Vikan


Vikan - 09.07.1959, Síða 11

Vikan - 09.07.1959, Síða 11
frameftir hlíðunum og var staðið upp. Þeir skoluðu niður kaffisopa og bundu uppá og hóuðu náttstöðnum kindunum framávið. Það hafði kast- að éli um nóttina og lindimar voru frosnar vlO bakka. Nepjan við morgunsárið beit í húðina og það lækkaði á landaglösunum. Fjárhóparnir sigu rólega fram hálsamótin. Um hádegi ráku þeir safnið niðurað ánni. Þeir sáu glitta í hvítan hroða í strengnum og vissu að hún hafði farið að skríða um nóttina. Vigfús í Selinu sneri hestinum til kóngsa. — Heldurðu að það taki í hana í þessum kulda ? Verðum að reka, sagði kóngsi. — Skriðið festist I ullinni og það berst niður í strengnum og nær ekki haldinu. — Við höfum einn bát og þetta eru fleiri hundruð. — Engin skepna nær landi vestanvið — Áin fyllist af skriði . . . Vigfús rykkti í taumana og heyrði að kóng- urinn hélt áfram, — og ef við stoppum getum við hvorki ferjað né rekið. Þeir voru vanir að halda því í ána innarlega með bakkanum og láta það berast frammí hald- ið. Og þeir stugguðu því og fóru með það lengra innfyrir en vanalega og þjörmuðu því niðuraf bakkanum, og þeir börðu stígvélin með svipuól- unum og lutu fram og örruðu og þjöppuðu því niðurað vatnsborðinu. Hundarnir tróðu sér gap- andi framámilli mannanna og froðan vall útúr þeim. Nokkrar kindur smugu úr hringnum og komust uppí torfuna en voru hundbeittar og rekn- ar samanvið. Og fjárhópurinn niðurí vatnsskorp- unni þéttist. Sumar kindurnar voru farnar að riðlast ofaná en þeir tóku ekki eftir því og vissu ekki að það var farið að troðast undir. Drengurinn sá að nokkrar kindur ultu framúr þvögunni og tóku sundið, og hann sá hvíta skrokka fljóta frá bakkanum og renna frammí strenginn og hann hrópaði uppyfir sig. Vigfús rétti sig upp. Hann leit kindurnar fljóta niður ána og vissi þær hefðu troðizt undir og mundu ekki ná haldinu en berast fram í strengn- um og lenda í fossinum. Kóngurinn var hlaupinn niðurmeð ánni og Vig- fús á hæla honum. Þeir höfðu sett bátinn og voru farnir að róa undan straumi — og fossbrúnin fyrir neðan þá. Út út... í sumarið í sumarfríið í helgarferðir er hentugast að hafa álegg í túbum: Jarðarberjasulta cT""7”? Mayonnese Tómatsósa Kryddsíld Sykursíld Rækjur Kaviar Sýróp Fást í flestum matvöru- og kjöt- verzlunum. Heildsölubirgöir: Skipkttit Vr SKIPHOI.TI 1 RF.YKJAVlK Sími 2-3737 Jtjijijijijijijijijijijijijjjijijjjjjijjjjjijjjj Það gerðist í Cannes Á Uvikmyndahátíðinnl i Cannes i Frakklandi var mikið um dýrðir og eins og venjulega urðu þar margvisleg hneyksl- ismái. Ungar stúlkur, sem vilja verða frægar, hvað sem það kostar, reyna hin ótrúlegustu meðul til þess að vekja athygli ljósmyndaranna frá heimspressunni og forkólfa í kvikmynda- iðnaðinum, sem þar eru á hverju strái. Að þessu sinni þótti kvikmyndin Orpheus Negro bezt. Aðalhlut- verkið lék negrastúlkan Marpessa Dawn og vakti hún að vonum mikla at- Kygli. enda fögur mjög. Hún hafði með sér unn- usta sinn á kvikmynda- hátíðina, en hann er lítt þekktur belgiskur kvik- myndalcikari. Italinn Rosselini hefur látið mikið til sín taka í kvennamálum og síðasta stórafrek hans á því sviði var að skilja við Ingrid Bergman og taka saman við hina ind- versku kvikmyndaleik- konu, Solali Das Gupta. Þau voru saman á kvik- myndahátiðinni í Cannes og hin indverska frú Rosselinis vakti þar slika athygli, að nálega einsdæmi mun vera. Hún er hreinræktaður Ind- verji eins og myndin ber með sér og hún er sögð hafa mjög töfrandi framkomu. Sonali klæð- ist indverskum „Sari“ að hætti þarlenzkra kvenna og ekki brá liún þeirri venju í Cannes. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.