitti i skítugan poll
eins og i gamalli mógröf. Eldgamall
fioskur stakk höfðinu upp og hallaði
undir flatt og horfði á börnin með
spekingssvip eins og hann vildi segja:
„Ef þið vissuð það sem ég veit!“
Vindubrúin var löngu horfin en
þykkir trébjálkar voru yfir síkið.
Hliðið var brotið að ofan og ískraði
og hvein við hverja hreyfingu. Gamla
Framhald á bls. 18.
VIKAN
11