Vikan


Vikan - 11.02.1960, Page 21

Vikan - 11.02.1960, Page 21
„NICK THE GREEK“ Framhald af bls. 15. þá, sem Nikk vann stærstu upphæðir sínar. Hann lét sér nægja að „komast í þjálfun“ á þessum opinberu stöðum, en um miðnætti fór hann heim til stóru spilafíflanna, og þar var ekkert smáræði lagt undir. 1 Las Vegas getur allt komið fyrir. Þangað þyrpast milljónarar kringum spilaborðin, horfa á nektardansa, ef þeir láta sér þá ekki nægja að sötra viski. Skemmtilegt dæmi úr lífi þessarar furðulegu borgar er tekið úr timaritinu Colliers og mun vafalaust vera sannleikanum samkvæmt. Greinin fjallar um Nikk. Hann er sagður hafa vaknað um miðja nótt við símhringingu. Það var olíu- kóngur i Texas, sem vildi tala við hann. Nikk dvaldist þá í glæsilegu hótelherbergi í Las Vegas: — Hvernig gengur, Nikk? — Þakka þér fyrir, ágætlega. En þér? — Þakka þér fyrir, ágætlega, en mér leiðist í nótt. E’igum við ekki að taka nokkur spil? Ég sit hérna með dollaramynt í höndunum. Hvað segirðu við því. Hvora hliðina viltu fyrir 10.000 dollara? Nikk valdi sér hlið. — Bölvuð vandræði, Nikk. Þú vannst. Ég sendi þér ávísun með morgunpóstinum. Og auðvitað komu peningarnar. Menn eru ekki að sjá í svona smáupphæðir, — að minnsta kosti ekki þessir karlar. Hvórt hnfið þér blótað! Leyfist oss að minna á það, að enn lifir fjórðungur Þorra og fer nú hver síðastur að verða til blóts. Meðfylgjandi mynd er tekin í Naustinu, en sá ágæti veitingastaður kefur ekki brugðist Þorraskyldunni. Þar fá menn trogfylli af rammíslenzku blótmeti og skal þeim, sem ekki hafa reynt né setið önnur Þorrablót, eindregið bent á að ekki sæmir að byrja svo Góuna að hafa ekki blótað Þorrann. ERRA Nicholas Dandolos er nýorðinn sjö- tugur. Hann er hár, grannur og beinaber og getur spilað og drukkið dægrin löng án þess að sofa. Að því er virðist, bitur ekkert á hann. En hann þarfnast og þráir spennu. Þegar hann kom til Bandaríkjanna á unga aldri, ungur og efnaður forstjórasonur, varð hann þegar ást- fanginn af stúlku einni, sem leizt einnig ve! á hann. En þá kom babb í bátinn. — Þeim varð sund- urorða, og Nikk fór sár til Kanada og beið þess, að hún skrifaði honum og bæðist fyrirgefningar. Bréfið kom reyndar — frá foreldrum hennar, — tilkynning um, að dóttir þeirra væri dáin. Þetta gerbreytti griska Nikk. Hann tók nú að drekka og svalla. Hann hafði tapað trúnni á lífið. Einungis við spilaborðin fann hann sjálfan sig. Þetta kann að hljóma ákaflega tilgerðarlega, en þetta er heilagur sannleikur engu síður en sögurnar af þeim fjárfúlgum, . sem hann hefur unnið á ævinni — og tapað. Það er óþarfi að skreyta, því að líf Nikks er sannarlega nógu við- burðaríkt. Sérhver sekúnda í lífi hans í Banda- ríkjunum hefur borið með sér nýja og óvænta viðburði. Hver mundi til dæmis trúa þvi, að oitt sinn gleymdi hann 80.000 dollurum í svitabandinu á hattinum sínum, sem hann hengdi upp á veit- ingahúsi einu. Hann fékk bæði peningana og hatt- inn aftur — og stóð, að því er virtist, algerlega á sama. Það er þess vegna ekki furða, þótt Nikk sé orðinn nokkurs konar ævintýravera í huga ame- rískra spilafugla. Hóteleigendur og eigendur spila- víta halda því fram, að hann vekji meiri athygii en Marlene Dietrich í fararbroddi fyrir 40 í,tur- vöxnum meyjum. Hann á það ekki lengur á hættu að verða fátækur að nýju, því að hann þarf ekki annað en minnast á það við eiganda spilavítis, að hann geti svo sem litið inn í vítið hans í e!nn eða tvo tíma eitthvert kvöldið. Og eigendurnir taka honum opnum örmum, því að sérhver efn- aður Bandaríkjamaður ekur kádiljáknum sínum mörg hundruð kílómetra végalengd einungis til þess að geta státað af því að hafa verið í sama herbergi og maðurinn, sem lagði eitt sinn 550.000 dollara undir eitt spil — og vann. + Framh. af bls. 11. er aö hafa dagblöO undir dúkn- um, svo að liturinn komi ekki í gegn. ByrjiO síOan að lita, og at- hugiO aO lita ekki út fyrir mynztriO, því aö liturinn næst ekki úr. LofiO síOan dúknum aö þorna. AÖ lokum er hann faldaöur í höndum. Þar sem tauprentslitir eiga aö þola suöu, er óhœtt aö þvo dúkinn, þegar meö þarf. Duldar afleiðingar bifreiðasfysa Framhald af bls. 9. meina ýmsum hæfileikum barns- ins að njóta sín i námi, liegðun og starfi. En við gefum þessum þætti slyss- ins venjulega lítinn gaum, heldur einblínum á ytri áverka. Því getur oft að Icsa í slysafregnum og heyra i tali manna, að ungt barn hafi sloppið furðuvel úr umferðarslysi, ef það fékk skurð á höfuð eða ein- falt beinbrot á útlim. Oklcur sést yfir aðaláfallið: skelfinguna, sem gagntekur barnið, sekúndubroti áður en áreksturinn verður. ÓSÝNILEG FÖTLUN. Sýnileg fötlun skýrir sig sjálf. Enginn ásakar haltan mann, þó að hann sé ekki jafnfóthvatur og liinn heilfætti, né blindan fyrir glámskyggni. Maður, sem er sýni- lega fatlaður, nýtur skilnings og samúðar. Öðri máli gegnir um ósýnilega fötlun, sem fólk dregst með eftir slys og áföll. Hún er venjulega lögð hinum fatlaða út á versta veg. Sjúkleg hræðsla er sú tegund fötlunar, sem vekur háð og spé, af því að heilbrigt fólk finnur ekki til ótta við það, sem fyllir hinn fatlaða skelfingu. Ég þekki ungan mann, sem er svo bíl- hræddur, að hann getur naumast dulið ótta sinn, ef hann neyðist til að stíga upp í bil. Ungur dreng- ur lenti hann i bílslysi, en meidd- ist þó ekki sjálfur. Annar vinur minn yarð fyrir strætisvagni ineð sleðann sinn. Sleðinn molaðist, en drengurinn slapp ómeiddur. Eftir þetta var drengurinn svo ofsalega hræddur við strætisvagna, að liann þorði ekki að koma í námunda við þá og fekkst með engu móti til að fara inn i strætisvagn með foreldrum sínum. Leikfélagar hans striddu honum miskunnarlaust með aum- ingjaskap hans, en stríðnin hafði þau ein áhrif, að skelfingin, sem hann skildi ekki sjálfur, læsti sig enn þá fastar um hug lians. Það reyndist miklu erfiðara að losa hann úr þessum fjötrum en græða einfalt handleggsbrot. Þessi dulda orsöík sérstæðrar hegðunnar verður margri skapgerð ofraun, svo að einstaklingurinn leitar í örvæntingu sinni óheppi- legrar uppbótar. Lítill vinur minn varð blindur á öðru auga og mjög skaddaður i andliti eftir slys. Lýti hans voru svo áberandi, að félag- ar hans í skólanum höfðu hann óspart að skotspæni. Þegar á þessu hafði gengið um skeið, fór að bera á þjófnaði hjá drengnum. Hann stal sælgæti, peningum og ýmsum skrautlegum hlutum. Þegar farið var að athuga, hvað hann gerði við þýfið, kom í ljós, að hann gaf það öðrum drengjum í skólanum, sýnilega i þeim tilgangi að ávinna sér hylli þeirra og virðingu. Kynni mín af þessum dreng rifjuðu upp fyrir mér atvik frá sjómcnnskuárunum. Einn félaga minna á seglskipi, röskur, ungur maður, var svo sjóhræddur, að hann varð óverkfær, hvenær sem stormhrinu gerði, þorði fyrir eng- an mun undi þiljur, en ríghélt sér alhlífaður i björgunarbátinn, ná- fölur og nær mállaus af hræðslu. Ó, hve dátt við hlógum að honum! Seinna fekk eg að vita, að hann hafði bjargazt nauðulega úr sjó- slysi. En sagan er 'aðeins hálfsögð. Varla vorum við komnir i höfn, jiegar Gummi var orðinn drukk- inn, og þá fór hann ekki dult með hugrekki sitt og hetjuskap. Með órum drykkjuvimunnar reyndi hann að brjóta af sér þá fjötra, sem tilfinningalcg ofreynsla á hættustund hafði hneppt hann i. ★ Þetta er allt í íramför Framlh. af bls. 19. asti lærlingur væri við nám i liinni svonefndu söðlasmíði, en aðspurður um framtið i hnakka- smíðinni sagði hann: — Hesta- notkunin var nauðsyn, en nú er hún að mestu leyti sport. Þó hef ég trú á þvi, að menn muni lengi hafa af þvi ánægju að leggja við hest á góðri stund, og meðan svo verður, munu hnakkasmíðar þurfa að eiga sér stað. — G. Tveir af gamla skólanum Framh. af bls. 18. menn, þvi að þeir séu ineiri trassar en sportmennirnir hér, sem eiga hesta og stunda útreiðar. Þegar hnakkasmiðin fór að þverra á árum styrjaldarinnar síð- ari, lærði Jón dívanasmíði og fram- leiðir divana jafnframt sinni gömlu iðn. Að koma inn á vinnustofu Jóns er eins og hverfa inn í annan heim. Niður umferðarinnar fyrir utan vegginn megnar tæplega að raska hinni bjargföstu ró, sem þar ríkir. Þar lyktar af leðri, og gamlar, snjáðar masldnur standa uppi við vcggi. Jón segir verkefnin helzt til lítil, en hins vegar auglýsir hann ekki. Það heyrir nýja tímanum til. Hann borgar 2050 krónur á mánuði fyrir plássið og „finnst það mesta bölvað rán“. -jfc- VIK A N r 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.