Vikan


Vikan - 11.02.1960, Page 9

Vikan - 11.02.1960, Page 9
DULDAR AFLEIÐINGAR UMFERÐARSLYSA í dag skriíar dr. Matthís Jónasson á þessa leið: HÆTTULEG HÓFUÐHÖGG. Flest umferðarslys á börnun) gerast þannig, að bifreið, sem vegur nokkur tonn, ekur á barn, sem vegur 20—40 kilógrömm. Við áreksturinn kastast barnið annaðhvort frá bif- reiðinni og slengist í götuna eða það fellur fyrir bifreiðina og merst og brotnar undir þunga hennar. í fljótu bragði gœti sýnzt sem barnið hlyti ávallt að bíða ba.na i slíkum árekstri, en þvi fer fjarri. Aðeins mjög lítill bluti umferðarslysa á börnum er bein dauða- slys. Venjuleg beinbrot valda t. d. ekki dauða, nema þau verði á höfuðkúpu eða hryggsúlu og skaddi heita eða mœnu verulega um leið. afnvel höfuðkúpubrot með nokkurri heila- sköddun þurfa ekki að vera banvæn. En þó að ytri áverkar grói, befur heili barns- ins oft orðið fyrir sköddum eða röskun, sem aldrei læknast fyltilega. Slikar afleiðingar slysa dyljast miklu frennir með börnum en fullorðnum. Þegar fullorðinn maður er gróinn að ytri áverkum, kemur það brátt í ljós, livort hann er jafnfær i starfi sinu og áður. Hjá barninu er samanburðurinn flóknari. Aðal- starf þess er námið. Það sækist börnum misjafn- lega, þó að engum slysum sé um að kenna. Getuleysi barnsins er i lengstu lög flokkað undir leti. Afleiðingar slyss á andlegan þroska og skapgerð barnsins geta því dulizt furðulengi. En þegar getuleysi barns i námi er orðið svo áberandi, að ])að er tekið til rannsóknar, kcm- ur oft í ljós, að barnið hefur orðið fyrir alvarlegu slysi, sem truflaði skapgerð þess og hamlaði andlegum þroska. Ég sle|)i)i því að sinni, að slysinu fylgir oft þjáningafull og langvinn iega, sem tefur fyrir eðlilegum þroska og getur jafnvel lamað vilja barnsins. Að því leyti er stysið sam- bærilegt við hættulegan og erfiðan sjúk- dóm. Mikið skortir þó á, að foreldrar og skólar gefi þessum erfiðleikum barns á batavegi nægilegan gaum. Oft hlýtur barn sýnileg lýti eða fötlun af slysi, þó að ytri áverkar grói að nafni til. Telpa, sem varð fyrir bíl, fekk slcurð mikinn niður vanga og yfir höku. Hún lifði samt og skurðurinn greri, en örið hverfur aldrei. Nú er litla telpan full- vaxin stúlka. Mér er kunnugt um, að hún óskar sér þess oft heitt og innilega, að liún liefði dáið i þessu slysi. Þó að slíkt hugarfar sé rangt og lienni beri að sætta sig við afleiðingar þeirra áverka, sem litla stúlkan lilaut forðum, þá er örvænting hennar mannleg og eðlileg. Slíkt hugarástand ræður oft miklu um skapgerðarþróun og lifsviðhorf manna. LAMANDI SKELFING. Sum börn hafa ekki minnsta hugboð um hættuna, fyrr en bifreiðin slengir þeim i götuna. Ef þau missa meðvitund við áreksturinn, vita þau ekkert um tildrög slyssins nema það, sem þau heyra eftir á. Miklu fleiri eru þó hin, sem sjá voðann, en megna ekki að varast hann. Þegar við fréttum un)ferðarslys á börnum, geruin við okkur venjulega mjög óljósa hugmynd um sálarástand barns í óumflýjanlegri hættu. Þegar barnið sér ferlikið æða yfir sig, stirðnar það af skelfingu og má sig hvergi hræra. En um leið og lamstjarfi leggur likam- ann þannig í fjötra, engist barnið í ofsalegri sálrænni þjáningu, sem breytir öllum tímahlutföllum, svo að sekúndu- brot verður að vitiseilifð. Því orkar það næstum eins og frelsun, þegar stál- kantur skellur á höfuð barnsins og sviptir það meðvitund. Hin ofsalega liræðsla, sem gagntók barnið á hættustund og smaug inn í innstu afkima sálarinnar, hverfur ekki, um leið og saumur er tekinn úr skurði eða gifs af brotnum lim. Fjötrar henn- ar þjaka sálarlífi, lama viljaþrótt og Framhald á bls. 21,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.