Vikan - 03.12.1959, Side 23
ÁSLAUG Á HRAUNI
Framhald af bls. 21.
hylla hana bæði með orðum og augnatillitum. Já,
það voru nú meiri ástaraugun, sem hann renndi
til hennar. Skyldi síra Páli ekki Þykja nóg um ... ?
Þegar halla tók að venjulegum háttatíma dreif
frú Aslaug hin feimnu hjú sin aftur inn í stofu
og aliir settust að súkkulaðidrykkju með sama
samkvæmisbrag og áður. Húsbændur og gestur
skiptust á orðum, en hinir þögðu með svip vel
ámmntra barna í gestaboði.
„Áslaug," sagði gesturinn svo fljótt, sem hann
sá sér færi á, eftir að súkkulaðidrykkjunni var
iokið. „Mig er nú satt að segja farið að muna í
bólið. Það er sjálfsagt gott eins og allt annað á
þínum bæ. Það hefur verið hálfgerð pílagrímsför
að komast til þín og ég er hálfslæptur. Það er nú
kannski hæpið að játa slíkan karlmennskuskort
á þessum stað, þar sem mér virðist að muni þurfa
víkingsmenni til þess að heyja hina daglegu lífs-
baráttu."
„Já, gerðu bara hetjur úr okkur öllum," sagði
frúin spotzk. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið
að byrja á kosningaáróðrinum, og skera þá ekki
við nögl sér lofið um okkur, sem í dreifbýlinu
búum. Margur gín við lofinu og þá er að ganga á
lagið.“
„Það er langt til kosninga, en skammt til nætur,
Áslaug mín. Tefðu ekki tímann fyrir okkur. Ég
hef ekki fengið tækifæri til þess að tala stakt orð
við þig eina siðan ég kom hingað. Þú heldur þó
ekki að ég hafi farið um langan veg til þess eins
að þiggja af þér jólabeina?“
„Ég leiði ekki hugann að því, hvað þú ætlast
fyrir með ferðum þínum norður hingað tílfar.
Slíkur fjáraflamaður, sem þú ert, hefur sjálfsagt
hagsmuna að gæta um víða um land. Já, það gætir
sjálfsagt margra grasa í poka þínum, ef vel er
að gáð. En hvað sem þvi líður, þá er þér herbergi
til reiðu, hvenær sem þú vilt, ég skal nú biðja
síra Pál að vísa þér þangað og sjá svo um, að þú
hafir eitthvað að líta i, ef einveran kynni að verða
þér leiðigjörn."
„Einveran," endurtók tJlfar og drekkti brúnum
augum sínum í hinu bláa augnadjúpi þeirrar konu,
sem hann var staðráðinn i að gagntaka með töfr-
um. „Ertu hrædd við mig, Áslaug? Er það herbragð
þitt að vera enga stund ein með mér?“
„Hrædd!“ sagði hún og reyndi að sýnast spotzk
og köld. „Hvað ætti ég svo sem að óttast? Ég
þekki þig og ég þekki sjálfa mig. Nei, ég er ekki
hrædd, óðru nær, en ég er þreytt eins og þú,
Ulfar. Þú ert óvanur þæfingsófærð í myrkri og
hríðarveðri, en ég er nýliði í mínu starfi og
þreytist meira en þeir, sem vanir eru, þess vegna
hafði ég hugsað mér að taka mér hvíld og bjóða
þér nú góða nótt.“
„Nei, nei,“ sagði hann, „gerðu ekki svona enda-
sleppt við mig í kvöld, fylgdu mér þó að minnsta
kosti sjálf til sængur, það tefur þig varla svo
mikið eða þreytir að þú getir skotið þér á bak við
það, ef þú synjar þessari einu jólaósk minni.“
„pú ert sjálfum þér líkur, Úlfar Bergsson, en
gott og vel, ég skal koma með þér,“ hún tók sér
Utinn vegglampa í hönd og sýndi á sér fararsnið,
en hinkraði þó andartak meðan Úlfar bauð síra
Páli góða nótt og þakkaði honum fyrir hið einkar
ánægjulega kvöld.
Frú Áslaug brosti biturt, þegar hún heyrði
þessi orð. Hún gekk á undan sínum gamla elskhuga
með lampa í hönd og lýsti honum leiðina. Gesta-
herbergið var á lofthæð hússins eins og svefn-
herbergi þeirra hjóna.
„Ég vona að þig vanhagi ekki um neitt, sem
þér er bagi að,“ sagði frú Áslaug og setti lampann
frá sér á borð við höfðalag rúmsins. „Hér liggur
eldspýtustokkur og . . .“ hún tók lampann og
hristi hann lítið eitt. „Það er nægileg olia, þó að
þú viljir láta loga ljós hjá þér alla nóttina eins
og tiðkaðist hér áður, þegar fólk var trúræknara
og fylgdi helgisiðunum betur en nú tíðkast."
Þó að Áslaug léti sem hún sæi ekki hið heita,
biðjandi augnaráð Úlfars var þó sem vilji hans
fiötraði hana við þennan stað og hún flutti til
bækur og færði í lag, það sem engrar lagfæringar
sýndist þó við þurfa, unz hún líkt og rankaði við
sér, rétti úr sér með snöggum rykk, bauð góða
nótt og bjóst til að ganga burt.
„En ljósið," sagði Úlfar og gekk nær henni.
„Á ekki að lýsa þér niður stigann?“
„Nei, þess þarf ekki, ég fer ekki niður aftur,
við sofum hér uppi.“
Við sofum hér uppi! orðin ögruðu Úlfari, espuðu
hann, þau bentu svo alltof opinskátt til þess, sem
hann hafði sjálfur misst, en annar maður hlotið.
Öðrum manni, alls óverðugum, veittist sá unaður
að fá að hvila hjá þessari óviðjafnanlegu konu
hverja nótt, en hann, sem átti rétt elskhugans,
skyldi hýrast aleinn og þrá og sakna, — já, vaka
ef til vill alla nóttina hamslaus af þrá.
Hann reyndi ekki lengur að leggja á sig höml-
ur, treysti hikiaust á karlmannlegu töfra sína, nú
sem ætíð, og minningar hennar um ástríðuþrungin
og unaðsfull atlot þeirra fyrr, svo margar ógleym-
anlegar sælustundir. Skyndilega, áður en hún fengi
nokkurt viðnám veitt, hafði hann þrifið hana i
faðm sér og þrýst henni fast að sér, meðan munað-
arþyrstar varir hans sugu að sér varir hennar. . . .
IV.
Nokkru áður en guðsþjónustan skyldi hafjast
kom frú Áslaug inn í skrifstofuna til manns síns.
Það leyridi sér ekki að honum var brugðið. Hann
leit undan augnatilliti hennar og sagði hnugginn:
„Mér hefur tekizt alveg sérstaklega illa með ræð-
una mína að þessu sinni. Það ætti þó að vera
vandræðalaust að semja jólaræðu fyrir þann, sem
eitthvað gæti, en í þessari ræðu er allt margþvælt
og upptuggið, allan trúarhita og sanna jólagleði
vantar. Pokaprestsbragurinn leynir sér ekki. Hafi
sóknarbörn mín ekki fundið það fyrr að ég er
lélegur kennimaður þá rennur það upp fyrir þeim,
þegar þau heyra þessa ræðu.“
„Það getur svo sem vel verið að þú sért eitthvað
verr fyrir kallaður en venjulega, en heldurðu nú
samt ekki að þú gerir full mikið úr mistökunum?"
„Nei, sizt of mikið. Ég hefði átt að semja ræðuna
fyrr, það var óforsjált af mér að geyma það til
s.ðustu stundar. En þú veizt, hvað margt kallaði
að fyrir jólin, ferðalög og annað, og í morgun er
eins og allt hafi verið mér lokað, ég get ekki fest
hugann við fagnaðarboðskapinn og helgi jólanna.“
Frú Áslaug roðnaði.
„Það er víst ekki seinna vænna að við tölumst
við i fullri einlægni,“ sagði hún.
„Nei, nei, ekki núna,“ andæfði prestur og tók að
rúsa um gólfið, hann var allur á valdi geðshrær-
inga, sem honum var ómögulegt að dylja.
Frú Áslaug stóð kyrr og fylgdi honum þegjandi
eftir með augunum.
Framh. í ncesta blaSi.
VIKAN
26