Vikan - 14.05.1959, Blaðsíða 15
HAN IV.
iur leiðtogi 20 milljóna
ðstrúarmanna
Grafhýsi Aga Khans líkist helst virki, þar sem það stendur eitt sér,
á gTÓðurlausu hæðardragi. Þaðan er gott útsýni yfir hina tignarlegu
Níl og dalinn sem hún fellur eftir, í hlykkjum og sveigjum. Fjöldl
manns var kraminn er þúsundimar reyndu að þrengja sér inn í bæna>-
húsið, til þess að fylgjast með lokastigi útfararhátíðarinnar.
trygginn á traust fólksins, en hann
veit, að sú tíð nálgast óðum, að hann
verður metinn eftir eigin verðleikum.
Hanward-stúdentinn.
Karim ber með sér, hvar hann
hefur hlotið menntun. Hann er sið-
fágaður heimsborgari, sem ber öll
beztu einkenni hámenntaðs aðals-
manns.
Saga (sérstaklega Austurlanda) og
heimspeki voru sérgreinar hans við
háskólann. Hann lagði einnig stund
á persneska menningarsögu. Aga
Khan III. hafði komið upp kennara-
stói í þeim fræðum við Harward-
háskóla. Einn af prófessorunum þar
lýsir Karim sem gáfuðum, alvöru-
gefnum en sérlega hlédrægum ung-
vm manni.
Hann hefur alltaf lesið mikið, frá
því hann byrjaði í skóla og um marg-
vísleg efni og er talinn hafa góðan
bókmenntasmekk.
Málamaður þykir hann góður. Tal-
ar ensku, frönsku og urdu. Iþróttir
hafa alltaf verið meðal áhugamála
hans. Þrátt fyrir það, hversu hlé-
drægur hann er, hefur hann verið
vinsæll af skólafélögum sínum og
bezti vinur hans frá stúdentsárunum
I Ameríku er John Stevenson, sonur
Adlai Stevensons, frambjóðanda
Demokrata til forsetakosninga. Þeir
hafa meðal annars átt það sameigin-
legt að alast upp án föðurlegrar um-
hyggju, því að John Stevenson er
einnig að mestu alinn upp hjá móður
sinni, þar sem þau eru skilin, faðir
hans og móðir.
Karim hefur aldrei haft mikil pen-
ingaráð frekar en stúdentar yfirleitt.
Hann hefur mestu óbeit á öllum upp-
skafningshætti og óhófi með fjár-
muni og er að því leyti ólíkur flest-
um Austurlandahöfðingjum, sem yfir-
leitt hafa verið hinir mestu óhófs-
menn.
Blaðadrengir selja minningarrit nm
hinn látna imam.
Þetta kemur sér líka vel fyrir
hann, því að hann er enginn auð-
maður. Eigur afa hans gengu ekki
að neinu leyti til hans. Það var fað-
ir hans Ali Khan og föðurbróðir hans,
prins Sadruddin, sem mestan arfinn
fengu og síðan Begun, ekkja Aga
Khan III.
„Mater salamat“
Yvette Labrousse, ekkja Aga Khan
III. er ávalt kölluð Begum, en það er
hindustanskt nafn, sem gefið er dótt-
ur, móður, systur eða eiginkonu þjóð-
höfðingja. Aga Khan IH. tilnefndi
hana eins og áður er sagt sem eina af
erfingjum sínum í arfleiðsluskrá sinni
og ennfremur sem eina af þeim, sem
Aga Khan eigi að taka sérstakt til-
lit til og jafnvel leita ráða hjá. Áður
hafði hann út nefnt hana sem „Mater
salamat" — sem þýðir heilög móðir
Ismailita, en þann titil hafa aðeins
tvær konur auk Yvette borið síðast-
liðnar þrettán aldir.
Þegar Aga Khan IV. var vígður,
kom upp sá orðrómur, að litil vinátta
mundi vera með þeim tveim, Aga
Khan og ekkju afa hans. Fékk þessi
orðrómur byr undir báða vængi, þeg-
ar Begum sagðist ekki geta verið við
krýninguna vegna þess, að hún hefði
fengið boðsbréfið svo seint í hendur,
en Karim sagði, að öllum boðsbréfun-
um hefði heldur seinkað vegna þess,
að ríkisstjórnin í Pakistan krafðist
þess, að krýningunni yrði frestað.
Begum fékk sitt boðsbréf ekki seinna
en aðrir meðlimir f jölskyldunnar, var
svar hans.
Sjaldan lýgur almannarómur.
Fyrir aðeins tveimur mánuðum var
hið smurða lík Aga Khans 3. flutt í
hið nýreista grafhýsi. Þetta stórkost-
lega granit — mausoleum, sem reist
er á þeim stað, er hann sjálfur valdi.
Mannfjöldinn, sem fylgdi honum
til hinztu hvílu, var svo fjölmennur,
að ómögulegt var að koma í veg fyrir,
að margir træðust undir.
Meðal þeirra, sem viðstaddir voru,
má nefna prinsa frá Pakistan, sheika
frá Jórdaníu ásamt fjölda austur-
lenzkra fursta og fyrirmanna víðs-
vegar að úr heiminum.
Þúsundir af Pílagrímum komu
langar leiðir að. Blaðamenn og ljós-
myndarar lentu í hinum ótrúlegustu
erfiðleikum og jafnvel mannraimum
við að safna fréttum og myndum af
því, sem fram fór handa umheimin-
um.
Kistuna báru ásamt fieirum Aga
Khan IV., bróðir hans Amim og
Sadruddin prins, föðurbróðir þeirra.
Alvarleg kyi’rð og virðuleiki ein-
kenndi þessa athöfn.
Aðeins eitt atriði var ekki sam-
kvæmt áætlun — þegar Aga Khan
IV. átti orðaskipti við hina fögru
ekkju afa síns og af miklum myndug-
leik aftók að hún fengi að koma fram
sem eins konar andlegur ráðgjafi
hans sjálfs við útförina, en þá kröfu
gerði hún, þar sem hann væri eftir-
maður hins framliðna manns síns.
Aga Khan IV.
Sá þáttur arfleiðsluskrár Aga
Khans III., sem fjallar um eftirkom-
anda hans í stjórnarstólinn hljóðar
svo:
Vegna þeirra stórkostlegu breyt-
inga, sem átt hafa sér stað í heimin-
um undanfarin ár, er ég sannfærður
um, að Ismailita-sambandinu muni
bezt vegna með þvi, að eftirmaður
minn sé ungur maður, sem tilheyrir
hinum nýja tíma og muni flytja með
sér boðskap þess, er koma skal.
Maður, sem hefur heilbrigðar skoð-
anir og hlýðir köllun sinni sem imam.
Stöðnun og þvergirðingsháttur er
andstætt okkar skoðunum og lifs-
venjum ....
Aga Khan IV. reynir að feta í fót-
spor afa síns, sem byrjaði á að koma
upp fræðslukerfi fyrir fólk sitt. Hann
er nú þegar tekinn til starfa í sama
anda.
1 villa Barakat tók Aga Khan IV.
á móti heillaóskum fólksins. HaiUi
talaði ensku, frönsku og urdu, eftir
því sem við átti hverju sinni.
Aga Khan á ekkert land, ekki einu
sinni landssvæði, en er samt valda-
mikill. Innan brezka heimsvéldisina
var gamli Aga Khan oft og mörgum
sjnnum kvaddur til ráða í heimsmál-
unum og öll aðstaða hans er sterh.
Þeir, sem spá fram í tímann, vænta
sér engu minna af Aga Khan IV,
VIKAN
15