Vikan


Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 10

Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 10
 tfitwfo'0*' wmm WSM'id: HrútsmerkiÖ (21. marz—20. april): Forðastu að ofreyna þig þessa viku. Allt bendir til, að Þú fáir mörg verkefni í hendur, og hætt er við, að sum þeirra kunni að verða Þér ofviða. Þú skalt fara þér hægt og reyna að láta till'inningar þinar taka ekki af þér ráðin. Helgin verður fremur dauf. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Það er leiðinlegt að þurfa að segja það, en þessi vika verður sannast sagt ömurleg, og ekki er útlit fyrir, að þú getir neitt bætt úr því. Þótt jafnvel maðurinn (eða konan) komi, sem þú hefur beðið eftir með svo mikilli eftirvæntingu, verður sú heimsókn þér ein- ungis til ama. Tvítmramerkiö (22. maí—21. júní): Lík- lega lendir þú í skemmtilegu ástarævin- týri þessa viku, sem á sér samt ekki djúpar rætur. Um helgina ferðu líklega í stutt ferðalag í einhverjum nauðsyn- legum erindagerðum, og allt bendir til þess, að það muni ganga að óskum. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí) Fórn- fýsi þín og höfðinglyndi eru aðdáunar- verð. Þessa viku muntu leggja meiri vinnu í að hjálpa öðrum, —- ef til vill til að græða fé, — en sjálfum þér. 1 eigin málum mun heppnin fremur en dugnaðurinn koma til greina. Vertu sem mest úti við i hópi kunningja þinna. Heillatala 6. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ágúst): Þú munt fara í stutta ferð, — líklega á sjó, — og þar með eignast nýtt áhugamál, sem þú munt framvegis sinna af alhug. Þú ert einum of áhrifagjarn. Reyndu að taka sjálfstæðar ákvarðanir og skapa Þér fastar skoðanir óháðar skoðunum annarra. Meyjarmerkiö (24. ágúst—23. sept.): Ef þú hefur í hyggju að selja eða kaupa eitthvað, skaltu fyrir alla muni gera það í Þessari viku. Yfirleitt virðist lánið leika við þig þessa viku, einkanlega í peningamálum. Þú átt marga kunningja, en fáa hollvini. Reyndu að auka vinsældir þínar. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú verður furðulega viðkvæmur og hör- undssár þessa viku og lætur smámuni vefjast fyrir þér og valda þér óþörfum áhyggjum. Ef þú hugsar þig um tvisvar, áður en Þú aðhefst nokkuð, kann að rætast úr þessu. En mundu, að hamingjan kemur ekki, ef hennar er ekki leitað. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Eitt- hvert kvöldið mun kona koma að máli við þig með skemmtilegar fréttir. Þess- ar fréttir munu koma þér og ástvini þín- um þægilega á óvart. Ef þú hefur í hyggju að segja upp starfi, skaltu bíða með það í svo sem tvær vikur. Allt bendir til þess, að þú sért of hirðulaus, og er það miður. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú teflir á tæpasta vað með framkomu þinni gagnvart nánum vini. Gættu þess að særa hann ekki né móðga, Því að hann á það engan veginn skilið. Þú mátt ekki taka það allt of illa upp, þótt þessi kunningi þinn gagnrýni þig. Ef til vill er þessi gagnrýni alger- lega réttmæt. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þessa viku muntu verða fullur af lífsþrótti og fjöri, og starf þitt, — þótt erfitt sé, — mun verða hægðarleikur einn. Gættu þess þó að færast ekki of mikið í fang. 1 ástamálum skaltu forðast að vera of áleitinn. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Ein- hver vandamál steðja að, þótt þú gerir þér ekki sjálfur grein fyrir orsökunum. Reyndu fyrir alla muni að komast að miðju þessarar andlegu „lægðar"; ef til vill munt þú komast að því, að þú átt sjálfur sökina. Viðurkenndu þá yfirsjón, og gerðu yfirbót. Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz): Ef þú heldur, að þú sért út undan í þessu lífi, er það mesti misskilningur. Reyndu að auka afköst þín á vinnustað og sýna náunganum tillitssemi, — þannig munt þú öðlast vinsældir og nýja félaga, — svo að þú sérð, að þú getur aðeins sjálfum þér um kennt. Heillatala 3. ÁlíiakA Allir réðu mér frá að giftast Andrési, en ég var ekki í vafa, - - því að ég elskaði hann ... Foreldrar mínir voru allt annað en ánægð, þegar ég trúlofaðist Andrési. — Elsa, sagði mamma áhyggjufull, — hugsaðu þig betur um. Hann er tíu árum eldri en þú ... — Já, hverju skiptir það? sagði ég þrjózkulega. Andrés var í rauninni tólf árum eldri en ég. Þú kynntist honum á dansleik . . . — Já, breytir það einhverju? —■ Og hann hefur verið giftur áður. — Já, en konan hans er dáin. Þau áttu engin börn. — Og þú segir, að hann sé teiknari? Mér lízt ekki sem bezt á það. Listamenn geta oft verið viðsjárverðir . .. Ég gat ekki varizt hlátri. — Hann er ekki listamaður, eins og þú gerir þér í hugarlund, mamma. Hann teiknar tækni- teikningar, bókstafi, skreytingar og annað því tíkt. Ég veit eiginlega ekki, hvort þetta mætti kalla Iist, en hann vinnur vel og fær mjög vel borgað. Hann lærði að teikna í Ameríku. Mamma og pabbi voru nægilega skynsöm til þess að skipta sér ekki of mikið af einkamálum mínum, og þegar Andrés kom dag einn með mér heim, tóku þau vel á móti honum, og pabbi sýndi honum stolt sitt, — garðinn og gróðurhúsið og býkúpurnar, — og það virtist fara einkat vel é með þeim. — Ég verð að viðurkenna, að hann kemur vel fram, sagði mamma seinna. — Svart hár og brún augu ... — Já, hann er með ákaflega falleg augu, sam- sinnti ég. talaði um mömmu og pabba eins og tengdaforeldra sína. En stundum átti hann það til að sitja angurvær i stól, sokkinn í eigin hugsanir, og þá átti ég erfitt með að ná til hjarta hans. Þá fann ég, að hann var langt frá því að vera hamingjusamur. Ég hefði síður en svo haft neitt á móti því að flytjast til hans út í litla einbýlishúsið, — hvenær sem var, — hvort sem við værum gift eða ekki, en Andrés vildi ekki heyra á það minnzt. — Elsa, sagði hann einu sinni, — þú elskar mig allt of heitt. Þú vilt lifa í synd með þrjóti eins og mér, einungis vegna þess, að þú kennir í brjósti um mig. — Hvað áttu við? spurði ég. — Ég elska þig, Andrés. Og þú ert enginn þrjótur. —: Jú, ég er eiginlega hálfgerður þrjótur, sagði hann. — Stundum finnst mér ég vera óbetranleg- ur þrjótur. En hann hló og þrýsti mér að sér, og kossar hans voru eins og eldur. Ég lokaði augunum og fannst ég komin til paradísar. SíOan leið eitt ár. Þá hringdi hann skyndilega til mín og sagðist ætla til Oslóar og vera þar einn mánuð. Hann hafði fengið stöðu við stórfyrirtæki þar. — Ef þetta er eins glæsilegt og það virðist, getur verið, að ég setjist þarna að, Elsa, og Þá getum við gift okkur. Þú heyrir frá mér. — En ... hvenær ferðu? spurði ég undrandi. —• Eftir tvær klukkustundir, sagði Andrés. — Viltu fylgjast öðru hverju með húsinu? Þú ai:t lykil að því, er það ekki? — Jú, ég er með lykilinn, sagði ég undarlega máttlaus. Mér fannst hann vera að kveðja mig fyrir lullt og allt. Ég settist niður og skældi, þegar ég hafði lagt frá mér símtólið. $($ fúft diýf — Þið eruð ekki hringtrúlofuð enn, og ekkert liggur á. — Nei, ekkert liggur á, játaði ég. Pabba fannst mest til þess koma, að Andrés átti eigið hús. Honum fannst það benda til þess, að hann væri vel efnaður og kynni að fara með peninga. En mömmu og pabba sárnaði, að ekkert varð úr þeim vonum, sem þau höfðu bundið við okkur Jesper. Jesper var gamall skólafélagi minn og vat' nú orðinn fulltrúi i fasteignafyrirtæki föður síns. Ég vann i skrifstofunni hjá föður Jospers. svo að við sáumst daglega. Ég vissi mætavel, að Jesper var hrifinn af mér. en ég hafði aldrei verið ástfanginn af honum Hann var hæglátur og staðfastur, og ég vissi, að hann yrði góður eiginmaður, en ég gerði aðrar og meiri kröfur til væntanlegs eiginmanns míns. Og mér fannst ég hafa fundið það, sem ég var að leita að, — í fari Andrésar. Andrés vann nokkra klukkutíma á dag í stórri auglýsingaskrifstofu, en á kvöldin vann hann næst- um alltaf heimavinnu, og ég fór oft heim til hans og settist í hægindastólinn með bók eða handavinnu, á meðan hann stóð við teikniborð- ið, þar sem sterkir lampar lýstu niður á hvitan pappírinn. Það var ákaflega skemmtilegt, fannst mér, að virða fyrir sér flókin mynztrin, hringi, bókstafi og tölur, myndir og skreytingar, sem allt skapaðist smám saman í öruggum höndum hans. En stundum lagði hann skyndilega frá sér teikniáhöldin, stökk til mín og greip utan um mig. — Nú skulum við fara út að dansa, Elsa! sagði hann og kyssti mig, — annars festi ég hérna rætur. Svo dönsuðum við ef til vill langt fram á nótt og fórum síðan i gönguferð í tunglskininu á eftir. Andrés gat verið afskaplega kátur og fjörugur, fullur af nýstárlegum hugdettum og skemmtileg- um sögum. Hann talaði um, að við ættum strax að gifta okkur og fara i ferð umhverfis hnöttinn, eða þá hann minntist á nafnið á barninu okkar, sem hann vildi eignast sem fyrst, eða þá hann Næstu vikur fékk ég fjölda bréfa frá Andrési, og eins og búast mátti við, voru þau hvert öðru ólíkari. Sum voru löng, full af kátínu og vel skrifuð, en önnur voru stutt og krotuð í mesca flýti. Og dag einn kom póstkort, sem á stóð að- eins þessar dularfullu setningar: —- Ég hef hugsað mér að hætta. Næsta heimilis- fang: Hvar sem er. Og ekki einu sinni með undirskrift. Og síðan heyrði ég ekki frá honum í hálfan mánuð. Þá dundu ósköpin yfir. Forstjórinn kom dag einn til mín og sagði: •— Skrifaðu auglýsingu fyrir fyrirtækið. Hún á að koma í blaðinu á morgun. Og áður en ég leit á heimiiisfangið, — sem ég þekkti svo vel, —- kom Jesper til mín og sagði: — Er það ekki teiknarinn, vinur þinn, sem er að selja húsið sitt? Ég leit upp til hans og barðist við grátinn. —- Jú, sagði ég. Og með því að taka á ölíu þreki mínu bætti ég við: — Hann vill heldur eiga heima i Osló. Jesper horfði á mig eitt andartak. Síðan lagði hann höndina á öxlina á mér. — Aumingja þú, sagði hann aðeins og gekk út. Jesper var ákaflega vingjarnlegur og vænn. Þegar ég sagði honum viku síðar, að ég vildi helzt taka mér sumarleyfi strax, spurði hann ekki, hvert ég ætlaði. Hann vissi, að ég ætlaði til Oslóar. — En hann sagði: — Þótt þú verðir lengur en í þrjár vikur, skul- um við taka vel á móti þér. — Þakka þér fyrir, sagði ég stutt. Og á meðan mamma og pabbi voru að bugasl af áhyggjum, bjó ég mig undir ferðina. Bróðir minn og mágkona bjuggu í úthverfi Oslóar, og þau höfðu boðið mér að búa hjá þeim eins lengi og mér sýndist. Og þessu tók ég með þökkum. En strax fyrsta daginn, sem ég var í höfuð- borginni, fór ég að leita að Andrési. Mig grunaði, að það yrði ekki hlaupið að því að finna hann. Fyrst fór ég á gistihúsið, þar sem Frásögn úr daglega lífinu

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.