Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 5
Hér er ein þeirra mynda, sem hvaö mesta athygli voktu, enda er
hún frábœrlega vel upp byggð. Hún lieitir „Hlýri á gogg“.
Kýr fara svo vel í islenzku
landslagi, segir Gunnlaug-
ur. Hann hefur litlu minna
dálœti á þeim■ en hinum veöurbitnu sjómönnum.
Mig vantar ekki inspírasjónir, ég hef nóg af
því. Það er að vinna úr því, það er aðalatriðið.
— Þú skreppur suður með sjó og flettir Zurbar-
an.
■— Já, Zurbaran er góður, hann er nauðsynleg-
ur. ’Ég vildi segja sem svo, að þegar ég mála, þá
mála ég ekki beinlínis með iitum og penslum, en
ég mála með verkum annarra. Það eru verk
annarra, sem verða heilladrýgst til þess að geta
gert eitthvað sjálfur. Maður þarf ekki að lenda
undir nein áhrif frá þessum mönnum eða velkj-
ast svona eins og eitthvert rekald fyrir ýmsum
stefnum, en maður getur notað það, sem aðrir
menn hafa gert, til þess að vinna við sínar eigin
myndir. En það er þetta með nútímann. Það er
svo ósköp mikið að gera: menn þurfa að fara í
leikhús, menn þurfa að lesa einhvern djöfuldóm
af' bókum og fylgjast með því sem gerist I pólitík
og allt það. Það getur veáð ágætt, en maður hefur
bara ekki tíma til þess, ef maður ætlar að hugsa
um sitt verk. Maður má ekki fylla líf sitt með
allskonar skrani.
— Vendum aftur suður með sjó. Hafa þessir
gömlu og fallegu sjósóknarar, sem þú hefur
teiknað, ekki haft áhrif á þig?
— Það má vel vera. Það eru margir sem álíta,
að þegar maður gerir mynd, svona af manni, að
það sé eitthvert sérstakt aðalatriðið að gera
mynd af manninum. En fyrir mér er það aðeins
að nota hann sem lið í stærri komposisjón. Ég
hef aldrei haft löngun til þess að gera myndir af
fólki eða náttúrunni, nema með það fyrir augum,
að nota það sem uppistöðu í stærri heild.
— Þú velur sem sagt úr náttúrunni og mann-
lífinu, sem þú sérð fyrir augunum, og færir það
yfir á annað svið.
— Já. Ég safna svona saman efninu, frá því
að fara út á sjó eða fara upp á fjöll, og nota það
svo til að gera úr því mynd.
— Hvað segirðu þá um þá tilhneiginu, sem nú
er uppi, að sleppa algjörlega þeim fyrirbærum,
sem tengjast sýnilegu lifi, en byggja myndina
úr hreinum flötum?
— Það skal ég segja þér: mér líkar það alveg
ágætlega þegar i hlut eiga menn, sem ráða við
það. Málarinn er raunverulega alltaf að vinna
með það sama, og hvort einn hefur stærðirnar,
litina og formin úr náttúrunni, eða hann taki það
úr ímyndun sinni, þá firinst mér það ekki skipta
miklu. Það eru ýmsir abstraktmálarar, sem hafa
málað afskaplega góðar myndir, alveg sérstak-
lega góðar myndir. Það sýnir, að það er hægt
að gera ágætar myndir, án þessa að hafa sam-
band við það, sem við köllum sýnilegan veru-
leika. Annars er það ekki með öllu rétt að tala
um abstrakta list, þvi margir þessara málara
taka svo mikið úr umhverfi sínu, jafnvel þeir
sem eru taldir geometriskir málarar, eins og
Herbin og Mondrian. Því hvað er eftirlíking af
náttúrunni og hvað er ekki eftirlíking? Mondrian
málar ferhyrninga. Menn segja sem svo: sá sem
málar ferhyrninga, hann líkir ekki eftir náttúr-
unni. En þá vil ég spyrja: hvað er algengasta
sýnileg fyrirbærið í umhverfi okkar, í götunni,
húsunum, hér inni hjá okkur? Það eru ferhyrn-
Að neöan: „Bg get ekki haft myndirnar stœrri
en svo aö ég komi þeim út um dyrnar.“
1 vor efndi Gunnlaugur Scheving til
málverkasýningar í Listamannaskálan-
um í Reykjavík. Þá voru li'ðin fimm ár
frá því er listamaðurinn hafði síðast
sýnt. Allir sem sýninguna sáu voru
sammála um að hún væri einstæður
listviðburður. Scheving sýndi ekki
margar myndir en þœr voru einstakar
að gœðum. Myndirnar voru flestar úr
lífi og störfum sjómanna. Formin eru
ákaflega stórgerð en þrauthugsuð og
litasamstillingar mjög nákvœmar.
SÍÐASTA
TÆKIFÆRIÐ
Örstutt íiryllingssaga eftir
Ólaf Þ. Kristjánsson
Ég greip hnífinn, nú varð það að ske, engin
leið var önnur. Ekkert gat bjargað þessu við,
nema þetta. Ég fann kalt stálið í hendina.
Kvalirnar voru óbærilegar. Ég leit á staðinn
sem ég hafði stungið nálinni, en það hafði ekki
hrifið. Það var bezta lausnin, að binda enda
á þetta með hnífnum, já það er ekki nokkur
vafi. Mig skorti bara hugrekkið, það þurfti
nú dálítið -hugrekki til að skera sig, skera sig
eins og maður væri að skera rollu, hú-ú. Það
fór hrollur um mig. Blóð myndi renna, mitt
blóð. Ég hef mig líklega ekki í þetta, en ég
varð, svona grimm voru nú örlögin, þau nýdd-
ust á mér. Jæja ekkert hugleysi. Ég mundaði
hnífinn, skera, skera, skerðu sjálfan þig ræf-
ill, þú ert eklíert nema hugleysið og ræfildóm-
urinn, bölvaður. Þú hefðir ekki átt að vera
með þennan glannaskap þá væri margt öðru-
vísi en nú. Kvalirnar eru slæmar nú, en hvað
áttu þær eftir að aukast mikið, ég myndi tær-
ast upp, tætast sundur í ógurlegum þjáning-
um, það bar alltaf að sama brunni, bezta
ráðið var að sker sig. Nú var ég ákveðin,
kannski væri betra að nota rakvélarblað, hár-
beitt rakvélarblað. Jæja, nú . . . . Ég skar,
skar, blóðið fór að renna, renna, eftir dálitla
stund yrði öllu lokið, þá myndu engar kvalir
vera lengur. Ég skar betur og nú náði ég
flýsinni undan nöglinni, kvalirnár minnkuðu,
það er ekki þægilegt að fá flýs undir nögl-
ina, og þora ekki svo til læknis og verða að
doktora sig sjálfur, það þarf hug til.
af því í sumum skáldskap hjá okkur, -—• ja, mér
finnst það stundum vera svona eins og að setja
hendina inn í dúnpoka. En rímurnar, þær hafa
virkilega eitthvað fast, einhverja fasta lögun
sem maður getur þreifað á. En hitt, þetta ljóð-
ræna hýalín, það hefur aldrei orðið mér að gagni.
— Það er ákaflega rólegt hérna hjá þér, engir
bílar, enginn umgangur . . .
— Já, það er ágætt líka. Það er nefnilega þögn-
in, hún er góð. Það er eins og spænska skáldið
sagði: Ég kem frá einveru minni og ég mun
aftur hverfa til einveru minnar. Og það er þetta,
sem er alveg sérstaklega nauðsynlegt fyrir lista-
mann, það er að hafa eitthvað tómt, hafa tóm i
kringum sig, eitthvað tómt til þess að fylla upp.
Við skulum hugsa okkur að ég ætli að mála
mynd. Þá er betra að býrja á tómu léreftinu, þar
sem ekkert er á, heldúr en að taka fullgerða
mynd og fara að mála ofan í hana. Þetta, að
vera alltaf á spani og vera alltaf að fá einhverj-
ar innspírasjónir og áhrif utan frá og vera alltaf
á ferðalögum, — hvað verður þá af manninum
sjálfum ?
ingar. Hér eru allstaðar tómir
ferhyrningar. Því mætti alveg
eins segja sem svo, að fyrst
Mondrian málar ferhyrninga,
þá sé hann naturalisti eða
realisti: hann hefur þessi form
úr umhverfi Sínu. Og ég vildi
spyrja einn abstraktan lista-
mann: getur þú komið með lit
eða getur þú komið með form,
sem ekki er til í náttúrunni?
Og hann yrði að svara neit-
andi.
Sannleikurinn er sá, að öll
góð list er ein; hún er ekki
góða eða slæm vegna stefn-
unnar, sem málarinn fylgir,
heldur eftir hæfileikunum sem
hann er búinn. Það er allt og
sumt.