Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 12
V . ..Mat manna á fegurð breyfist sífellt. Það er ekki svo ýkjalangt síðan húsmunir þóttu því aðeins „fínir“, að þeir væru vendilega yfirsmurðir með lakkhúð eða málningu. Fyrir 20 árum var starfandi málningar- verkítæði hér í bæ, sem hafði það hlutverk að mála rósir á húsgögn. Nú þætti slíkt ekki aðeins hin mesta forsmán og smekkleysa, heldur er málningarvinnu í sambandi við húsgögn blessunarlega lokið. Á þessum árum hafa menn lært, að sjálft < i efnið býr yfir fegurð. I náttúrunni sjáum við grýtt fjöll, vötn, mýrlendi, skóglendi. Efniviður í byggingum er yfirleitt af nátt- úrlegum toga spunninn, og þar á að vera hægt að finna hina sömu töfra. Enda þótt allir séu sammála um að láta eigindir efniviðarins njóta sín, getur frá- gangur verið mismunandi, og það er sú hlið málsins, sem við ætlum að ræða hér. Til eru þeir, sem vilja breyta efninu sem minnst og byggja heil hús úr ópússaðri steinsteypu, hlöðnu grjéti og éhefluðu timbri. Þess eru mörg dæmi, að þess háttar byggingar geta íc izt mjög vel, en algengara er, að fín- gerðara og meir unnið efni sé notað með, og skapar það skemmtilegar andstæður. Þriðji kosturinn er algengastur: að nota efnið í upprunalegri mynd eða því sem næst, en fága yfirborð þess. Dæmi um það höfum við í nálega gerva'.Iri húsgagnaframleiðslu samtímans, og myndin af stofunni hér að ofan sýnir þetta vel. Þar er notað timbur í loftið, kork á gólfið, timbur í þrepin, allt F’ramh. d hla. *ð. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.