Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 26
hundruð krónur, ef hún kyssti
sig rembingskoss með hverri.
Svo fékk strákur krónumar
og kossana vel mælda, því að
drottning var ekki svo spör á
þeim.
Nú bindur hún við sig pípuna
og ætlar svo sem að gæta að
henni, en ekki gengur henni bet-
ur en hinum fyrir því, og þegar
hún kemur heim er pípan horf-
in, og strákur kemur með með
alla hérana um kvöldið, eins og
það væri kindahópur.
„Þetta er allt saman kák,
það dugir líklegast ekki annað
en að ég fari sjálfur til þess að
ná af stráknum þessu pípukríli,“
segir kóngur. Og þegar Ásbjörn
í öskustónni er nýlega farinn
með hérana morguninn eftir,
fer kóngur á eftir honum og
finnur hann í sömu brekkunni,
Það fer vel á með þeim, og
strákur sýnir honum pípuna og
blæs í báða enda á henni. Kóngi
þótti pípan góð og sagðist endi-
lega vilja kaupa hana, þó að hún
kostaði þúsimd krónur.
„Já, þetta er nú pípa, sem
vert er um að tala, og ekki er
hún föl fyrir peninga. En sérðu
gráa hrossið þarn aniður frá?“
segir strákur og bendir út í
skóginn.
„Jú, ójú, það er hún Grána
mín,“ segir kóngur. „Ætli ég
þekki hana ekki svona hér um
bil.“
„Jæja þá,“ segir strákur. „Ef
þú lætur mig hafa þúsund krón-
ur og kyssir svo gráu hryssuna
þarna hinum megin við stóra
furutréð niðri í mýrinni, skal ég
láta þig hafa pípuna mína.“
„Er hún þá ekki föl með
öðru móti?“ spyr kóngur.
„Nei, það er hún alls ekki,“
segir strákur.
„En ég má þó líklega leggja
silkivasaklútinn minn á milli?“
spyr kóngur.
Ásbjörn leyfir homrni það.
Tekur kóngur síðan við píp-
unni og stingur henni niður í
peningabudduna sína, lætur
hana svo í vasa sinn, hneppir
vandlega fyrir opið og labbar
af stað. En þegar hann kem-
ur heim og ætlar að taka upp
pípuna, hefur honum orðið sama
skyssan á og kvenfólkinu, því
að pípan er horfin.
Svo kemur Ásbjörn heim með
hérana um kvöldið og lætur
ekki á neinu bera.
Kóngur var nú orðinn bæði
hryggur og reiður út af því að
strákur hefur leikið á þau öll
í pípukaupunum, og kveðst
mundu láta drepa hann þegar
í stað fyrir vikin. Drottning
var á sama máli og sagði, að
bezt væri að hegna slíkum svika-
hrapp undir eins og hann væri
staðinn að ódæðinu.
Strákur segist ekki hafa gert
annað en þau hafi sagt honum
og viljað reyna að komast hjá
að verða húðflettur og settur
í ormagarðinn, svo að sér finn-
ist það hvorki réttmætt né vel
gert að lífláta sig fyrir það.
Kóngur segist þá skuli gefa
honum líf, ef hann geti logið
svo miklu, að ölgerðarkerið sitt
verði barmafullt. Ásbjöm í
öskustónni hélt, að það væri nú
hægur vandi, og ekki mundi sér
verða skotaskuld úr því.
Svo tók hann til máls og fór
að segja frá kerlingunni, sem
hann hafði fundið á leiðinni,
með nefið fast í viðarkubbnum.
Þegar hann er búinn með þá
sögu, gellur hann upp og segir:
„Einhverju verð ég að ljúga
í viðbót, ef kerið á að verða
fullt.“
Svo segir hann frá því, þegar
herbergisþerna kóngsins kemur
til hans í skóginum og falar af
honum pípuna, borgar honum
himdrað krónur og kyssir hann
hundrað kossa í kaupbæti. Svo
segir hann frá kóngsdóttur,
hvað hún haf ikysst sig vel fyrir
pípuna úti í skóginum, svo að
enginn hafi séð né heyrt.
„Einhverju verð ég að ljúga
í viðbót, ef ég að á fylla ker-
ið,“ segir strákur. Fer hann nú
að segja frá því, þegar drottn-
ing kom og bað um pípuna.
Hann segir, að hún hafi verið
sár á aurunum, en kossamir
hafi verið ríflega úti látnir, og
hún hafi vel kunnað að láta
smella í.
„Einhverju verð ég að bæta
við, ef kerið á að verða barma-
fullt,“ segir strákur enn
„Mér sýnist það nú vera orð-
ið sæmilega fullt,“ segir drottn-
ing.
„Ó, sussu nei,“ segir kóngur.
Þá fer strákur að segja frá
kóngi sjálfum, þegar hann hafi
komið út í skóginn til sín,
og svo minnist hann eitthvað á
gráa hryssu, sem hafi verið á
beit þar niðri í mýrinni. Svo
segir hann, að kóngur hafi vilj-
að fá hjá sér pípuna, „og svo,
og svo,“ segir strákur. „Ein-
hverju verð ég að bæta við enn,
ef kerið á að verða barmafullt."
„Hættu, hættu, strákur. Sérðu
ekki, að það flóir út úr kerinu?“
segir kóngur.
Kóngur og drottning héldu
nú, að það væri bezt að strákur
fengi dóttur þeirra og hálft
kóngsríkið með, það væri ekki
um annað að gera.
„Hún var svei mér ekki ónýt,
pípan sú arna,“ sagði Ásbjörn í
öskustónni.
Mesta og fjölbreyttasta úrval af erlendum teppum
fáið þér hjá okkur.
Þeir sem kjósa gæðin —
velja íslenzka
Wilton dregilinn...
Bezta og þéttasta fáanlega teppaefni sem
framleitt er hér á landi.
100% ull
• Litir og mynstur valið
af fagmönnum.
• Leggjum áherzlu á fljóta
og góða afgreiðslu.
Klæðum homa á milli:
Fúllkomin þjónusta:
TÖKUM MÁL
LEGGJUM NIÐUR
KIRKJUR - SKRIFSTOFUR
HÓTEL - VERZLANIR
ÍBÓÐIR - SAMKOMUSALI
TEPPI H.F.
Aðalstrœti 9. — Sími 1^190.
LlMUM SAMAN
26
VIKAN