Vikan


Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 4
Skrifaö í eldinn Það vai' um miðjan vetur og hús frú Durkin var kalt, rakt og gleðisnautt. „Mamma, þú ættir að kynda dálítið," sagði Mike, þar sem hann sat klæddur ullarpeysu í eldhúsinu á neðri hæðinni. Enda þótt Mike kallaði frú Durkin „mömmu", var hún alls ekki móðir hans. Nokkrum árum áð- ur, þegar foreldrar hans höfðu farizt í bílslysi, þótti eðlilegt og sjálfsagt að hann skyldi búa hjá föðursystur sinni, sem var ekkja. Það var ekki aðeins sjálfsagt heldur og nauðsynlegt, því að þar var enginn annar. Frú Durkin var ekki sérlega hrifin af þessari byrði, en hún gat svo sem ekkert gert. Frú Durkin leit sakleysislega upp frá kartöfl- unum, sem hún var að flysja: „Þú ættir að gera þér far um að venjast kuldanum,“ sagði hún. „Þú verður kallaður í herinn einhvern næstu daga. Hugsaðu þér, ef þú færir nú til Rússlands eða þangað, sem Japanirnir eru.“ „Ég er ekki aö kvarta," sagði Mike. „Eg þoli kulda, en hvað um krakkann uppi á lofti. Þú veizt, að hann hefir verið veikur og slái að hon- um, getur vel veriö, að hann leggist aftur. Stjórn- in er ekki að biðja neinn um að drepast úr kulda.“ Frú Durkin hnykkti til höfðinu. Enda þótt Mike vildi tæplega viðurkenna það fyrir ‘ sjálfum sér, þá vissi hann vel, að frænka hans sparaði ekki eldsneytið af föðurlandsást; Hún hafði alla ævi verið hræðilega nizk. Þess vegna hafði Mike ekki notið meiri menntunar. Þegar hann var sextán ára, útvegaði hún atvinnuleyfi og setti hann í vinnu hjá nýlenduvöruverzluninni á horn- inu, en þar verzlaði hún. Mike hafði aldrei notið þess unaðar að opna umslagið með laununum sjálfur. „Mamma" gerði það fyrir hanri. En þrátt fyrir þessa örðugleika hafði Mike komið sér áfram. Hann hafði gengið í kvöldskóla, var orðinn útlærður rafvirki og var nú vel laun- aður. Og nú myndi hún ekki fá neina peninea vikulega framar — eftir að hann hafði verið kallaður í herinn — gamla konan var að ganga af göflunum. Þau höfðu rifizt heiftarlega nokkr- um sinnum, þegar „mamma" Durkin heimtaði, að Mike yrði að gefa hana upp sem ómaga og ao hann yrði kyrr að vinna fyrir henni. Mike sagði NEI. Ef föðurland hans þyrfti á eftir Flerence Mclntyre h'num að halda og kallaði hann í herinn, þá ætlaði hann að fara — rétt eins og hver annar. Og nú myndi hann vera innritaður eftir fáa daga. „Mamma" hafði einnig barizt mikið gegn ósk Mike um að giftast Ann Quinn, góðri og laglegri s.úiku, dóttur nágrannans, sem þau lengi höfðu þekkt. Eftir þvi sem tíminn varð naumari, varð Is'ike s'fcllt ákveðnari í því að giftast Ann, því aíí hann áleií, að jafnvel tíu daga hjónaband gasti vcitt þeim „eitthvað stórkostlegt", hvað sem á gengi. Þess vegna hafði hann skrifað Ann svo ákyeðið bréf. Og þess vegna beið hann svo óþol- innióður eftir svari við bréfi sínu, sem hafði að gcymd hans leyndustu þrár og tilfinningar. Ann hafði einnig orðið við kalli föðurlands síns. I-Iún hafði gerzt sjálfboðaliði sem hjúkrunarkona í stóru sjúkrahúsi í Baltimore. Mike sá hana fyrir sér í hvíta búningnum, svífandi um sjúkrastof- urnar — hina yndislegu, hrífandi og fjörlegu stúlku, sem gat komið öllum í gott skap með bros- inu einu. En, hvers vegna hafði hún ekki svarað bréfinu? Hvers vegna? Aðeins tíu dagar eftir? Mike leit upp úr blaðinu, sem hann var að lesa og horfði tortryggnislega á föðursystur sína. „Ertu viss um það, „mamma"," spurði hann, ,,aö ekkert bréf hafi komið í þessari viku?“ „Ekki hef ég séð neitt," sagði hún og horfði beint framan i hann. „Og ef þú býst við einhverju frá þessari stelpu í Baltimore, piltur minn, þá hefir hún áreiðanlega gleymt þér. Þú veizt, ný andlit, nýir duttlungar!" Hún hló köldum hlátri. Frú Durkin var að ljúga að drengnum af ásettu rá. i, á svívirðilegan hátt. Bréfið frá Ann var komið. í bréfinu stóð, að hún myndi giftast hon- um hvenær sem var, og einnig hvar og hvenær hann skyldi hringja til hennar til þess að gera frekari áætlanir. Já, frú Durkin kom því bréfi fyrir kattarnef, eftir að hún hafði lesið það aft- ui- og aftur. En hún hringdi sjálf til Ann. „Já, elskan," sagði hún við stúlkuna, sem var steinhissa. „Mike er í hernum núna. Hann skrif- ar þcr kannske, þegar hann er búinn að koma scr fyrir . . . en þú skilur, elskan, þessir strákar í hernum . . . ný andlit, nýir duttlungar." Illgirnin sauð í gömlu konunni, þegar hún lagði heyrnartólið niður. „Kaupgreiðsla frá hern- um, ef cinhver vei'Our, skal renna í minn vasa,“ sagði hún glottandi. Nú sat hún þarna beint á móti Mike, og rif jaði þctta allt upp. Hún virti hann ísmeygilega fyrir scr. Þcssi stóri, sterklegi og rauöhærði strák- rr var vissulega ástfanginn. Hann var ungur og þctta liði hjá. Mike stóð upp og gekk fram og aftur á eld- húsgclfinu. „Er nokkuð að borða?" spurði hann. „Klukkan er farin að ganga sjö.“ „Svínslæri og blómkál, hreinasta kóngafæða." Frú Durkin fór að leggja á borð, en þá var barið að tlyrum og Bobby, hinn átta ára gamii strákur ofan af loftinu, gekk inn í eldhúsið. „Frú Durkin," sagði hann hæversklega, „hún mamma mín var að hringja og sagði, að hún kæmi seint heim úr vinnunni. Hún biður þig að gera svo vel að gefa mér eitthvað að borða. Hún ætlar að borga þér á morgun." „Sjálfsagt," sagði Mike og brosti við drengn- um. „Þú ert heiðursgestur á heimilinu." „Auðvitað gef ég þér að éta,“ sagði frú Dur- kin. „Og hún mamma þín þarf ekki að borga fyrir það. En þú verður að vinna fyrir mat þínum eins og hann Tommy litli Tucker." „Þarf ég að syngja?" „Nci,1 ‘ útskýrði frú Durkin. „Þú skalt hlaupa niður í kjallara og tína upp ruslið, sem þar er. Hérna er snærið og þú átt að binda það allt sam- an. Á morgun seljum við öskukörlunum það.“ Mike fylltist viðbjóði, en sagði ekkert. Bobby kom aftur eftir dálitla stund. „Jæja," sagði Mike og benti til drengsins, „ég held, að þú hljótir að vera óhreinn um hendurnar Framliald á bls. 23. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.