Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 16
Aukið blæfegurð hársins.... með hinu undraverða íVHITE RAIN fegrandi Shampoo ... þetta ■mdraverða shampoo, sem gefur hárinu sliki- ■njúka og blæfagra áferð. »etta ilmríka WHITE RAIN shampoo ... gerir nár yðar hæft fyrir eftirlætis hárgreiðslu yðar. '*etta frábæra WHITE RAIN shampoo ... læt- ur æskublæ hársins njóta sín og slær töfra- jóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár Blátt fyrir þurrt hár , Bleikt fyrir feitt hár iVHITE RAIN shampoo — hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 Simi 11275. % li HARGREIÐSLU A Ð F E R Ð I R Hér eru sex mismunandi aðferðir við að leggja hár, og eru þær gerðar af enskum hárgreiðslu- meistara. Allar eru þær tízkulegar og fallegar. I>ær eru bæði fyrir sítt og stutt hár, og eftir sídd og gerð hárs yðar getið þér svo valið hina réttu greiðslu. Þér getið sjálf Iagt hárið eins og sýnt er á mynd- unum. Aðalatriðið er að fara nákvæmlega eítir teiknimyndinni, þegar þér látið rúllur og klemmur í hárið. Með því — og svo að fara eftir fyrirsögn- inni um, hvernig greiða eigi úr krullunum, fáið þér hina réttu hárlagningu. Ef vel tekst til, getið þér sparað yður ferðirnar á hárgreiðslustofuna. HEILLARÁÐ V I Ð HÁRÞVOTTINN Ef þér hafið feitt hár, notið þá sápulög (fljótandi shampoo), sem ætlað er fyrir feitt hár. Þvoið hárið fimmta hvern dag, og gætið þess að skola það vandlega. Örlítið af sítrónusaft eða ediki í síðasta skolvatnið gerir það að verkum, að hárið fitnar ekki eins mikið. Sé hárið aftur á móti þurrt, er bezt að nota krem- shampoo. Þvoið hárið áttunda hvern dag eða tiunda hvern. Nauðsynlegt er að núa kremi í hárið eftir þvottinn, því að hann þurrkar hárið svo mikið. Þvoið hárburstann og greiðurnar í hvert skipti, sem hárið er þvegið, því að bera óhreinan bursta í nýþvegið hár er að eyðileggja þvottinn. Reynið margar tegundir af shampoo, þar til þér hafið fundið þá, sem bezt hentar hári yðar. Verið samt ekki of fastheldin á eina sérstaka tegund, þvf að hárið hefur gott af að skipta um annað veifið. Skolunin á hárinu er aðalatriði hárþvottarins. Shampooið fjarlægir aðeins fitu og óhreinindi, en skolunin gerir hárið hreint. Blautt hár er mjög viðkvæmt og brotnar fremur en þunnt hár. Gætið því varúðar, þegar þér burstið eða kenibið blautt hár. Hárrúllur eru misstórar, og því stærri rúllur scm þér notið. þeim mun minna krullast hárið. Þegar hárið er rúllað upp. er bezt að setja þunnt hréf utan um endann á lokknum og athuga vel, að rúllan snúi rétt. Látið hárið þorna vel, áður en rúllurnar eru teknar úr. Sléttu cnnislokkana, sem svo mikið eru í tízku nú, á að leggja þannig, að vafningur úr hreinsaðri baðmull er lagð- ur á ennið og hárið siðan lagt lauslega yfir hann og end- arnir festir að neðan með spennum. Hliðarhár og undir- hárin að aftan er bezt að krulla með klemmum. í mjög fíngert hár á að nota litlar rúllur eða klemmur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.