Vikan - 03.12.1959, Síða 12
Hver er mesti humor-
ísti landsms?
Skrifið einn eða fleiri snjalla íslenzka
brandara hér að neöan og sendið.
Við veitum verðlaun fyrir þá beztu:
Áskrift að Vikunni í eitt ár.
SENDANDI ER:
NAFN
HEIMA
- Og: oii skal éa: segrja þér eitt:
Aonað Iivort sýnir þn Inað I jiér I>ýr ojf
ft’eyuir að lifa eins ©g: Icarliuaðar,
sem vill lifa eðlilegru lífi
iueð konu sinni, eða þá ....
AÐ var búið að leigja allar íbúðirnar í
stóra húsinu, og ef til vill hafði hana
þegar grunað það, en ef maður reyndi
ekki, var hvergi íbúð að fá.
Reyndi ekki, hugsaði hún, á meðan hún gekk
viljandi alla leiðina heim til þess að anda að sér
fersku loftinu og gefa sér tíma til þess að hugsa
um eitt og annað. Reyndi ekki? Hafði tveggja ára
hjónaband hennar og Karstens verið annað en
tilraun á tilraun ofan? Fyrst og fremst tilraun i
þá átt að finna sér viðurkvremilegan iverustað og
því næst baráttan við það að skilja ekki. Það var
ekki þar r.ieð sagt, að þau væru ekki lengur eins
ástfangin hvort af öðru og þegar þau giftust, —
heldur var erfitt að varðveita hamingjuna og
ástina, þegar þau bjuggu í svefnherbergi tengda-
foreidranna.
Það hlaut sannarlega einnig að angra foreldra
Karstens Þau höfðu troðið öllum húsgögnum
sínum inn í stofuna úti við götuna, og mörgu
hafði orðið að koma fyrir uppi á háalofti. Á meðan
þau biðu öll og vonuðu, leið hver mánuðurinn á
fætur öðrum og urðu loks að tveimur árum. Tvö
ár, i tvö ár reyndu ung og gömul hjón að koma
sér fyrir i tveimur herbergjum og reyndu af öllum
mætti að forðast árekstra. Tengdamóðir hennar
sagði alltaf: — Þetta blessast allt, sannið þið til.
Einn góðan veðurdag fáið þið íbúð, sem þið hafið
efni á. En Merete vissi mætavel. að undir niðri
óskaði gamla konan þess að fá aftur litla heimilið
sitt, og það var ekki annað en sanngjarnt. Verst
af öllu var þó, að þeim hafði gefizt tækifæri, . . .
ekki eitt, heldur fleiri. En alltaf varð að líta eftir
einhverju í miðjum skrifstofutímanum, og Merete
gat ekki í sífellu verið að biðja um frí. Þá hringdi
hún í Karsten og sagði honum frá þessu, Þau
hlutu að losna að minnsta kosti til skiptis, svo
að hún þyrfti ekki alltaf að vera á þönum. En
árangurinn varð alltaf hinn sami.
Húsbændurnir voru nýfarnir, og Karsten komst
ekki úr búðinni, . . . eða hann hafði komið of
seint, . . . eða það gat beðið til kvölds En um
kvöldið var auðvitað búið að leigja íbúðina!
-— Maður gæti næstum haldið, sagði Merete
gröm dag einn, — að þú nenntir hreinlega ekki
að flytja. Þú býrð heima, eins og þú hefur alltaf
gert, og þér stendur algerlega á sama, — hefur
SMÁSAGA
j
efiir Karcu Bra§cu
konu, móður og föður til þess að snúast í kringum
þig. En mér er ekki sama. Ég á ekki heima hjá
foreldrum mínum!
— Þau eru indæl, sagði Karsten stutt.
Já, hugsaði hún og stundi, það var líklega þar,
sem hundurinn lá grafinn. Hefði tengdamóðir
hennar hagað sér örlítið öðruvísi, og hefði tengda-
faðir hennar ekki verið svona rólyndur, hefði ef
til vill eithvað gerzt. Nú leið hver vikan á fætur
annarri, og alltaf bjuggust þau til svefns, hvert á
sínum legubekknum, heyrðu í útvarpinu í gegnum
lokaðar dyrnar, og herbergið var þeim ekki fremur
hemili en herbergi á gistihúsi.
Hún kom að húsinu, þar sem þau áttu heima,
og gekk inn i herbergi sitt. Fyrst laumaðist hún
í gegnum húsgögnum hlaðið herbergið, rakst í
borðbrúnir og stóla og reyndi að taka þannig
til, að þessu svipaði að einhverju leyti til heimilis.
Hún vissi, að tengdafaðir hennar og Karsten væru
að tefla, . . . tengdamóðir hennar var í eldhúsinu,
og venjulega fór hún þangað til þess að hjálpa
henni. En ekki í kvöld. Nei, hugsaði hún, ekki í
kvöld. Hún gat Það bókstaflega ekki. Hún settist
með bók í hendinni og reyndi að lesa, og um tíu-
leytið var slökkt á útvarpinu, og Karsten kom inn.
— Hvað í ósköpunum ertu að gera hérna? spurði
hann hissa.
Hún svaraði ekki, heldur tók að búa þau undir
svefninn. Hún hafði alltaf ætlað sér, þegar þau
væru gift, að eignast gott rúm, en hérna komst
auðvitað ekkert rúm fyrir!
— Hvers vegna ertu svona önug? spurði Karsten
eftir stutta þögn.
Ilún sneri sér við og horfði á hann: — Já,
hvers vegna heldurðu, að ég sé það eiginlega?
spurði hún.
— Var nokkur laus íbúð í þessu húsi? Þetta
virtist fremur sagt af kurteisi en áhuga.
Já, það hafði verið til leigu tveggja herbergja
íbúð með svölum á móti suðri, og það þurfti ekki
aö horga meira út í hönd en við eigum í banka,
. . . ef þú hefðir getað gert þér ónæði í morgun,
sagöi hún bitur. Hún hataði rödd sína, þegar hún
varð svona hávær. Hún hataði kounr, sem urðu
hóglífar og sljóar og týndu virðingu sinni. Það
var niðurlægjandi fyrir konu að æpa í opið geðið
á karlmanni, . . . en hún gat þetta ekki lengur.
Hún var dauðþreytt á þessu öllu. Upp á síðkastið
hafði hún haft löngun til þess að hlaupast á brott
frá þessu öllu.
— Já, anzans vandræði, tautaði hann hryggur.
— Þér er fjandans sama, sagði hún svo hátt, að
t engdaforeldrar hennar hluta að heyra hvert ein-
asta orð, — þú ert ánægður með þitt hlutskipti, og
í rauninni nennir þú hvorki né dreymir þig um að
finna okkur íbúð, þar sem við getum búið í friði
eins og hjónum er eðlilegt. Þú ert ekki annað en
stórt dekurbarn, sem ekki getur sleppt pilsfaldin-
um hennar mömmu sinnar. Þú ert ekki nógu
þroskaður til þess að vera giftur, Karsten, því að
fullorðinn karlmaður mundi vilja búa einn með
konu sinni og gera sér það ómak að reyna að
finna sæmandi íbúð handa þeim.
— Það er ekki mér að kenna, að það eru hús-
næðisvandræði, skaut hann inn í særður.
— Það eru ekki meiri húsnæðisvandræði fyrir
okkur en alla aðra, svaraði hún ákveðin. — Við
eigum peninga í banka, og við eigum húsgögn og
annað til þess að fylla sæmilega upp í litla íbúð . . .
Hvað heldurðu eiginlega, að margir geti státað af
þessu? Og nú skal ég segja þér eitt: Annaðhvort
sýnir Þú, hvað í Þér býr, og reynir að lifa eins og
karlmaður, sem vill lifa eðlilegu lifi með konu
sini, eða þá . . .
— ... eða þá? spurði hann
— Eða þá ég er farin! Hefur þér aldrei dottið i
hug, að ef til vill langaði móður þína til þess að
fá aftur íbúðina sína, eftir að hún hefur orðið að
kúldrast i tvö ár í stofunni sinni, þar sem hún
einu sinni undi sér í næði?
— Hefur mamma kvartað? sagði hann tortrygg-
inn.
— Nei, svaraði hún — þreytulega, — þú veizt
vel, að það hefur hún ekki gert. En það er hægt
að eiga sér óskir án þess að básúna þær út um
allt. Ég vildi, að þú reyndir að hugsa svolítið og
hætta að lifa eins og barn, sem þarf engum skyld-
um að gegna. Hún sneri við honum baki og settist
á legubekinn. Nú ætlaði hún að biða eftir svari
hans, hugsaði hún og tók að klæða sig úr. Hún
heyrði hann hreyfa sig, leggjast og teygja úr
sér, . . . og enn beið hún. Stuttu síðar ieit hún
við til hans . . . Hann var sofandi!
Þessa nótt kom henni næstum ekki dúr á auga,
og morguninn eftir fór hún á fætur án þess að
taka til morgunkaffið. Hann gæti drukkið það
hjá mömmu sinni, hugsaði hún dræmt. Seinna
um morguninn fékk hún sér frí úr vinnunni og
hélt heim til tengdamóður sinnar.
— Blessuð, sagði frú Lund, — þú kemur einmitt
í kaffisopann. Hún lagði bakka á borðið fyrir fram-
an gluggann, þar sem sólin skein á öli blómin i
glugganum. Merete gat aldrei sjálf haldið lífinu í
blómunum sínum, svefnherbergið vissi á móti
norðri.
Hún settist og horfði á tengdamóður sína. — Ég
kom ekki til þess að segja, að ég vildi skilnað,
byrjaði hún tafarlaust, — Því að ég held, að hjón
komist á engan hátt hjá neinu með því að skilja.
En ég geri ráð fyrir, að þú hafir heyrt, þegar
við Karsten vorum að rifast í gærkvöld?
— Ojú, sagði hún hægt, um leið og hún hellti
kaffinu í bollana, rjúkandi-heitu, — og ég skal
segja þér eitt, stúlka mín, — ég var þér svo alger-
lega sammála . . .
Merete lagði frá sér bollann og starði á kon-
una, sem hélt áfram án þess að blikna: — Mæður
eru ekki allar blindar, þegar synir þeirra eiga i
hlut, þótt svo sé af látið. Hún leit snöggt til
Merete og bætti við: — Maður dekrar við svona
einkabarn, og tengdabörnunum sviður það auð-
vitað, en þetta sér maður ekki fyrr en um seinan.
Veiztu, hvað mér datt í hug?
— Nei, tautaði Merete forviða.
ia