Vikan


Vikan - 11.02.1960, Qupperneq 15

Vikan - 11.02.1960, Qupperneq 15
Þýzkt skrifborð með óföstu, útdregnu vélritunar- borði. Þetta borð er einkennandi fyrir þýzk nú- tiniahúsgögn, formið fremur stíft, en stílhreint. Slíkt skrifborð hentar þeim vel, sem hafa mikla heimavinnu. Til hægri er skjalaskápur með laus- um möppum (files). Skrtfborð á heimilinu Afburðafallega unnið skrifborð og stóll frá Húsgagna- verzlun Benedikts Guðmundssonar á Laufásvegi 18A. Skúffur eru aðeins öðrum megin, og gefur það borðinu léttari svip. Slíkt skrifborð sæmir fagurkerum að hafa á heimili sínu. mmm Til hægri: Hansahillur með áföstu skrifborði. Það er með skúffum vinstra megin og því er fest í uppistöðulistann á sama hátt og hillunum. Að ofan: Með Hansahillunum er hægt að fá sérstakan skáp, sem er skrifborð um leið. Hurð- in er á lömum að neðan, og nægir þetta fyrir minni háttar skriftir. hærra spilið, vinnur. Gerið þér svo vel. Fallizt þér á það? Einnar mínútu dauðaþögn. Nikk beið enn í þrjátiu sekúndur. Hann tuggði vindilinn sinn, eins og ekkert hefði í skorizt. — Þér fáið enn eina mínútu til umhugsunar, sagði hann og leit á úrið. Milljónarinn hreyfði sig ekki. Svitaperlur komu fram á enni hans. — Ég þakka fyrir mig, sagði Nikk og tók sam- an spilin. Við sjáumst kannski seinna. Og hann yfirgaf salinn án þess að segja orð. AÐ er ekki furða, þótt þessi maður sé orð- inn að nokkurs konar þjóðsagnapersónu í heimalandi sínu, þar sem tíðum er teflt á tæpasta vað. Menn, sem spila í happdrættum, get- raunum og kaupa einstaka hlutabréf, kunna ef til vill að hrista höfuðið fyrirlitlega og lýsa and- úð sinni á þessari ófresku spilafýsn. Fyrir nokkru hafði Nikk tapað á einu kvöldi hæstu upphæð, sem um getur, 605.000 dollurum. Sigurvegarinn var Arnold Rothstein frá New York. En hann lét þetta ekki á sig fá fremur en kvöld- ið, þegar hann vann hina gífurlegu fjárhæð í Las Vegas, — virtist mönnum. Nikk lifir í sannleika sagt furðulegu lífi. Ef ævisaga hans væri skrifuð algerlega sannleikan- um samkvæmt, mundu flestir væna rithöfundinn um örgustu lygi. Siðustu 45 ár hefur hann lagt a. m. k. 600.000.000 dollara undir spil. Hann hefur orðið gjaldþrota 65 sinnum, hann er doktor í heimspeki, — og aldrei verður á honum séð, hvort honum líkar betur eða verr. Að þvi er virðist, get- ur ekkert komið gríska Nikk úr jafnvægi. Hann nennir ekki að leggja smáupphæðir und- ir. Það er ekki fyrr en upphæðirnar eru farnar að kitla hann í fingurgómana, að hann leggur til atlögu, — og á eftir á hann það ef til vill til að gleyma 100.000 dollurum í frakka, sem þarf að senda í hreinsun. Peningarnir skipta hann nefnilega ekki mestu. Þeir eru aðeins meðal til þess að skapa spennu, en ekki til þess að fá drauma manns til að ræt- ast, eins og hann segir sjálfur. Hann er ónízkur karlinn sá. Menn hafa komizt að því, að hann hefur á árunum gefið um það bil fjórar milljónir dollara til líknarstarfsemi, — og einnig er sagt um hann.að hann hafi látið andstæðinga sína komast upp með að hafa rangt við, einungis til þess að hafa ánægjuna af því að virða fyrir sér gleði þeirra, þegar þeir héldu, að þeim hefði tekizt að leika á hann. En Nikk getur lika verið harður í horn að taka, ef honum sýnist svo, og þá er hann ekkert lamb að leika sér við. — En mér finnst ekki nema gaman að fylgj- ast með brögðum andstæðinga minna, sem fer iðja sín ákaflega misjafnlega úr hendi. RlSKI Nikk byrjaði feril sinn með teninga- spili. Þá sló hann sér heldur betur upp í Las Vegas. 400 dollara. Sem sagt, það var ekki Framhald á bls. 21.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.