Vikan


Vikan - 31.12.1959, Page 12

Vikan - 31.12.1959, Page 12
ASLAllG k Niðurlag framhaldssögunnar eftir Þórunni Elfu Magnúsd. HRAUIVI „Frúin ætti að taka þessu með þreki og bíða í trú og von. Ekkert vinnst með því að æða í blindni út í aftakaveður. Á reynzlustundum verða menn að taka á allri sinni stillingu. Ungar konur þurfa þess oft öðrum fremur. Ég segi ekki meira um það, en frúin veit að ég er roskinn og reyndur maður, og mín ættarfylgja eru læknisaugu." „Þakka þér fyrir áminninguna, Halldór, mér var hennar full þörf, ég skal reyna að halda jafn- vægi og láta skynsemina ráða. En segðu mér í fullri einlægni, standa ekki vonir til að hann komizt til bæjar, ef hann er úti núna?“ „Jú, frú Áslaug, enginn fer fyrir sitt skapa- dægur og ekki verður ófeigum í hel komið. Ann- ars tel ég ólíklegt að prestur hafi farið frá Syðstabæ, hann hefði átt að ná hingað áður en hríðin skall á. En það kann líka að vera, að hann sé nú kominn heim undir bæ, og þá hlýtur hann að sjá ljósbjarmann í upprofunum. Heyrirðu, nú lægir veðrið, ég fer og bý mig og leita milli éljanna." „Þakka þér fyrir, Halldór, ég veit að þú gerir allt, sem í mannlogu valdi stendur. Nú fer ég og set ljós i alla glugga og lífga við eldana, sem eru farnir að kulna.“ „Það er rétt, frú Áslaug, láttu heimilið lýsa honum eins og vita, og meðan þú starfar er þér rórra." — I skrifstofunni gekk Olfar um gólf, litverp- ur og æstur í skapi og hugsaði um þann ósigur, sem hann hafði beðið í viðureigninni við Áslaugu, en þegar hríðarélið harðnaði svo að hnykti i við- um hússins, nam hann staðar á reiki sínu, rétti úr sér og meðan hann hlustaði var sem nýr þrótt- ur streymdi um hann allan og hann sagði með sigurvissu í rómnum: „Nú á ég leikinn!" VIII. Veðrið gekk á með snöggum og snörpum hryðí- um, á milli lægði ofsann. Áslaug hélt sig 1 eld- húsinu ásamt stúlkum sínum, sú þeirra, sem hugul- sömust var hafði sótt henni hægindi inn i skrif- stofu, sett skör undir fætur hennar og lagt hlýtt ullarsjal yfir herðar henni. Því að enda Þótt notalegt væri í eldhúsinu fékk hún öðruhvoru skjálftaflog, en hún grét ekki og mælti ekki æðruorð. „Þetta hefur liðið lengst milli élja,“ sagði hún. „Varstu nokkurs vör?“ Hún beindi spurningunni að stúlkunni, sem kom inn í eldhúsið rétt í þessu, hún hafði gengið fram i dyr til þess að vita, hvort hún yrði nokkurs áskynja og kom nú inn með asa miklum. „Já, og ég flýtti mér inn, því að mér finnst réttara að frúin viti það, og sé ekki óviðbúin. Þeir eru að koma, piltarnir, og ég sé ekki betur en að þeir beri eitthvað á milli sín, og hest- urinn er með þeim, Gráni, vesalingurinn ...“ Stúlkan yfirbugaðist af geðshræringunni og fór að gráta. „Góða Áslaug mín, farðu ekki fram," sagði hin stúlkan í bænarrómi og reyndi að aftra henni. „Þú skelfur eins og strá í vindi, þú hlýtur að vera veik að skjálfa svona við rauðkynta elda- vélina." „Nei, ég er ekki veik, en ég er bara ekki meiri hetja en þetta." „Jú, víst ertu hetja, en vertu samt kyrr inni þangað til Halldór getur komið inn og talað við þig-“ „Aftraðu mér ekki, ég varð að sjá hann.“ Um leið og Áslaug kom fram var skúrhurðinni hrundið upp og vinnumenn hennar báru inn fennt- an og freðinn mannslikama. Hún greip í þilið sér til stuðnings, kæfði angistaróp, og spurði stilltum rómi: „Er alveg vist að hann sé dáinn?" „Við vitum það ekki, frú Áslaug, en ég get ekki merkt neinn andardrátt. Við fundum hann vestur á túni, hesturinn stóð yfir honum og reyndi að stugga honum á fætur." „Guðni, komdu hestinum strax í hús og að- gættu hann vandlega, hann kann að hafa særst af harðfenninu. Rósa, farðu með volga mjólk í fötu og brauð handa honum, þið verðið að hlynna að honum eins og þið bezt getið. Hvers vegna eru fötin hans Páls svona frosin, Halldór, það er engu líkara en hann hafi blotnað." „Hann hlýtur að hafa lagt i Laxá.“ „Laxá? Lagt í Laxá!?“ „Við verðum að rista utan af honum fötin og vera handfljót," sagði Halldór og byrjaði óðara en hann hafði sleppt orðinu. Frú Áslaug laut ofan að manni sinum. „Hann andar ekki,“ sagði hún í örvæntingu. „Hann er þá dáinn, Halldór?" „Ekki er vist að svo sé,“ svaraði Halldór og talaði hægt, þó að hann bæri hendurnar hratt til við að losa prest við harðfrosin klæðin. „Svona, nú berum við hann inn, færið þið til svo að við getum lagt hann þarna á gólfið, það er ekki vert að vera of nærri eldavélinni. Nú er bezt að ná honum úr þeim fötum, sem eftir eru og vefja hann í hlýjar voðir." Áslaug fór og kom að vörmu spori með voð- irnar, og svo var gert, sem Halldór lagði fyrir. Meðan hún fór höndum um mann sinn, horfði hún angistarfull á andlit hans, en sá ekkert lifs- mark með honum, samt spurði hún Halldór: „Þú heldur að enn sé ekki öll von úti?" „Nei, ég hygg að hann sé í dauðadái, hann hefur verið orðinn of þrekaður til þess að komast lengra, og þá hefur kuldinn læzt sig um hann, heltekið hann. Það verður að reyna að gera á honum öndunartilraunir. Ég er nú ekki vanur því, þó að ég viti svona nokkurnveginn, hvernig á að fara að því, en mundi ekki gesturinn geta liðsinnt okkur?" „Nei, við höldum honum utan við þetta. Enda treysti ég þér bezt allra, Halldór, þú hefur á- reiðanlega erft læknishendurnar eins og læknis- augun." Halldór lagði prest á grúfu og tókst að beygja arma hans og leggja báðar hendur hans undir ennið, síðan hóf hann tilraunir með öndun, en það bar engan árangur og Halldór var auðsjáan- lega orðinn mjög þreyttur, það dró meira og meira af honum. „Láttu mig reyna," sagði Áslaug. „Nei, þetta er of erfitt fyrir þig, frú Áslaug, þú verður að gæta þín.“ „Nei, nú skeyti ég ekki um neitt nema líf Páls, því verður að bjarga, ef unnt er, hvað sem það kostar." „Ætli ég geti ekki tekið við, Halldór," var sagt að baki þeirra. Enginn svaraði, Olfar hafði komið fram í eld- 12 VIK A N

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.