Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 8
MORÐVEFUR
• Ný stutt og spennandi framhaldssaga •
„Foreldrar?“
„Hvorugt á lífi.“
„Nokkur böi'n?“
Hann brosti flóttalega og ég setti þetta bros
á mig. „Ég held að hann hafi átt dóttur," sagði
hann.
Ég þagnaði og kveikti mér í vindli og hugsaði
um þessa nýju hlið málsins. Málið var að verða
flóknara og flóknara.
Ef Barney hafði ekki látið eftir sig neina
erfðaskrá, myndi dóttir hans fá allt; lögum sam-
kvæmt. Ef hann arfleiddi ókunnan mann að öll-
um auð sínum, myndi ókunni maðurinn fá allt
og dóttirin ekkert; það var einnig lögum sam-
kvæmt.
En ef skyldmenn eða einhver hlutaðeigandi
hefði komið erfðaskránni undan, þá myndi arf-
urinn falla í skaut dótturinnar.
Og það var mikið í veði: Velhirt ferðamanna-
hótel í miðjum ferðamannastraumnum, sem þar
af leiðandi var vel sótt. Það fór að renna upp
fyrir mér ljós.
„Hverjir voru vottar að erfðaskránni auk yð-
ar?“ sagði ég.
„Næturvörðurinn uppi.“
Þetta var næstum of glæsilegt; þannig myndi
Mary Pilant og vinnuþegar hennar ein hagnast
á dauða Barneys. Ég hugsaði margt en sagði
ekkert.
„Þakka yður fyrir kunningi," sagði ég. „Þá var
ekki meira. Við sjáumst i réttinum."
Parnell hafði haft ýmsu að sinna þennan morg-
un; þegar hann sagði mér frá þvi, sem hann
hafði aðhafzt þennan morgun, trúði ég því tæp-
lega, að gamall og gigtveikur maður eins og
hann hefði getað afkastað svo miklu á svo
skömmum tíma.
Hann hafði komizt að því, að Barney hafði
verið ágæt skytta með alls kyns minni byssum,
þar á meðal rifflum, haglabyssum og skamm-
byssum, einkanlega kunni hann að fara með
skambyssur; að engin önnur gata lægi að eða frá
garðinum, þar sem íbúðarvagnarnir voru; með
öðrum orðum, Barney hafði logið, þegar hann
sagðist mundu aka Laura Manion heim eftir ann-
arri götu.
„Gott, Parn, gott; en hvað svo? Ég heyri það
á þér, að þú lumar á einhverju. Komdu með
það.“
„Nú kemur rúsínan," sagði hann. „Sjáðu til,
Polly, fyrir rétti verðum við að vera undir það
búnir að mæta kröfu, eða a. m. k. hindrun, frá
hendi saksóknarans, á þá leið, að Barney hafi
ekki nauðgað stúlkunni okkar í skóginum, heldur
hafi þetta orðið að nokkurs konar samkomulagi,
auk þess, að Barney hafi ekki barið hana til ó-
bóta við hliðið, heldur hafi maðurinn hennár gert
það fullur bræði og afbrýðisemi. Skilurðu hvað
ég á við?“
„Ojú,“ sagði ég alvarlegur í bragði. „Og þetta
hefur valdið mér töluverðum áhyggjum."
„Jæja, ég held ég sé búinn að finna gott meðal
við slíkum staðhæfingum. Tveir ferðamenn, sem
þarna hafa verið í næstum mánuð — gömul hjón
frá Akron — fóru héðan með ibúðarvagninn sinn
snemma í morgun. Konan lét þau orð falla, ósköp
blátt áfram, að hún vonaði, að nú myndi hún
hætta að fá martröð og gæti loksins fengið ær-
legan svefn.“
„Við hvern sagði hún þetta?“
„Við Lemon — það er gamli umsjónarmaður-
inn yfir garðinum, fulltrúi sýslumanns. Jæja,
Lemon spurði auðvitað við hvað hún ætti með
martröð. Og hún sagði honum án þess að blikna,
að hún vaknaði enn á næturna og þættist heyra
veinin í aumingja konuninni við hliðið."
„Ertu viss um, að hún hafi sagt við hliðið,
Parn,“ greip ég fram í fyrir honum. „Ertu viss?
Þetta er mjög mikilvægt.“
„Við hliðið,“ sagði Parnell ákveðinn. „Og klukk-
an nákvæmlega fimmtíu og níu mínútur yfir
ellefu leit hún á klukkuna. Ég spurði umsjónar-
manninn þrásinnis, hvort hún hefði sagt við
hliðið, og hann sagðist vera viss.“
„Parn,“ sagði ég, „þetta er svei mér notalegt.
Náðirðu í nöfn þeirra?“
Parnell sló lauslega á brjóstvasann. „Ég er
með nöfnin og heimilisfang. Þau eru þegar búin
að segja ríkislögreglunni sögu sína. Og þetta
ætti svei mér að koma í veg fyri allar tilraunir
saksóknarans til þess að koma allri sökinni á
eiginmanninn. “
„Komstu að einhverju öðru?“ spurði ég. „Ég
sé, að þú hefur eitthvað í pokahorninu.
Parnell gretti sig og varð alvarlegur á svip.
„Einmitt, Paul,“ sagði hann. „Það sem ég ætla
að segja þér kann að verða lykillinn að öllu þessu
fiókna máli. Ég á við Mary Pilant."
„Sástu hana líka?“ spurði ég.
„Já,“ sagði Parnell. „Ég sá hana. „Áður en ég
sá hana, ætlaði ég að flýta mér að segja þér það,
sem ég hafði grafið upp.“ Parnell þagnaði og
stundi þungan. „En þegar ég sá Mary Pilant
hvarf öll sigurgleði mín, og ég hafði enga löng-
un til þess að segja frá neinu. Hún er ósegjan-
lega yndisleg, það er hún.“
„Sleppum því, Parn,“ sagði ég gremjulega. „Að
hverju komstu?“
„Sleppum þvi?“ hrópaði hann næstum. „Polly,
þessi stúlka er himneskasta veran á jörðinni. Og
svo segir þú sleppum pví ? “
„Þú varst að segja mér, að þetta gæti orðið
lykillinn að málinu. Við skulum sleppa ástarlífi
þínu, Parn, og leystu frá skjóðunni.“
„Jæja,“ sagði Parn tregur. „Ég rakst á mynd-
arlegan ungan hermann úr deild Manions. Hann
sagði, að kvöldið áður en Quill var skotinn, hafi
hann ákveðið að ganga eftir ströndinni og synda
lítilsháttar.
„Jæja, hann var á gangi eftir ströndinni, einn
síns liðs og sokkinn í eigin hugsanir, þegar hann
hrasaði skyndilega. Hann kveikti á vasaljósi
sínu og sá einn undirforingjann liggja i sand-
inum og síðan kom hann auga á konu sem stóð
við hrauk af rekavið . . . Hann þóttist þar þekkja
hina yndislegu húsfreyju frá kránni í Thunder
Bay.“
„Mary Pilant,“ sagði ég. „Nei, heyrðu nú! Það
er ekki hægt að áfellast ungmenni fyrir að koma
saman niðri á ströndinni, Parn.“
„Það var ekki það,“ hélt Parnell þrákelknislega
áfram. „Það voru klæði þeirra —■ eða öllu heldur
klæðaskortur.“ Hann ranghvolfdi í sér augunum.
„Þau virtust ekki vera ýkjamikil."
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég
skildi enn ekki, hvernig þetta atvik, þótt krydd-
að væri gæti haft nokkur áhrif á málið.
Parnell hélt áfram. „Ég spurði hann, hvort
nokkur annar vissi um þetta — taktu nú eftir,
Paul: Hann sagði, að enginn vissi um þetta,
nema félagi hans í hernum, og hann hafði sagt
félaga sínum frá þessu yfir bjórglasi á bar
Barneys.
„Ég spurði, hvort barþjónninn hefði getað heyrt
þetta, og hann játaði loks, að það væri mögulegt,
vegna þess að nú mundi hann, að barþjónninn
hafði skyndilega farið frá barnum upp á næstu
hæð og skilið þá eftir eina.“
„Áttu við Parn, að barþjónninn hafi hlaupið
með þetta í Barney, og þá — þá hafi allt komizt
í uppnám?"
„Ég — ég veit ekki við hvað ég á,“ sagði
Parnell veiklulega. „Ég er bara að segja frá því,
sem ég heyrði.“
„En ef Barney hefur frétt þetta hjá barþjón-
inum, hversvegna hljóp hann þá ekki á eftir
hermanninum? Hversvegna að hefna sín á vesa-
lings sakleysingjunum Manion-hjónunum?“
Parnell baðaði út höndunum. „Ég veit ekki,“
sagði hann hægt. „Ef til vill hefur hann verið
reiður öllum hernum — vegna þess að hann var
að stela frá honum stúlkunni hans. Og þegar
hermannskona Laura Manion gekk inn á barinn,
beindi hann allri sinni hefnigirni að henni.“
Hann hristi höfuðið. „Ég veit ekki — ég er ekki
annað en gamall, drykkjusjúkur lögfræðingur —
og ég er hræddur um, að ég sé líka óþarflega
viðkvæmur.“
„Vissuð þér, að Barney Quill var prýðisgóð
skytta, einkum með skambyssum?“
Manion undirforingi og ég sátum enn hvor
andspænis öðrum á skrifstofu sýslumanns.
„Já, mér var kunnugt um það.“
„Þá vissuð þér, þegar þér fóruð inn á barinn,
að þér áttuð ekki við neinn viðvaning að etja?“
„Já, játaði hann fúll. „Ég bjóst við því, að
hann væri nokkuð fær.“
„En samt höfðuð þér nægan kjark, fífldirfsku
til þess að ganga inn til hans?“ sagði ég hálf-
spyrjandi.
Hann leit snöggt á mig. „Ekkert hefði getað
stöðvað mig.“
Skyndilega vissi ég, að ég varð að spyrja ann-
arrar spurningar. Svarið gat gert út um allt
málið.
„Ég ætla að spyrja yður spurningar,“ sagði ég
rólega, „og ég vil, að þér svarið mér hreinskiln-
islega. Ég krefst ekki annars en hreinskilnis
svars, og þér getið hugsað yður um, áður en þér
svarið.“
„Ágætt," sagði undirforinginn.
„Ef þér ætluðuð ekki að drepa Barney Quill
þetta kvöld, þegar þér fóruð inn á barinn, hvað
ætluðuð þér þá að gera?“
„Að — að taka í hann,“ sagði undirforinginn
hratt. „Að grípa hann og halda honum ■— að
taka fram fyrir hendurnar á honum.“
„Grípa hann og halda honum til hvers?“ spurði
ég næstum hvíslandi.
„Biða eftir lögreglunni, geri ég ráð fyrir. Ég
vissi bara, að ég varð að ná honum, áður en hann
kæmist undan eða kæmi mér fyrir kattarnef. Ég
varð blátt áfram.“
„Þakka yður fyrir, undirforingi,“ sagði ég.
„Þetta er víst fullnægjandi svar. Já, við verðum
vist að láta þar við sitja.“ Nú gat saksóknarinn
gert hvað sem honum sýndist.
Við höfðum verið að leita að ummælum um
„ómótstæðilegri hvöt“ í lagabókum mestan hluta
dagsins og kvöldsins. Ég hafði einbeitt mér að
Michigan-lögunum, og Plantell hafði blaðað af
mikilli nostursemi í gegnum aðra doðranta.
Til þessa hafði ég hvergi séð minnzt á þetta í
lagabókunum frá Micmigan. Parnell hafði grafið
upp fjöldann allan af almennum staðhæfingum og
skemmtilegum greinum um þetta, en engin þeirra
gaf okkur neina lausn á vandamáli okkar: hvern-
ig stóðum við lagalega séð?
Ég andvarpaði og gróf enn éina gamla }'yk-
fallna skýrslu fram og gekk aftur að borðinu,
sem þegar var þakið skruddum. Ég blés af henni
rykið og blaðaöi í henni. Ég var að renna yfir
heilmikla lagaþvælu frá nítjándu öld, þegar ég
rak skyndilega augun í setningu á gulum, þvæld-
um pappírnum, sem virtist skera sig úr hinum:
„Ef stefndur vissi ekki, að hann var að fremja
ódæði, eða ef hann hefði ekki haft afl til þess að
standast hvöt til að fremja athæfið. . . myndi
hann ekki heill á geðsmunum.“
Ég kyngdi, lokaði augunum og hristi höfuðið
og var í þann veginn að ýta bókinni yfir til Parn-
ell, þegar hann hálfreis á fætur og gaf frá sér
vein.
„Húrra!“ hrópaði hann æstur. „Fljótur, Polly
EFTIR
ROBERT TRAVEN
8
VIKAN