Vikan


Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 30

Vikan - 28.01.1960, Blaðsíða 30
Formbylting í bílaiðnaði Framhald aí bls. 5. og viðskiptaveltu, enda er GM, Crysler og Ford venjulega kallaðir „þrír hinir stóru" í Detroit. Allt frá því er Bandaríkjamenn hófust fyrstir handa um smíði og framleiðslu bíla og fram á siðustu ár, hafa þeir haft þar óumdeilanlega forystu ög yfirleitt ,,ráðið“ allri bíla- framleiðslu í heiminum, beint eða ó- beint, enda þótt brezkir og þýzkir framleiðendur létu þar nokkuð til sín taka. Það er ekki fyrr en fyrir fáum árum, að forystuhlutverk þeirra fór að verða umdeilanlegt og evrópskir bílaframleiðendur tóku að fara sínar eigin leiðir og þá um leið að veita þeim bandarísku samkeppni, svo að að kvæði. Ber þar fyrst að nefna Volkswagenverksmiðjurnar þýzku, en framleiðsla þeirra, þýzki „alþýðu- vagninn", hefur sífellt unnið á, siðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, fyrst í stað sem ódýr og hentugur bíll fyrir efnaminna fólk, síðan sem þægilegur og lipur vagn i hinni miklu umferð stórborganna — og loks sem tízku- vagn og ekki aðeins í Evrópu, heldur og í sjálfu forystulandinu, Bandaríkj- unum, en innflutningur VW hefur stöðugt aukizt á síðustu árum. Þá hafa og aðrir þýzkir bílar, svo sem Mercedes Benz og Opel, veitt banda- rískum bilum sívaxandi samkeppni á evrópskum markaði. Franskir bílar, svo sem Renault og Paugeot, og einn- ig ítölsku Fiatbílarnir hafa og sífellt sótt á — einnig i Bandarikjunum, — og loks hefur Volvo-sportbíllinn sænski og brezku smábílarnir Austin og Morris látið æ meir til sín taka, bæði á evrópskum og bandarískum markaði. Þegar svo var komið, þótti banda- rískum bílaframleiðendum gerast þröngt fyrir dyrum. Hinir stóru í Detroit hófu harða gagnsókn og studdust í baráttuaðferð sinni við erfðavenjur, sem gilt hafa í bílaiðn- aði þar í landi frá upphafi: — að leggja mesta áherzlu á aukna hreyfil- orku og ytri glæsileik i formi, stærð og skrauti. Það var ekki öldungis að ástæðulausu, er einhver háðfugl- inn lét svo um mælt i gamni og al- vöru, er hann ræddi um ólíkt mat á manngildi i ýmsum þjóðlöndum: „Bretland: — Segðu mér, í hvaða klúbb þú ert. Frakkland: — Sýndu mér ástmey þina. Þýzkaland: — Hvaða próf hefurðu og hvaðan? Bandaríkin: — Hverrar tegundar er bíllinn þinn?“ Bill eigandans var bókstaflega orðinn mælikvarði á efna- hag hans, smekk og stöðu í þjóðfé- laginu, enda höfðu bílaframleiðendur þar í landi gert allt, sem þeir gátu, til að stuðla að slíku mati meðal al- mennings, að því stærri, dýrari og skrautlegri sem bíllinn væri, þvi meira álit og virðingu tryggði hann eiganda sínum. Á þessu byggðu þeir svo gagnsókn sína á hendur hinum erlendu, erfðavenjusnauðu innrásar- aðilum, sem — samkvæmt þessu mati — unnu fyrst og fremst að Því að „minnka“ manngildi, álit og virðingu manna með því að fá þá til að sýna sig í ódýrum, litlum og látlausum bil- um. Og þeir þrír stóru í Detroit stækkuðu enn bíla sína, juku aksturs- hraðann og skraut og gerðu „straum- línuna" enn ýktari í formi þeirra — og töldu sér þar með sigurinn vísan á þýzku, frönsku, itölsku, sænsku og brezku „barbörunum". Um leið 'var hafin einhver stórfelldasta auglýs- ingaherferð, sem um getur, jafnvel í Bandaríkjunum. En það fór á aðra leið. Sú furðu- lega staðreynd kom í ljós, að hinir þrír stóru höfðu reiknað skakkt, aug- lýsingasálfræðingar þeirra höfðu reiknað skakkt, formsnillingar þeirra höfðu reiknað skakkt. Bandariskar erfðavenjur í bílaiðnaði dugðu ekki til, almenningsálitið hafði breytzt. Hinir krómskreyttu, „super“- straum- linuformuðu og hraðskreiðu bíldrekar frá Detroit seldust ekki. en hins vegar jókst salan á VW og öðrum evrópsk- um smábílum um allan helming. Al- menningur dæmdi bílinn ekki ler.gur eftir því, hvaða virðingarstig hann veitti eiganda sínum, heldur eftir því, hvernig hann samræmdist hinum sí- auknu kröfum um lipurð í hinni sí- vaxandi umferð á strætum stórborg- anna og hve litið rúm hann tók á bílastæðunum, þar sem nú gerðist æ þrengra, — og síðast, en ekki sízt — sparnaður og látleysi naut vaxandi álits að sama skapi sem íburður og ytra óhóf fór halloka. Hmir stóru Þrír tóku að hugsa sig um. Erfðavenjur eru góðar, — á með- an græða má á þeim, en ekki heldur lengur. Þeir, sem mestu ráða meðal hinna þriggja stóru, eru fyrst og fremst hagsýnir menn og raunhæfir, annars hefðu þeir ekki komizt eins langt og raun ber vitni. Samkvæmt því viðurkenndu þeir ósigur sinn undanbragðalaust og ákváðu að breyta um' baráttuaðferð. Það var ekki nóg til sigurs að beita óvir.ina þeirra eigin vopnum, heldur varð að brýna þau, svo að þau bitu enn bet- ur. Hinir stóru þrír brutu í blað; saga hinna krómskreyttu bíldreka nálgaðist lokin, en við tók saga hinna gangmiklu, látlausu og þægilegu með- albíla, Rambler, Falcon, Corvair og Valiant. Enn var hafin sálfræðilega undirbúin auglýsingaherferð: — Nýju meðalbílarnir sameinuðu kosti ev- rópsku smábílanna og bandarísku bíl- drekanna; þeir veittu eigendum sín- um öll sömu þægindi í akstri án Þess að draga úr virðingu þeirra og þó meiri, þvi að menn gátu rétt úr hnjánum i þeim bandarísku. Þetta voru ekki „smábílar", ekki heidur beinlínis ódýrir bílar, — Þeir báru því vitni hagsýni og látleysi eigand- ans án þess að vekja á honum grun um fátækt eða kvikinzku. Og form þeirra hélt við föstum, Þjóðlegum erfðavenjum, án þess að um ýkta straumlínu eða þjóðlegan og óbílleg- an, erlendan andhælissvip væri að ræða. í rauninni má því með sanni segja, að þarna hafi verið fyrst og fremst um formbyltingu að ræða. og nú er eftir að vita, hvernig hún dugir, hvort bandarískir bílaframleiðendur ná aft- ur óumdeilanlegu forystuhlutverki sem hinir útvöldu spámenn bilsins eða hvort erlendu Fílistearnir vinna enn á og fá jafnvel almenning i upp- hafslandi bílsins til að snúa sér frá Cadillac, Buick, Mercury og Chevrolet og falla fram og tilbiðja erlenda smá- hjáguði, Volkswagen, Floride og Volvo og aðra slika. með hinum bragðgóðu HONIG BÚÐINGUM ROM VANILLA eða SÚKKUKAÐI bragð ^f-cast l naistu ntatoötubúa) TRAUST MERKI Heildsölubirgðir Eggert Kristjánsson & Co. h.f. H O t l A N D Bréf frá einni 55 ára Framhald af bls. 19. að ég hálfdansa við morgunverkin eftir músíkkinni í útvarpinu, ég er nefnilega músíkölsk og finn rýtina, sem mér hæfir i hverju lagi, og hvort sem ég bóna, ryksýg eða þurka af, lireyfi ég mig eftir hljóm- fallinu. Það er nefnilega yndislegt og skemmtilegt að vera ein og geta hreyft sig óliindrað án þess að hafa á tilfinningunni, að sé kannske brosað að manni. Svo slæ ég botninn i þetta bréf og skrifa aðeins upphafsstafina mína undir, því að ég býst við, að yður þyki kannski, að þetta sé nokkuð ungæðislegt bréf frá 55 ára gamalli konu, sem er sjö barna amma. En svona er ég nú einu sinni, og bréfið er skrifað af hjart- ans einlægni, þó að tónninn sé kannski hálf-losaralcgur. Með þökk fyrir kennsluna. Yðar N. S. Á. Kona frá Kongó Framh. af bls. 13. eftir sig, heldur leigði liann þær út til ákveðins líma. Það er ekki gott að segja, hvernig slíku yrði telcið hér. — Tónskáldin hafa sitt Stef, og rithöfundar fá fyrir endur- útgáfu á verkum þeirra. En við vesalings málarar seljum verk okk- ar í eitt skipti fyrir öll. Það kólnar skyndilega í „lilöð- unni“, og Veturliði segir, að það sé vegna þess, að hitað sé upp með rafmagni og straumurinn tekinn af part úr degi, — og þá er fíjótt að kólna. Við liliðina á mér er trémynd af svartri konu frá Kongó, brjóstin ákaflega stór og sitjandinn. Þannig vilja þeir hafa konur þar. — Átt þú Lækjarbakka? — Nei, því miður. Þau eiga þetta hús lijónin Magnús Árnason og Barbara. Þau eru nýlega flutt héð- an, og ég tók húsið á leigu. Það er svo dýrmætt að vera við sjóinn. Enginn veit, hvcrs virði það er. Svo er þetta fína uppsátur hér fyrir framan, og Sigurjón í Laug- arnesinu er búinn að sýna mér helztu miðin. Ég veit bara ekki, hvað verður um mann, þegar þetta hús verður rifið. Já, það er víst að koma að því, cn svona er þetta, þegar mað- ur er upp alinn við sjó. — Hvar? — Vestur í Súgandafirði. Þar eru nú fjöll, lasm, sem ekki gefa eftir pýramídum. Já, það er gam- an að eiga svoleiðis fjöll. Átt þú ekki fjöll? — Allir eiga sín fjöll, blessað- ur vertu. Sumum finnst meira að segja, að Esjan sé falleg, og það er mjög eðlilegt út af fyrir sig. Jafnvel liamrahlíðin í Mosfellssveit væri litin með lotningu, ef engin önnur fjöll væru í augsýn. Nú er rökkrið orðið mjög þétt í Lækjarbakkastofunni, gluggarnir eru ekki stórir, og það eru él úti, YIKAN 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.