Vikan


Vikan - 11.02.1960, Qupperneq 33

Vikan - 11.02.1960, Qupperneq 33
„Þessa bók langar mig til að heyra“. Hafið þér heyrt getið bóka, sem tala í „bókstaflegri merkingu“? Eða um sendibréf, sem flytja viðtakanda kveðju sendanda hans eigin rómi? Um þetta og ótal fleiri tæknilegar nýjungar getið þér lesið í „Tækni fyrir alla“. Þar birtast greinar um þær stórkostlegu uppfinningar, sem valda straumhvörfum og marka tímamót, og frásagnir af uppfinn- ingum og tækniáhöldum, sem auðvelda hversdagslíf manna — og frá hvorttveggja er sagt á jafn ljósan hátt. Vitið þér til dæmis að rafknúnu bílarnir þola orðið að mörgu leyti samanburð við þá benzínknúnu? Að framleiðsla og sala á rafknúnum bílum er þegar hafin í stórum stíl í Ameríku, og að þeir eru bæði ódýrari í kaupum, og notkun og endingarbetri en þeir benzínknúðu? Um þetta getið þér lesið fróðlega og skemmti- lega grein í „Tækni fyrir alla“. Innan áratugs verður sennilega hægt að fljúga á rúmlega klukkustund á milli Reykjavíkur og New York. Ef til vill eru þau ævintýri, sem nú eru í þann veginn að gerast í fluginu — að millihnattaflugi meðtöldu — eitt hið merkilegasta, sem um getur á sviði uppfinninga og tækni. Um það birtast fróðlegar greinar í hverju hefti „Tækni fvrir alla“. Kneissl skíðin eru að vísu ekki nein stóruppfinning, og ekki líklegt að hún valdi neinum straumhvörfum — en þó hefur hún valdið verulegum átökum rneðal forráðamanna skíða- íþróttanna og alþjóða skíðasambandið viðurkennir ekki nein met, sem sett eru á slíkum skíðum. Lesið grein um þau í „Tækni fyrir alla“. En á þeirn hefur líka náðst brunhraði, sem lygilegur má kallast, og sagt er að þar með hafi öllum eldri brunmetum verið rutt. Öll hel/.tu bandarísku bílamódel 1960 gctið þið séð á myndum og lesið um í „Tækni fyrir alla“. Þar birtast skemmtilegar og fróðlegar greinar í hverju hefti um bíla, evrópska og bandaríska, fullstóra, meðalstóra og smábíla af öllum gerðum og tegundum. Auk tæknilegs efnis flytur ritið skemmtilega og spennandi sögu í hverju hefti og fjölda mynda og smáfrásagna. Ekkert jafn fjöl- breytt rit um tæknileg cfni liefur verið gefið út eða er gefið út hér á landi. „Tækni fyrir alla“ — fróðlegt. og skemmtilegt fyrir alla.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.