Vikan - 11.02.1960, Qupperneq 22
Viviane var uppi, hávaxin og vel klædd í dökk-
um ullarkjól, meö lítið men eitt skartgripa.
— Hefur þú gleymt, að Sauget uppboðið er i
dag?
Síðan ég keypti íbúðina fyrir Yvette, hefur hún
tekið einhverja eyðslusýki, sérlega kaupir hún
hluti handa sjálfri sér, skartgripi og slikt, eins og
hún sé að reyna að jafna sakirnar með þvi. Á
Sauget uppboðinu eru seldir skartgripir
— Ertu þreyttur?
— E'kki. svo miög.
— Ertu að verja mál núna?
— Tvö leiðindamál 1 hinu þriðja, sem er erfið-
ara, vill sækjandinn fá réttarhlé.
Aðeins ef hún vildi hætta að horfa svona rann-
sakandi á mig, eins og hún lesi út úr mér það
sem mér er innanbrjósts í smáatriðum. Ef til vill
hefur hún álltaf verið svona, en ég hef ekki veitt
því athygli fyrr.
Albert þjónar okkur t'l borðs, vandvirkur og
þögull
— Last þú fréttirnar 'um Moriat?
— Ég hef ekki séð blöðin.
— Hann er að mynda stjórnina.
— Með mönnunum, sem Carina sagði okkur frá
í gær ?
— Með nokkruvn minniháttar breytingum. Einn
starfsbræðra þinna verður dómsmálaráðherra í
nýju stjórninni.
— Hver?
En ég er bókstaflega orðinn spenntur af til-
hugsuninni: Að ferðast saman eins og raunveruleg
hjón. Þannig höfum við Yvette aldrei verið. En
við munum verða það i nokkra daga, og þjónarnir
munu kalla hana ,,frú“.
Hvernig gat skap mitt breytzt svo mjög á svo
fáum mínútum?
— Hvað er að þér?
— Mér?
— Já. Þér datt eitthvað í hug.
— Þú varst að minnast á heilsufar þitt.
— Nú?
— Ekkert sérstakt. Mér datt bara i hug, að
jólin væru skammt undan, og ef til vi 11 myndi
ég gefa sjálfum mér hvíldarstund.
— Loksins.
Hana grunar ekki hvað ég á við, annars hefði
hún ekki sagt Þessi orð með slíkum létti.
Ég verð að koma við hjá Yvette á leiðinni til
Róttarhallarinnar, til þess að segja henni frétt'.rn-
ar. Ég veit ekk: enn hvernig ég skipulegg þetta,
en ég veit, að það verður gert.
— Hvert hefur þú í hyggju að fara?
—; Hef ekki hugmynd um það ennþá.
— Til Sully kannski?
— Áreiðanlega ekki.
Ég veit ekki hvaða kjánaskapur réði því, að við
keyptum okkur sumarhús nálægt Sully. Frá byrjun
þótti mér staðurinn leiðinlegur og ég get ekki
Ég hika við að stökkva upp á nef mér, vegna
þess að þetta er staðreynd. Kannski myndi mér
létta við að gefa mér lausan tauminn. jafnvel
þótt ekki væri nema til að gleyma Mazetti, en ég
hef ennþá Það mikið vald á mér, að ég geri mér
Ijóst, að ef ég byrja, verður ekki svo auðvelt að
hætta aftur.
Hve langt myndi ég ganga? Ég hef um of margt
eö hugsa, og er ekki reiðubúinn til þess i dag. Ég
vil komast hjá sprengingu. Þar að auki er mín
beðið í Réttarhöllinni.
— Þú virðist vera mjög næm á hlutina.
— Ég er farin að þekKja þig.
Ert þú viss um Það ?
Hún brosir eins og sá, sem aldrei hefur efazt
um siálfan sig.
- Miklu betur en þú heldur, segir hún
Ég stend upp frá borðinu áður en hún hefur
lokið við eftirmatinn.
— Afsakaðu.
— Auðvitað. Það gerir ekkert.
Svo hika ég við dyrnar. Það er erfitt fyrir mig
að yfirgefa hana svona.
— Sé þig bráðlega.
— V:ð hitt.umst hjá Gaby í kokteilnum, er það
ekki?
— Ég vona að ég komist þangað.
— Þú lofaðir manninum hennar þvi.
— Ég geri hvað ég get.
Þegar ég fer út, dettur mér í hug að ganga úr
— Gettu.
— Ég hef enga hugmynd um það, og engan
áhuga á því heldur.
— Riboulet.
Hann er heiðarlegur maður en metorðagjarn
— kannski hefur hann valið heiðarleikan, vegna
þess að stundum er hann auðveldasta leiðin
— Hefur Pémal komið?
— Hann kom ekki í morgun — ég var á fundi.
-- Færð þú ennþá sprautur hjá honum?
Þetta segir hún til að fá mig til að viðurkenna,
að nú gefur hann mér sprautur heima hjá Yvette.
Þetta er að verða óþolandi. Við erum að vísu
ekki orðin óvinir ennþá, en við höfum ekkert til
að tala um, og máltiðirnar verða sífellt óþægilegri.
Hún hugsar ekki um neitt annað en að ná í
mig aftur, eða öllu heldur að fá mig til að hætta
við Yvette, en á hinn bóginn geng ég sífellt með
þá hugsun i kollinum, að fá að sjá Yvette í hennar
sæti.
Hvernig getum við horfzt i augu við slíkar and-
stæður? Ég er til dæmis sannfærður um, að ef
hún vissi um heimsókn Mazettis i morgun, vissi
hvernig allt er í pottinn búið, og gæti fengið
heimilisfang hans, myndi hún ekki hika við að
gefa honum upp heimilisfang Yvette
Því meir sem ég hugsaði um þetta, þeim rnun
meiri áhyggjum veldur það mér. Ég veit ekki
nema ég myndi hringja á Viviane, væri ég í spor-
urn Mazettis, og spyrja hana sömu spurninganna
og hann spurði mig hvað eftir annað í morgun.
Hann myndi áreiðanlega ná góðum árangri í þeim
viðskiptum við hana
Það er kominn tími til að ég fari að rífa mig
upp úr þessu ástandi Mestir erfiðleikar mínir
stafa af þreytu, og þetta gefur mér nýja hugmynd,
sem nægir til að reka allar hinar á brott.. Or því
að allir eru að ráðleggja mér, að ég skuli taka mér
hvíld, hvers vegna ekki að nota þá jólafríið til
þess að fara upp í fjöllin eða til Rívierunnar með
Yvette? Þetta yrði í fyrsta sinn, sem við ferðuð-
umst saman, og einnig í fyrsta skipti sem hún
sæi annað landslag en Lyon eða París.
Hvernig skyldi Viviane taka því? Ég sé fyrir mér
orðasennu. Hún mun verjast, og tala um þann
skaða, sem ég geri sjálfum mér sem lögfræðingi
með þessu.
þolað fólk, sem ræðir ekki um neitt annað en
villidýr, byssur og hunda.
— Bocca hefir fyrir löngu boðið þér að koma
og heimsækja hann til Montone, eða jafnvel að
nota Iiúsið, þótt hann sé ekki þar. Það er sagt,
að staðurinn sé dásamlegur.
— Ég athuga málið
Hún er farin að hafa áhyggjur, vegna þess að
ég sagði að „ég“ myndi athuga málið, og af því
að ég spyr hana ekki ráða E'r ég að sleppa inér
út í vitleysu? Ég get ekki að því gert, að ég er
kátur í skapi. Mín vandræði eru á bak og burt.
Við Yvette förum saman í ferðalag og leikum herra
og frú.. Hún verður hrifin af þvi. Mér hafði ekki
15. HLUTI
komið það til hugar fyrr. Þegar við förum út hér
í París, er hún alltaf kölluð ungfrú. Það verður
öðruvísi á hótelinu í fjöllunum eða á Rívíerunni.
— Ertu að flýta þér?
___ Tá.
Þvi miður þarf ég að bíða heilar þrjár vikur.
Mér virðast þær sem heil eilífð, og nú veit ég,
að ég fer að óttast allar mögulegar hindranir. Ef
allt væri upp á það bezta, myndum við fara strax
í dag, og ég myndi gleyma hinu andstyggilega
samtali okkar Mazetti þegar í stað. Það þyrfti ekki
mikið til ég sleppi öllu frá mér, og héldi af stað
án þess aö segja Viviane frá Því.
Ég get hugsað mér svipinn á andliti hennar,
þegar hún fengi símskeyti eða símtal frá Cannes
eða Chamonix.
— Kom eitthvað sérstakt fyrir i morgun? spyr
hún sakleysislega.
Þarna kemur það. Hún hefur getið sér þess til,
og ég hef áhyggjur af þvi.
— Hvað gæti svo sem hafa skeð?
— Ég veit það ekki. Þú virðist ekki vera eins
og þú átt að þér.
— Hvernig virðist ég þá vera?
— Eins og þú reynir allt hvað af tekur að forð-
ast að hugsa um einhvern óþægilegan hlut.
skugga um, hvort Mazetti sé i nágrenninu. Nei.
Ég get ekki komið auga á hana. Lífið er dásamlegt.
Ég geng af stað. Það var hvítt ryk i loftinu, en
ekki farið að snjóa ennþá.
Ég kannaðist við þennan stiga. Hann er mjög
áþekkur stiganum heima hjá mér — sama járn-
handriðið, sem alltaf er kalt undir handtakinu og
steinþrep upp á aðra hæð.
Ibúðin er á fjórðu hæð. Ég hef lykil. Ég hef
ánægju af að nota hann, en samt fyllist ég í hvert
sinn efasemdum um það, hvað bíði mín innan
dyranna.
I anddyrinu opna ég munninn til að segja henni
fréttirnar, til að kalla upp sigri hrósandi:
— Hvar heldur þú að við munum verða á jól-
unum?
En Jeanine kemur fram, í svörtum kjól með
hvíta svuntu, með útsaumaðan kappa á höfði og
leggur fingur á varir sér.
— Uss.
Augnaráð mitt, sem þegar er orðið áhyggjufullt,
hvilir spyrjandi á henni, en hún brosir
— Hvað er á seyði?
— Ekkert, hvíslar hún. —• Hún er bara stein-
sofandi.
Hún tekur hönd mina og leiðir mig inn að
svefnherbergisdyrunum og opnar hurðina i hálfa
gátt. 1 hálfrökkrinu get ég greint hár Yvette á
svæflinum, útlínur líkama hennar undir ábreið-
unni og nakinn fót, sem stendur út undan.
Jeanine gengur að rúminu og breiðir hljóðlaust
yfir fótinn, kemur síðan til mín og lokar hurðinni
aftur.
— Á ég að skila einhverju til hennar?
— Nei, ég kem aftur í kvöld.
Það var glampi í augum hennar. Hún hlýtur að
vera að hugsa um það, sem skeði á mánudaginn,
og hefur gaman af því.
Við Yvette förum saman í ferðalag og leikum
herra og frú. Hún verður hrifin af því.
V I K A N
22