Vikan - 09.07.1959, Page 6
með ógnarhraða i gegnum eilífðina.
Við sjáum stjörnu blika milli skýj-
anna, en hugsum við um það, að ljós-
inu, sem við sjáum, var ef til vill
þeytt út í geiminn, þegar forfeður
okkar bjuggu enn í hellum? Við
skulum einnig hugsa eitt andartak
um okkur sjálf. 1 neti af taugum og
vöðvum, finnum við brot úr þessum
hverfula raunveruleika. Við lítum á
uppgötvun okkar sem sannleika, en
er hún í rauninni sannleiki? Er sann-
leikinn sjáanlegur, mælanlegur, út-
reiknanlegur á hvítum pappír? Við
ættum ef til vill að vera svo viss um
það.
Við sitjum í litlu herbergi, sem
frú T. O. kallar ,,bikaraherbergið“
af kvenlegu hispursleysi. Hér eru
hillur fullar af blikandi bikurum.
Þetta eru verðlaunagripir T. O. úr
raunveruleika íþróttanna.
En við tölum ekki um íþróttir —
við tölum um drauga, en bæði T. O.
og kona hans eru sannfærð um að
draugar séu í rauninni til. T. O. seg-
ir’
— Það eru bráðum tíu ár síðan
það kom fyrir, en ég hugsa alltaf um
það, eins og það hefði gerzt í gær
eða fyrradag. Það sem gerðist hefur
fest rætur í taugum mínum, það er
eins og það sé hluti af sjálfum mér.
Þetta gerðist fyrsta árið sem við
vorum gift. Við unnum bæði utan
heimilisins, hvort á sínum stað og
auk þess að nokkru leyti á ólíkum
að bráð? Já, ég gerði ráð fyrir því.
Næsti dagur var ekki eins yndis-
legur og sá fyrsti. Ég fór í bað og
lá í sólbaði. Síðan reyndi ég nýju
veiðistöngina mína. Ég skauzt einn-
ig til sveitakaupmannsins, sem til
allra hamingju var ekki í nema hálfs
kílómeters fjarlægð þaðan.
En kvöldið kom — og nóttin. Þessi
hræðilega nótt, sem ég gleymi aldrei.
Nú veit ég, að veinið kom úr öðr-
um heimi.
Ég var nýkominn í náttfötin og var
í þann veginn að skríða ofan í svefn-
pokann, þegar þetta skerandi návein
heyrðist á ný, og um leið heyrðist
þrásinnis hrópað greinilega á hjálp.
Ég þaut strax út og í þetta sinn
héldu hrópin áfram. Ég heyrði
greinilega, að þau komu neðan frá
vatninu, þar sem þokan hvíldi. Ég
æddi niður að vatnsborðinu.
Nú voru hrópin svo æðisleg, að
það lá við að hljóðhimnurnar á mér
ætluöu að springa. Það var einhver
að drukknun komin þarna úti á
vatninu — það var einhver í bráðri
lífshættu. Án þess að hugsa mig um
tvisvar, flýtti ég mér úr náttfötun-
um og stökk út í vatnið.
Ég synti beint þangað sem öskrin
heyrðust, og mér létti mjög, þegar
ég kom auga á þúst í þokumóðinni.
Þetta var kona umvafin furðulegu,
dularfullu ljósi. Hvaðan það kom
veit ég ekki. En ég sá dökkt hár
ég sagði henni auðvitað ekki frá
því, sem komið hafði fyrir mig um
nóttina. En hún fann, að eitthvað
hafði komið fyrir.
Frú T. O. leggur frá sér handa-
vinnu sína.
— Það var hræðilegt að sjá þig,
segir hún. — Þú varst eins og draug-
ur.
— Já, það má vel vera, skýtur T.
O. inn í, en ég reyndi af öllum mætti
að vera eðlilegur. En því verður ekki
r.eitað, að mig hryllti við næstu nótt.
1 fyrstu virtist ég hafa haft á-
hyggjur út af engu, því að alger
þögn hvildi yfir sumarnáttúrunni.
En það átti eftir að gerast dálitið
— sem var á‘ móti allri skynsemi, en
sámt námu skilningavit okkar það
sem gerðist.
Kona mín var syfjuð og fór þess-
vegna snemma að hátta. En við
höfðum ekki legið lengi áður en það
byrjaði.
Fyrst heyrðist aðeins lágt skrjáf
yfir gólfinu, eins og kjólfaldur
drægist hægt eftir því. En síðan
breyttist hljóðið skyndilega. Það
var eins og drypi af gegnvotum
klæðum.
Og skyndilega — það var eins og
eldingu lysti inn um gluggann og
héldi áfram að ljóma — varð albjart
i öllu herberginu. Þetta var raun-
verulegt ljós — ég sá greinilega her-
bergið allt og skefld augu konu
minnar. En síðan snerist ljósið að
Ef þér eigið heima í sama bæ og
T. O. hafið þér ef til vill rekizt á
hann á götu í dag. Ef þér hafið á-
huga á, þá er lýsingin á honum
þannig: Aldur um það bil 35 ár, blá
augu, ljóst hár, hæð um það bil 180
em., sterkbyggður. Hann virðist allt-
aí á varðbergi.
Ástæðan til þess að ég sit sjálfur
á köldu nóvemberkvöldi í hæginda-
slól heima hjá T. O., er sú, að mér
hefur verið lofað bréflega að fá að
hlusta á undariega sögu.
Og ég verð að segja það strax —
það sem ég fæ að heyra er í raun-
inni stórfurðulegt. Á meðan ég hlusta
á skýra, rólega rödd T. O., finnst mér
ég vera að hlusta á blákaldan sann-
leikann, en þegar hann þagnar, þótt
ekki sé nema eitt andartak, til þess
að kveikja sér í sígarettu eða fá sér
epli úr skálinni á borðinu, er eins og
vafi og tortryggni Iæsi sig um mig.
Tortryggni, já! Hversvegna er vaf-
inn ávallt heilbrigðari en trúin? Ég
veit það ekki. Ef til vill er hinn tor-
tryggni einmitt að leita að æðri
sannleika en sá sem trúir?
Hvað er í rauninni sannleikur?
Og eru til furðulegri ævintýri úr
raunveruleikanum ?
Hlustið nú á: Við erum stödd ein-
hvers staðar á yztu mörkum vetrar-
biautarinnar — þar sem við þjótum
Okkur dreymdi um
yndislegt sumarleyfi i
Iitla húsinu við vatnið.
En það sem gerðist á
næturnar var svo skelfi-
legt, að við flúðum til
borgarinnar eftir örfáa
daga.
Smásaga eftir Elis Elmgren
timum, svo að lítið varð úr fjöl-
skyldulífí,
En okkur hafði komið saman um
aö taka okkur leyfi saman. Það átti
eiginlega að verða nokkurs konar
brúðkaupsferð. Við erum bæði mik-
ið gefin fyrir útivist, og okkur
skipti fremur litlu hvert við færum.
Við höfðum augastað á kofa uppi í
sveit, inni í miðjum skógi, sem þurfti
helzt að vera nálægt vatni, þar sem
við gátum veitt og baðað okkur.
Við auglýstum eftir þessu drauma-
húsi og fundum loks hús. Já, það var
einkarlega rómantiskt og yndislegt
þar. Eimitt lítill rauður kofi við
vatnið, já, það vitið þér sjálfur. Kof-
inn var, eins og þér skiljið, bráð-
notalegur, og við tókum hann á
leigu við fremur sanngjörnu verði.
Leyfi okkar urðu samt ekki fylli-
lega samtímis. Ég fékk leyfi nokkr-
um dögum á undan konu minni og
fór því einn til kofans, til þess að
koma honum i sæmilegt lag. Það
var yndislegt að vera þarna og ég
naut friðarins í ríkum mæli. Vatnið
var ekki nema fimmtíu fet frá kof-
anum, og nálægt hundrað metrum
frá hliðinu var yndislegasti baðstað-
ur í heiminum. Ég sá fyrir mér un-
aðslegt leyfi. Ekki grunaði mig, að
innan skamms myndi öll sælan
breytast í skelfingu og ótta.
En þegar fyrstu nóttina kom dá-
litið furðulegt fyrir.
Ég var nýskriðinn ofan í svefn-
pokann um kvöldið, þegar ég heyrði
skyndilega furðulegt hljóð inn um
opinn gluggann. Fyrst fannst mér ég
heyra eins og kaffært dauðavein, en
ég heyrði ekki greinilega hvort kall-
að var á hjálp.
Ég skreið auvitað strax upp úr
svefnpokanum og þaut út. En úti var
allt hljótt. Veinið var dáið út, og
vatnið var spegilbjart þessa björtu
sumarnótt. Ég sá ekki annað kvikt
en fugl, sem flaug yfir skóginum
með þungum, svörtum vængjatökum.
Ef til vill var það fuglinn, sem
veinað hafði? Eða ef til vill var það
annað dýr, sem hafði orðið honum
hennar fljóta á vatninu. Ég greip um
hár hennar, synti að landi, og ég
fann til þunga viljalauss líkama, á
meðan hrópin um hjálp gullu enn fyr-
ir eyrunum á mér. Þegar ég fann,
að ég náði botni, steig ég við og
greip með annarri hendi um líkama
konunnar. Já,- ég segi greip — en ég
gat ekki gripið um neitt, því að
líkamann vantaði!
Eitt andartak var ég svo hræddur,
að ég fann ekki til hræðslu. Á með-
an hægri hönd mín fálmaði eftir
líkama, sem ekki var til, lyfti vinstri
hönd mín afmynduðu, veinandi höfðu
upp úr vatninu.
Ég get alltaf séð þessa sjón fyrir
mér. Hangandi í svörtu hárinu
sveiflaðist andlitið fyrir mér og
hrópaði í sífellu á hjálp.
Ég get ekki sagt um hve lengi ég
stóð þarna skelfingu lostin, en það
hafa naumast verið margar sekúnd-
ur. Skyndilega var höndin á mér
tóm, og þögnin umhverfis mig var
svo skerandi, að hún ætlaði að æra
mig, ef þér skiljið hvað ég á við.
Það var eins og ég hefði á einu
augabragði komið frá öðrum heimi.
En síðan man ég því miður litið.
Ég get ekki gert mér grein fyrir
því, hvernig ég komst heim að kof-
anum. En ég komst þangað að
minnsta kosti, því að morguninn eft-
ir vaknaði ég allsnakinn á gólfinu.
Atburðir næturinnar stóðu mér
auðvitað ljósir fyrir hugskotssjónum,
en samt vildi ekki skynsemin sætta
sig fyllilega við það sem ég hafði
séð. Jafnvel ekki þegar ég fann
náttfötin í fjörunni gat ég sætt mig
við það, að þetta hefði raunverulega
gerzt. Allur næsti dagur hvarf mér
eins og í þoku. Ég man aðeins, að
ég var afar syfjaður, en til allrar
hamingju var hugsun min þó svo
skýr, að ég mundi, að kona mín ætl-
aði að koma um kvöldið. Ég tók á
móti henni hjá langferðabílnum, en
einum stað aðeins — að svífandi
skugga, sem skjótt tók á sig and-
litsmynd með rennvott hár. Andlit
með starandi augum, og með opinn
munninn, sem kallaði hljóðlaust á
hjálp! Ég kannaðist við það — þetta
var sama höfuðið og hafði dinglað
eins og pendúll í vinstri hendi
minni. Sýnin hvarf brátt. Kona mín
heldur því fram, að hún hafi verið í
það hafi ekki verið nema nokkrar
sekúndur. Það skiptir heldur engu.
Þegar við höfðum jafnað okkur eftir
fyrsta áfallið, þutum við á fætur og
flýttum okkur að langferðabílastöð-
inni. Það var ekki von á bilnum fyrr
en morguninn eftir klukkan niu, en
til allrar hamingju tókst okkur
fljótt að ná í vörubíl, sem ók okkur
fimm mínútur, en ég held sjálfur, að
til borgarinnar.
Ég get ekki lýst því hve undur-
samlegt það var að koma aftur til
öryggis og raunveruleika. Ég gæti
trúað, að dauðadæmdum manni sé
þannig innanbrjósts, þegar hann er
náðaður.
T. O. þagnar, og ég skýt inn
spurningu.
— Hefurðu kynnt þér bakgrunninn
að þessum undarlegu atburðum?
— Já, smátt og smátt gerði ég það.
En það ótrúlegasta er það, að bak-
grunnurinn finnst ekki, vegna þess
að það hefm- enginn í manna minn-
um drukknað í þessu vatni.
Já, hér lýkur sögu T.O., og nú er
ekki annað eftir en þurrir eftirþank-
ar. Kenning mín er sú, að fyrsti
hluti sögu T.O. sé ekki annað en
svefnganga. Fuglsgarg hefur ómað í
næturþögninni eins og hróp um hjálp
og þrengt sér inn í undirmeðvitund
hans og þegar í stað vakið verndar-
hvöt T.O. Hann hefur þotið sofandi
6
VIKAN