Vikan


Vikan - 17.09.1959, Síða 16

Vikan - 17.09.1959, Síða 16
Regniber sólber oa ribsber Reyniberjamauk. IV2 kg reyniber, 1 Vit kg sykur, 1 fl livítvín. Berin þurfa að vera tínd vel þroskuð, þvegin og látin í pott með vatni, svo að aðeins fljóti yfir þau. Sjóðið þangað til vatnið er orðið nokkuð bragðmikið, og er vatninu þá hellt frá. Sykurinn og hvítvínið soðið saman. Látið berin út i vín- blönduna og sjóðið, þangað til þau eru hætt að fljóta ofan á. Fyrr eru þau ekki soðin. Reyniberjahlaup. Berin þurfa að vera falleg á lit og helzt hafa frosið. Látin í pott með 7 dl af vatni móti 1 kg af berjum og soðin vel. Síuð á grófri síu, marin í gegn með spaða, en liratið skilið eftir. Bæta má hlaupið með þvi að láta rifsberjasafa sam- an við. Sykur: 1 kg á móti 1 litra af safa. Soðið upp, froðan veidd ofan af og hlaupið látið á glös, þegar það byrjar að kólna. Heil sólber eða rifsber. 1 kg sólber, 000 g sykur, 2 dl vatn. Stór og falleg sólber eru þvegin, stönglar og lauf hreinsað frá. Vatn og sykur látið i pott og hitað, berin látin út í, en suðan EKKI látin koma upp. Berin teldn upp úr með gataspaða, látin í glösin. Saft Játin sjóða í 5—10 min., áður en henni er hellt yfir Jjerin. Á sama hátt má fara með rifsber. Sólberjasaft I. 2 kg sólber, IV2 kg sykur, V-2 l vatn. Berin þvegin. Þau, sykurinn og vatnið látið í pott. Potturinn lát- inn yfir hægan eld og hrært vel í. Soðið liægt í 10 mín., síað og saft- inni hellt heitri á flöskur. Berja- úrganginn má sjóða að nýju, t. d. ineð nokkrum rabarbaraleggjum. Það getur orðið sæmilcgt efni í súpur. Framh. á bls. 20. IVytt bleikicfni Nýlega er komin á marlcaö hér ný tegund af bleikiefni, og er það í töflum (bleach tabsl, fram- leitt í Boston í Bandaríkjunum. Vikan vlll gjarn- an benda húsmœörum á þetta nýja efni og gefa um leið nokkrar leiöbeiningar um notkun þess. Þetta efni er eins og undraefniö Spic Span, sem er oröiö þekkt meöal ísl. húsmceöra. Rétt er aö taka þaö fram sirax, aö EKKl má nota efniö á silki, ull, leöur eöa efni, sem láta lit. Hins vegar má nota þaö á hvítt og litelcta baðm- ullarefni, lín, nælon, orlon, dakron, reion, dynel. Hér fara á eftir nokkrar notkunarreglur: ÞVOTTURINN. Öþarfi er aö hræra efnið út í vatni. Látið eina töflu í venjulega stærö af þvottavélum (36—lf5 lítra) annaðhvort eftir eða áöur en þiö látiö sáp- una í. Notiö 2 töflur í stoerri þvottavélar (68—77 lítra). Einnig kann aö vera gott aö setja 2 töflur, ef þvotturinn er mjög óhreinn. BLETTIR. Til aö ná úr blettum, svo sem bleki, ávaxta- blettmm, te, kaffi, víni, grasi, blóöi, súkkulaði o. s. frv. Hreinsiö fyrst flíkina í köldu vatni, setjiö síöan hálfa töflu í vaskafat fullt af volgu vatni. Látiö standa í 5 til 15 mín., og skoliö síöan vel. Endurtakiö, ef meö þarf. Athugiö þó áöur, hvort efniö lætur lit. GULNAÐ NÆLON. Nælon vill gulna meö aldrinum. Látiö því hálfa töflu í vaskafat mcð volgu vatni. Látiö liggja í 15 til 30 mín. Skoliö vel. Éndurtakið, ef meö þarf. BLEYJUR. LCtiÖ hálfa töflu í bleyjuvatniö, og látiö hana leysast upp. Látið vatniö standa 1 klst. eöa heila nött til aö ná góöum árangri. Þvoiö eins og venju- lcga. SALERNISSKÁLAR. Til aö gera skálina hvíta og hreina. LátiÖ eina töflu í sfcálina, og látið standa í eina klst. eöa heila nótt. V 0 0. Kvöldjakki úr gráum suðvestur-af- rískum Breitschwanz. Jakkinn er síð- astur í bakið og með hálfgerðu poka- sniði, sem tízkufrömuðunum gengur merkilega illa að scgja alveg skilið við. Ensk isiiiiiiffcrd Ensk sjöl eru falleg, séu þau vel saum- llð. Upp á síðkastið er þessi saumgerð aðal- lega notuð í vöggusett. Myndirnar sýna aðferðina. 1. mynd sýnir, hvernig þrætt er með smáum, þéttum sporum kringum gatið og síðan klippt upp með litlum skærum, — byrjið í miðju. Saumað er frá vinstri til hægri. (Er það gert til þess, að snúður- inn minnki í garninu og minna beri á sporunum). Athugið að stinga nálinni í gatið og sauma að sér, eins og greinilega sést á myndinni. 2. mynd sýnir, að götin verða að vera nákvæmlega eins. Til er lítið áhald, sem nefnt er „Prim“. Er því stungið í gegn- um gatið, svo að togni á efninu. Hjálpar það mikð við að gera jafnstór og kringl- ótt göt. 3. mynd sýnir, þegar saumuð eru göt í röð, og beztu aðferðina við að þræða í kringuni þau. 4. mynd sýnir, þegar saumuð eru göt í röð. Er þá annar helmingurinn saum- aður fyrst og síðan hinn. ELDHÚS OG BAÐ. fsskápar, eldavélar, postulín, pottar og jiönnur emileruð, baöker, handlaugar, vaskar, gótfdúkar úr línóleum, — állt ]>etta má hreinsa. Látiö hálfa töflu i rúml. lítra af volgu vatni. ÞvoiÖ meö klút, og látiö löginn standa á í 2 til 5 mín. Skoliö síöan vel úr lireinu vatni. Þurrkiö ísskápa meö því aö láta dyrnar standa opnar og loftiö leika um. BOLLAÞURRKUR, VASAKLÚTAR, BARNÁFÖT. Þvoiö fyrst úr vatni. Dýfið síöan í 1 lítra af vatni meö hálfri töflu í. Ef svo illa vildi til, aö upplausn færi í augun, á strax aö skola þatu úr vatni og sækja lækni þegar í staö. List og- nytjahlutir. l.Það er sjónarmiö margra ‘ nútíma listamanna, að viö eigum aö lcappkosta aö gefa nytjahlutum um- hverfis alckur listrœnt form, því það geri hina hversdagslegu tilveru skemmtilegri. Hér höfum viö tinkönnur, sem dansk- ur listamaöur hefur teiknað. Formiö er mjög einfált og óflúrað en þó fagurt.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.