Vikan


Vikan - 03.12.1959, Síða 4

Vikan - 03.12.1959, Síða 4
Sprengjuflugvélin þurfti að þræða leið sína á milli óárenni- legra fjallahryggja til óvinasvæðisins. MM ETTA er sannsöguleg frásögn af aðdáunar- verðri fórnfýsi og hugrekki, sem ástralski flugmaðurinn R. H. Middleton sýndi við að flVUh bjarga lífi félaga sinna án þess að skeyta um SS örlög sjálfs sín. Fyrir afrek sitt var hann sæmdur æðsta heiðursmerki Breta, Viktoríu- krossinum. Fimm menn af áhöfn brezkrar sprengjuflugvélar komust af, en Middleton lét lífið ásamt tveimur félögum sínum. Atburður þessi varð í lok ársins 1942, þegar stöðugt var verið að herða árásir brezkra sprengjuflugvéla á Norður-ítaliu. Það voru tvær meginástæður fyrir þessu herbragði: Það þurfti að láta þýzka loftflotann hafa nóg að gera, til þess að landganga banda- manna í Norður-Afríku yrði fyrir sem mlnnstum truflunum, og í öðru lagi að lama italska herinn. svo að Hitler hefði meiri óþæg- indi en hjálp frá bandamanni sinum. Siðara takmarkinu varð líka náð. Italir féllu að lokum alveg samán og urðu úr leik sem styrialdarblóð. Sagnfræð! heimsstvrj- aldarinnar síðari vlðurkennir, að brezki flugherinn hafi átt mjög mikilyægan þátt í þessum gangi málanna. I.oftárásirnar á Norður-ltalíu hófust með árás hundrað og tólf sprengjuflugvéla á Genúu nóttina 22. október 1942, og i kjöl- far hennar komu tólf stórárásir næstu tvo mánuði á eftir. Heiztu skotmörkin voru enn fremur hafnir og iðnaðarsvæði Milanó og Torínó. Fvrsta árásin á Milanó olli ofsalegri hræðslu, og mikill hluti ibúanna yfirgaf borgina og kom ekki aftur fyrr en að striðinu loknu. Fyrir áhafnir sprengjuflugvélanna voru þessir leiðangrar líka sannkallaðar eldraunir Fjarlægðin, hin slæmu veðurskilyrði og hin erfiða flugleið yfir Alpana gerðu þessar langflugsferðir að taugakveljandi pislargöngu. Þær kröfðust hins ýtrasta, sem kraf- izt verður af flugmönnum. um úthald. reynslu, leikni og kjark. Flugvélarnar þurftu að fljúga vfir snælínu Alpanna, en það var afar áhættusamt, einkum vegna hins þunga sprengjufarms og Isingarhættu. Aðfaranótt liins tuttugasta og niunda nóvember heilsuðu Alp- arnir flugsveitinni, sem var á leið til Torinó, með isköldum mót- vindi, og aðeins helmingur hennar treystist til að halda áfram á ákvörðunarstað. „Við höldum áfram“. Á meðal þeirra flugvéla, sem komust á ákvörðunarstað, var flugvél Middletons hins ástralska, sem hafði sjö manna áhöfn með sér. Meðan flogið var yfir Frakklandi, tók Middleton eftir því, að Sterling-vélin hans gat ekki hækkað flugið eins fljótt og hún átti að gera. Hann vissi, að hann Þurfti að komast i fjögur þús- und og þrjú hundruð metra hæð yfir ölpunum, og bað um skýrslu frá vélamanninum. „Ef við höldum svona áfram, kemur ekki til grelna, að við höfum nóg benzín eftir til að fljúga heim eftir árásina," svaraði Jeffery. „Það verður nógu erfitt að halda sér í þrjú þúsund og sjö hundruð metra hæð, og við eigum eftir að hækka okkur talsvert enn þá. Ef við höfum heppnina með okk- ur, getum við kannski haft það að Englandsströnd, en þess er þó tæpíega að vænta.“ Middleton horfði út I illviðrið, hugsaði sig um stundarkorn og tók siðan ákvörðun, „Við höldum áfrarn," sagði hann, og enginn hreyíði mótmaelum. Þegar vélin nálgaðist Alpana, sá Middleton. o> að hæðarmælirinn sýndi enn þá þrjú þúsund og sjö hundruð metra. Vélin neitaði að fara hærra. Það vantaði sex hundruð metra til þess að vera öruggur yfir ölpunum. — Hann settl sig í samband við Royde, siglingafræðinginn. „Athugaðu, hvort þú getur ekki fundið fjaliaskarð," sagði hann vingjarnlega, „Ég get ekki fengið þá gömlu nógu hátt til að fljúga yfir fjallatindana, en ef við getum fundið gott skarð, komumst vlð engu að síður yfir.“ Án þess að mæla orð I móti byrjaði Royde að leita á kortum sínum. Brátt komu fiallshrvgglr og tindar í liós fvrir neðan og við hliðina á flugvélinni. Fvrir framan þá lokaði snævi bak'ð fjall leiðinni. Middleton hikaði ekki. Hann stýrði fullhlaðinni vélinni eftir tllvisunum Rovdes i áttina að skarði. sem opnaðist milli fiallshryggianna. Litlu siðar flugu þe>r miili snarbrattra, snævi bakinna fiailahlíða. og tindarnir gnæfðu hátt vfir baim. „Hafið þið nú ailir augun vel hjá ykkur," skipaði Middieton og var rósemin sjálf. , Vélln verður léttari til baka, og þá getum vlð fiogið hærra. En nú verðum við að gæta okkar vel.“ Áhöfnin gerðl það, sem henni var sagt, af meira en veniu- legri skvldurækni og nákvæmni. Skarðið. sem þeir flugu eftir, lá í sífelldum bugðum, en Middleton stýrði fiugvélinni frnm hiá tindunum af óbifanlegu örvggi, eins og þegar jafnvægishiólreiða- maður sýnir listir sínar. Stundum virtist eins og vængiaendarnir væru ekki nema örfáa metra frá klettaveggjunum. Allt I einu rak miðborðsskvttan Cameron upn hátt óp: „Fjall beint fyrir framan!“ æpti hann. ..Gættu þín! Rétt fyrlr framan þig!" Sem betur fór. sá Middleton hættuna næstum á sama augna- bliki. Brot úr sekúndu átti áhöfnln ekki von á öðru en vélin flygi beint inn í granítvegginn. En þá opnað!st skarð’ð aftur, og flugvélin sveigði frá Með st.ðltaugum stýrði Middleton flug- vélinni þétt fram hjá klettaveggnum. Loftvarnarskothríð. Það, sem á eftir kom, var samt enn verra. Hið Þrönga skarð fór smám saman hækkandi, og það var allt útlit fyrir, að innan st.undar mundi bað hverfa alveg. Það var ógernmgur að hækka vélina nógu mikið til að komast vfir tindana. Middlpton komst að þeirri niðurstöðu, að hann yrði að gefast upp við svo búið. Or því að hann gat ekki ráðizt á óvinina. varð hann að reyna að bjarga áhöfn sinni. Hann ákvað að fleygja sprengjufarminum og reyna að komast yfir Alpana til baka með tóma véiina. En einmitt þegar hann ætlaði að fara að skipa að sleppa spreneiufarminum. gerði hann sér ijóst, að þeir voru nær komnir yfir fiöllin. Það sáust engir tindar lengur, en aftur á móti sá hann í fjarska borgina Torinó. greinilega upplýsta af blysum, sem kastað hafði verið niður úr flugvélum. er komnar voru á undan þeim, og enn fremur loguðu geysimiklir eldar, sem sprengjur höfðu kveikt Þessi sjón fékk hann til að hlka. Hann sá, að of seint var orðið að skipa að sleppa farminum: Flugvélin þaut yfir hálendið aðeins örfáa metra yfir jörðu. Nokkrum sekúndum siðar voru þeir sloppnir og flugu nú yftr dalinh, þar sem Torinó lá fyrir framan þá. Middleton lækkaði flugið og fór að ræða við Hyder, annan flugmann, um atriðl Framhald á bls. 31. Sprengjuflugvélin var stórskemmd, þegar heimferðin hófst, en Middleton stjórnaði henni af öryggi yfir fjöllin, þrátt fyrir það að hann var alvarlega særður. c/> Qx c’ C YIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.