Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 13
bugðuna við Kirkjusand fen # einu sinni lækur — og fellur raunar enn. Þegar Hallgerður langbrók bjó í Laugarnesi og jafhvcl þegar Gestur Þorgrímsson var að alast þar upp, þá féil þessi lækur opinn lil sjávar. Það lagði fúlan fnyk af lækjarómyndinni, og hlaut hann nafn j)ar af, — kallaður Fúlilækur. Og meir en það, kotið á lækjarbakk- anum var skírt þessu sama nafni. Sag- an segir, að Einar Benediktsson skáld hafi eitt sinn falað jarðarskikann iil kaups og reynt að lækka verðið fyrir þær sakir, að nafnið væri eindæma- ógeðslegt. Nú er lækurinn horfinn ofan í skurði og ræsi, og stórbyggirigar risa á fyrrverandi túni kotbýlisins á bakk- anum. lín bærinn sjálfur hcfur ekki verið máður út með öllu. Það ber ‘ að vísu ekki mikið á lionum við hlið- ina á stórhýsi Björgvins Frederik- sens við Borgarturiið, en j)að sést i strax, að þetta bárujárnsklædda liús býr yfir skemmtilegum sérkennum. Það er í tvennu eða öllu heldur þrennu lagi, og utan um það eru vallgrónir garðar. Við sjáum í síma- skránni, að búið er að leggja Fúla- lækjarnafnið á hilhina og nú heitir húsið einfaldlega Lækjarbakki. Þar býr nú listamaðurinn Velurliði Gunn- arsson og eiginkona hans, Unnur Baldvinsdóttir. Okkur datt i hug að líta inn til þeirra einn svartasta skammdegisdaginn, og listamaðurinn tók okkur tveim höndum. — Þetta var einu sinni hlaðan á bænum, — sagði Veturliði og gekk með okkur niður i allstóra stofu. Það er gcngið nokkur þrep niður í hana, ;■ og kínverskir blævængir og hún er mjög há til lofts. Þcssi gamla hlaða hefur verið vel innréttuð, og þar er i senn stofa og vinnupláss hjá listamanninum. Þarna getur margt að lita, og mun í Lækjarbakkahlöð- unni eitt fjölbreytilcgasta safn list- muna úr víðri veröld, sem til er hér á landi. í dyrunum er mjög fram- andi útbúnaður, ættaður frá Marokkó. Það eru grannir bambushólkar, sam- an þræddir, og sagði Veturliði, að J þessi „hurð“ hefði tvo kosti fyrir Serki: Andvarinn leikur auðveldlega í gegnum hana, og það heyrist glöggt, þegar gengið er um. Við rekum augun i franskt veggtcppi með frotté-vefnaði og ofin í ])að egypzk mynd. í nábýli við veggtéppið er ísaumaður púði af Hornströndum með svörtum fiskum á bláum fleti, hryggjarliður úr hval, fenginn frá Pétri Hoffmann, eftir- prentun af hinni frægu Guernica- mynd Picassos, negraskúlptúr frá frumskógum Kongó, keypt af Aröbum í Arabahverfinu i París, veggteppi frá Suðurhafseyjum úr trjákvoðu og berki og þrykkt með svörtum og brúnum jarðlit. Veggrýmið hrekkur hvergi til, og myndir Veturliða sjálfs eru í bunkum utari lil í stofunni. Þar eru nokkrar landslagsmyndir, ólikar ýmsum fyrri verkum Veturliða. - Þú hefur breytt um stíl. ' — Ég hef uppgötvað, að landslagið er stórkostlegt yrkisefni. Þegar mað- ur ferðast um ókunn lönd og ber saman útlenda list og hér- lenda, þá leynir ósjálfstæði okkar sér ekki. Ég held, að við ættum að leggja meira stund á íslenzk séreinkenni og ekki sízt stemmninguna í íslenzku landslagi. — Með þessu er ég alls ekki að dæma absíraktlist, — hún er góð í sannri og upprunalegri mynd, en hér höfum Við hana aðallega i annarri og þriðju útgáfu. Eitt hornið í Lækjarbakkahlöðunni. — Og þá íinnst þér hún útþynnt um of. En þú talaðir um viðkynningu við list útlendra þjóða. Hvar hefur þú helzt stúderað? — Það er nú hér og þar, — byrjaði i Iiandiðaskólanum hjá Engilbert og hélt siðan til Hafnar, hætti þar raun- ar, kennslan var léleg, og ég fór að teikna skúlptúr á Rikissafninu á eig- in spýtur og hjá Boyesen. Stórmerki- legur karl það og hefur mörgum kennt, Kjarval meðal annarra. Svo flæktist ég til Parísar og um Ítalíu, Spán, Holland og Belgiu. Mað- ur varð að kynnast gömlu meistur- unum af eigin raun, og svo sá ég kirkjur og söfn og þvi um likt. — Telurðu það vera gagnlegt ung- um málara að sökkva sér niður í list fyrri alda og skoða gamlar bygging- ar? — Auðvitað er það gagnlegt. ðlaður verður að vita, við hvaða arfi maður lekur. — Eitthvað eitt hefur ef til vill orlc- að sterkast á þig á þessari löngu göngu, — einhver einn listamaður kannski? — Ekk i get ég neitað þvi. Picasso var mjög ofarlega í huga mér. Mér t'innst hann mikill snillingur, maður- inn sá. Hins vegar varð ég hrifinn af fleirum, E1 Greeo til dæmis. Hann hafði mjög skémmtilegt skipulag, sem ég vildi, að gæti komizt á hér iijá okkur. Hann seldi helzt ekki myndir Framhald á bls. 30. 13 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.