Vikan


Vikan - 11.02.1960, Side 11

Vikan - 11.02.1960, Side 11
i Þessi niðurröðun á borðum er oft notadrýgri og oftast þægilegra að vinna við þau þannig. -— Nú segir einhver ef til vill, að þetta sé almenningi alveg óviðkomandi. En þar sem alltaf einn eða fleiri úr hópi félaga, sem veizluna halda, ræða við veitingamanninn áður um ýmislegt, er við kemur veizlunni, er ekki úr vegi, að þeir geti líka gefið ýmsar hugmyndir þar að lút- andi. Greinin er eftir Geir R. Andersen þessara afnota. Þetta á bæði við um Reykjavík og marga staði úti á landi, en þar liafa aftur á inóti verið byggð hús, sem félagasam- tökin eiga sjálf og liafa aðgang að, þegar þau vilja. í Reykjavík verður þetta félögunum mun erfiðara, þvi að þau liafa oft og tiðum ekki efni á að reisa hús á dýrri lóð, og þar sem félagastarfsemi er einkum um vetrarmánuðina, mundi það varla borga sig. Það eru þvi i sjálfu sér eðlileg og hagkvæm viðskipti fyrir báða aðila, að félögin leigi sér liús- næði til þess að lialda samkvæmi sín og mannfagnaði i á þeim stöð- um, sem gefa kost á því. Nú er það þannig, að veizlur og veizlusiðir hafa verið ærið fá- brotnir og tilbreytingarlitlir og eig- inlega staðið í stað um mörg ár, nema ef um stórar og opinberar móttökuveizlur hefur verið að ræða fyrir erlenda þjóðhöfðingja, en það sýnir, að ef á reynir og vandað er til, standa íslendingar ekki öðrum þjóðum að baki að smekkvísi og skipulagningu á ýmsum sviðum, er varða veizlur og móttökur í sam- kvæmum. En það er ekki alltaf, að hið skrautlegasta og dýrasta sé hið bezta og hljóti bezta viður- kenningu, heldur er það oft ein- miR þveröfugt i þessum málum. — Tilbreytni mætti fá i veizlur með því t. d., þegar einstaklingar kaupa út veizlur af veitingahúsum, að gera greinarmun á t. d. fermingar- veizlum og giftingarveizlum, og gætu veitingahúsin hvert um sig haft sitt sérstaka snið og form á þessum veizlum og skipt um árlega, ekki aðeins á matseðlum, heldur einnig i ytra útliti, með skreyt- ingu og öðru, sem þau svo aug- lýstu og samkeppni yrði um. En það er samkeppnin, sem ekki þekkist enn hér heima nema á Tilbreytni í samsetningu mat- seðla í veizlum hcfur verið furðu- fjölbreytt þrátt fyrir vöntun á ýmsum góðum hráefnum, einkum á veturna, og vandvirkni i mat- reiðslu er i framför, a. m. k. á stærri stöðum í Reykjavík, bæði vegna samkeppninnar, sem er far- in að segja til sin, og vegna þess, að ungir menn, sem hafa haft áhuga á faginu, hafa lagt á sig erfiði til að læra það i góðum skólum og af góðum fagmönnum, sem þeir hafa haft til fyrirmyndar. Nú er þvi þannig komið hér heima, að á nærri flestum stöðum stjórna ungir menn matreiðslu og ferst það yfirleitt ekkert verr en starfsbræðrum þeirra erlendis, nema þá helzt vegna þess, eins og áður er getið, að fjölbreytni i hráefnum er ekki eins mikil hér og erlendis. _ Ef litið er á drykkjarvörur og vínföng, sem nú eru notuð i veizlum og samlcvæm- um á íslandi, er þar um að ræða á öllum sviðum, undantekningar- lítið, liinn megnasta óþverra, væg- ast sagt, og á það við bæði um innflutta drykki og þá, sem búnir eru til eða átappaðir i landinu sjálfu. Þar er þó um undantekn- ingar að ræða, eins og t. d. pilsn- erinn islenzka (óáfenga og eflaust hinn áfenga líka), maltöl og kóka kóla, sem er líkt og annars staðar. — Þetta er þó eklti sök veitinga- húsanna, heldur íslenzkra framleið- enda og vanþekkingar á innkaup- um frá útlöndum. Ekki hefur enn tekizt að framleiða bragðgóða gos- drykki hér, eins og fá má erlend- is, án þess þó að um sé að ræða næstum hreinan ávaxtasafa. Eitt sinn mátti fá í Reykjavík gosdrykk, sem kallaður var sítrón, og var hressandi, ef hann var drukkinn kaldur, þótt hann væri ekki bragð- Framhald á bls. 28. frumstigh Þar er þó ekki veitinga- húsum og hóteleigendum um að kenna nema að litlu lcyti, þvi að þeir hafa verið beittir fádæma þvingunum af hinu opinbera og skyldaðir til að gera sér að góðu að bjóða fólki upp á fáránlega fjar- stæðu í nær öllum greinum ís- lenzkrar veitingasölu. Þegar fjölmennar veizlur eru haldnar með sameiginlegu borð- haldi, liefur nær eingöngu verið notuð sama niðurröðun á borðum, þ. e. a. s., að svokölluðu háborði er komið fyrir með tveimur eða fleiri álmum út frá því, tveimur út frá hvorum enda og siðan milli þeirra eftir því, sem þörf krefur. Til til- breytingar mætti nú breyta út af þessu öðru hverju og raða borð- unum eins og sýnt er á myndunum til vinstri.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.