Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 2
r ynr -fcœgariiBtt Bifreiðarl Landbúnaðarvélar||] "’J ; Í Flestar|stærðir J m MARS TRADING COMPANY H.F. Klapparstíg 20. — Sími 1-73-73. ABYRC0ARTRÍCCINCAR HAFIÐ ÞÉR KYNNT YÐUR ÞÆR ? EF EIvKI, ÞÁ ÆTTUÐ ÞÉR AÐ GERA ÞAÐ. Ábyrððartrygginð Jjætir yður fjár- útlát vegna skaðabótakrafna, sem kunna að verða gerðar á hendur yður. íbyrjöflrtryjoino 0 Svo sæt og fölsk 0 Nefsöngur 0 Flugfreyjuskóli 0 Eigingirni HANN STÓÐST ÞAÐ EKKI. Kæra Vika. Geturðu gefið niér ráð? Það er svoleiðis, að ég á eða átti agalega góða vinstúlku. Við vor- um alls staðar saman og sögðum hvor annarri allt. Það var svona, strax þegar við byrjuðum saman í barnaskólanum, og ég get ekki hugsað mér betri systur en hún var. Og svona var það lika eftir að við fórum að vera með strákum, við sögðum bvor annarri alla skapaða hluti, — vorum meira að segja oft báðar með sönm strákunum og það var allt í j)essu fína. En svo kynntist ég strák, sem mér fór að jjykja vænt um, og ég held líka að honum hafi verið farið að þykja vænt um mig. Og svo, þegar vinstúlku mín, þessi sem ég er að tala um, vildi að hún fengi að vera með lionum líka, eins og við liöfð- um gert áður, þá sagði ég nei, og sagði henni allt eins og var. En þá hagar hún sér bara eins og óuppdregin sjoppupjása, við höfðum livergi frið fyrir lienni, og svo fór hún að gera sig svo vðibjóðslega sæta og falska við hann, og hann — eins og allir strákar eru — stóðst það ekki og fór að vera með henni. Og svo agalega andstyggileg getur liún verið, að hún fór að bjóða mér að vera með honum líka. Hvað á ég að gera? Ég veit að honum hlýtur að þykja vænt um mig enn, og að honum getur ekki þótt neitt vænt um liana, því að hann sér hana áreiðanlega út. Á ég bara að bíða þangað til hann verður leiður á henni? Vinsamlegast. 15 ára sorrý. Bíða — víst er svo að sjá sem þú hafir allan aldurinn til þess að bíða eitthvað, og hafir þú svo líka skap til þess, ætíi svo sem ekki að vera mikill skaði skeður. Samkvæmt öllum upplýsingum, þá ætti það ekki heldur að verða svo ýkjalöng bið ... MEÐ SÍNU NEFI ... Kæra Vika. Geturðu skorið úr veðmáli. Kunningi minn segir að orðtaldð: „Syngur hver með sínu nefi“ liafi l)ara óeiginlega merkingu, en ég segi að l)að sé síðan menn voru að kveða rímur og drógu síðasta tóninn von úr viti i gegnum nefið. Hvor okkar hefur á réttu að standa? Með beztu kveðjum. Jón. Varla þú, Jón. Gamlir kvæðamenn drógu að vísu seiminn síðast í hendingu og í vísulok, en að þeir hafi dregið hann „gegnum nefið“, er áreiðanlega einhver misskilningur. Sönnu nær er það, að máltæki þetta hafi óeiginlega merkingu, eins og það er oftast notað, en tíkingin er dregin af fuglunum — þeir syngja hver með sínu nefi, og það í eigin- legri merkingu. Y I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.