Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 8
7 vill vera sjálfstæð I’egar Erhard ráðherra lýsti áætlnn sinni: „velmefiun fyrir alla“, bæði i blöðum og útvarpi, túku þýzkar konur höndum saman við ráðherrann í endurreisnarstarfinu, enda var þeiin þá orðið ljóst, að þær miindu öðla't sömu réttindi og karlmenn og auk þess fá sama kaup fyrir söinu vinnu. En það er aðeins fiögurra ára gömul nýjúng. Næstum allar þýzkar stúlkur ganga nú í einkennis- klæðum. Sumar eru með svuntu eða slopp verkakvenna eða afgreiðslustúllcna, aðrar í fínum klæðum einkaritarans eða í minkapelsi „bisness konunnar". „Mér mundi blátt áfram finnast það hlægi- legt að vinna ekki,“ segir Annelise von Flemming. „Ég er miklu hamingjusamari svona. Ef ég liefði farið að óskum foreldra minna, hefði ég áreiðanlega ekki orðið eins ánægð og hamingjusöm og ég er nú.“ Anne- lise er af heldra fólki, og fjölskylda hennar var mjög rík, átti m. a. kastala, skóga og ræktað land, fjölskylda af gömlum, prússnesk- um aðalsættum. Eftir striðið urðu foreldrar hennar að yfirgefa lieimili sitt og land og flytjast vestur á bóginn (landareign þeirra er nú i Póllandi). Einn:g bændurnir vildu slást með í förina, og á endanum var flóttamannalestin orðin um fjögur hundruð manns. Annelise var átta ára gömul, en hún man vel eftir þessum löngu nóttum, þegar lestin drnttaðist áfram og hest- arnir drógu vagnana. Hún man eftir dapur- legu augnaráði föður sins ( kastalinn er nú orðinn pólskur skóli) og eftirvæntingu og kviða bændanna vegna þess, sem koma skyldi. I Mecklenburg tvístraðist lestin, og faðir liennar hélt áfram með fjölskyldu sina til Hannover i Vestur-Þýzlcalandi, en þar settist iiann að og byrjaði nýtt líf. Annelise gekk í skóla i Hannover. Átján ára gömul fór hún, á skrifstofu til að læra til einkaritara. Á kvöld- in nam hún erlend tungumál: frönsku og ensku. Tuttugu og eins árs kvaddi hún fjöl- skyldu sina og fluttist til Frankfurt am Main til þess að vinna þar við skrifstofustörf. Móðir hennar, sem er af gamla skólanum, vildi, að hún væri kyrr heima, en vilji dótt- urinnar réð. Þýzka stúlkan giftir sig 24 ára og hefur mætur á Iatneskum karlmönnum. — Hún fylgist sæmilega með stjórnmál- um, byrjar snemma að vinna fyr- ir sér og heldur gjarna áfram vinnu utan heimilis eftir giftingu. Annelise er mjög ánægð með vinnu sína. Hún hefur stundað liana i tvö ár og segist ekki munu skipta um nema til að gifta sig. Hún er ánægð vegna þess, að hún vinnur sér inn peninga og ferðast. Starf hennar er dálit- ið óvenjulegt og undarlegt. Fyrirtækið, sem hún vinnur .hjá, hefir einkarétt á sölu til sjötta ( flotans bandaríska á nokkrum þýzkum fram- leiðsluvörum. Herskipin hafa viðdvöl í ýms- um evrópskum liöfnum, og þá er sendur út af örkinni hópur stúlkna til að sjá um sölu á þessum vörum á skipunum. Að mestu leyti eru þetta bílar, sem eiga að fara til Ameríku. Meginhhita árs er Annelise þvf á ferðalögum þessara erinda um þvera og cndilanga Evrópu. Og hún er ein þeirra sárafáu þýzku stúlkna, síin jjráir mest af öllu að eyða fríinu sínu hc'ima. Hún vinnur sér inn að meðaltali sjö liundruð mörk á mánuði, og hún eyðir þeim því sem næst svona: 125 mörk fyrir herbergi með húsgögnum, 100 mörk fara i föt, 200 mörk i fæði, 100 mörk i skemmtanir og 20 fyrir sigarettur. Fyrri afganginn kaupir hún gömul (antique) húsgögn. Miðað við kaup þýzkra stúlkna, eT kaup Annelise gott. Margar aðrar verða að láta sér nægja minna. Það, sem mestu máli skiptir, er, að mögulegt sé að fara i a. m. k. eitt ferða- lag á ári, klæða sig samkvæmt nýjustu tízku, en i því ct m. a. fólgið, að eiga ekki minna en eina ítalska skó. Opinberar skýrslur segja okkur, að meðal- aldur þýzlcra stúlkna, þegar þær gifta sig, sé „Annelise vinnur og þráir þægilegt líf. Hún á aðeins einn óskadraum: að eyða sunarleyfin* i ítaiiu.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.