Vikan


Vikan - 03.12.1959, Síða 13

Vikan - 03.12.1959, Síða 13
Mamma vissi það ekki . . . O, Merete, það var hræðilegt að missa þig . . . og ég fékk íbúð ... tvö fyrirtaks herbergi með baði og öllu ... og lítil útborgun ... — Þú ættir að flytjast til systur þinnar um hríð, þar er nægilegt húsnæði! — Hvað áttu við . . . ? spurði unga konan undrandi. — Ég á aðeins við það, að það er hollt að læra að sakna . . . — ... Tengdamamma þó! Augu þeirra mættust og lýstu gagnkvæmum skilningi, og frú Lund bætti við brosandi: — Ég er hrædd um, að Karsten sé ekkert vel við að vera án þín, og við konurnar verðum stundum að leggja drengjunum, sem við giftumst, nokkrar lífsreglur! — Hefur þú orðið að leggja tengdapabba lí-fs- reglur ? spurði Merete næsturn glaðlega og hugs- aði til hins rólynda og hæglynda íöður Karstens, sem, samt var húsbóndi á sinu heimili, — að því er virtist. — Já, viðurkenndi frú Lund alvarleg, — við verðum að sýna hvort öðru fram á gallana í fari okkar, . . . og oftast þroskumst vlð fyrr en hið svokallaða sterkara kyn. Hún leit til ungu konunn- ar og spurði með meðaumkun í röddinni: •— Ert þú ekki heil heilsu, Merete? — Nei, játaði Merete og hristi höfuðið. — Þetta er allt svo þreytandi. Ég er ein þessara gamaldags stúlkna, tengdamamma, sem óska þess innilega að geta hætt skrifstofuvinnunni og snúið sér alger- ]"ga að heimilinu, . . . þótt mér sé fyllilega ljóst, að það er ógerningur. Ég er orðin svo hundleið á þessu öllu . . . Já, ég skil það vel . . . Frú Lund leit niður og fitlaði við blóm í glugganum. Siðan bætti hún v.ð hispurslaust: — Þú hefur vafalaust gott af því að vera heima hjá systur þinni. Þar verður áreiðanlega dekrað við þig og . . . — Góða tengdamamma. Þú dekrar sannarlega líka við mig! Þú heldur liklega ekki . . . — Onei-nei, svaraði hin og sleppti nú blóminu, — en taugarnar hafa gott af svolítilli ró öðru hverju, . . . svolítilli tilbreytingu, sem er nokkurs konar leyfi . . . Já. hugsaði Merete nokkrum dögum siðar, þegar hún lá í hinu breiða gestarúmi systur sinnar, tilbreytingin hafði verið henni holl á vissan hátt. Karsten hafði fyrst orðið undrandi, síðan bálreið- ur. Allir voru upp á móti honum, sagði hann móðgaður, og rnóðir hans brást sannarlega illa við gagnvart honum, þegar tengdadóttir hennar ákvað að fara að heiman! En Merete hlustaði ekki á þetta raus. Hin rólegasta setti hún hafurtask sitt n'ður í ferðatösku og ók af stað. Hún naut kyrrð- arinnar í herberginu, þar sern ekki heyrðist i nelnu útvarpi. Hún svaf eins og steinn fyrstu nóttina, og þegar hún hringdi til Karstens um morgunverðarleytið, hafði hann frenur verið særður en reiður. Og það hafði róað hana. Hann var ek’.d annað en stór snáði, hugsaði hún angur- vær. Við konurnar þroskumst yfirleitt fyrr en hlo svokallaða sterkara kyn . . . En eftir nokkra daga greip eirðarleysið hana að nýju. Hún borðaði heima hjá Karsten á sunnudaginn og langaði helzt t.l þess að verða þar eítir. En fýlusvipurinn á Karsten fékk hana ofan af því. Á meðan hann var moð þennan svip, sem minnti helzt á svipinn á drenghnokka, sem búiö er að táka af eitthvert leikfang, varð hún aö vera kyrr hjá systur sinni. En samt, . . . hvaða gagn var að því? . . . Ef hún fengi nú íbúð, mundi allt leika í lyndi að nýju, eða heíði hún ekki átt að hlusta á ráðleggingar tongdamóður sinnar? Hún vissi, að Karsten lei£S alls okki sem bezt. Móðir hans gat sagt það, sem henni bjó i brjósti, á sérstaklega áhrifarikan hátt . . . og mundi ekki reyna að halda því í skefjum. Ef hann yrði nú leiður á þeasu og tæki upp á því að snúa við þeim öllum bakinu? Ef til vill átti alls ekki að fara þann'g að honum? Systir hennar sagði aðeins: Vertu nú róleg, áður en þú gerir nokkuð annað, það er ós!:öp að sjá þig! Merete vissi mætavel, að systir hennar hafði rétt íyrir sér. Mánudagsmorgun einn fór hún á skrif- stofuna, og allur likami henar logaði, eins-og hún væri með hita. 1 fatahenginu stóð hún vesældar- !eg og leitaði í veski s'nu að höfuðverkjartöflu . . . Hvítir vaskarnir störða á hana eins og lifandi verur, og skyndilega létu hnjáliðirnir undan, og hún seig niður á gólfið. Framh. á bls. 33.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.