Vikan


Vikan - 17.03.1960, Page 9

Vikan - 17.03.1960, Page 9
Hundur á heimilinu Karl nokkur, sem var þekkt- ur brennivínsberserkur og koges- drykkjumaður hér fyrr á árum, kom inn í lyfjabúð og bað um brennsluspritt á þriggjapela- flösku, því að sér hefði verið ráðlagt að gefa tík, sem hann átti, spritt við ormaveiki. Af- greiðslumaðurinn kom með hálf- flösku af spritti og sagði, að hann fengi ekki stærri skammt, því að ekki kæmi til mála, að tíkin torgaði þessu, hvað þá meira. Karl varð heldur gramur við af- greiðslumanninn og sagði reiði- lega: — Skiljið þér ekki, maður minn, að það gerir ekkert til, þó að tíkin torgi því ekki. Það er til hundur á heimilinu, sem hirð- ir þá leifarnar. Ég held manni verði ekki bumbult af því. Þetta er þátturinn Þú og barnið þitt sem allir foreldrar ættu að lesa. var hjá, sagði, a'ð hann væri af- skaplega gáfaður, en liann nennti bara aldrei að fylgjast með kennsl- unni. Hugurinn var þá floginn langt út i geim. Og svona liefur það orðið í skólanum. Hann má bara aldrei vera að því að læra. Ákaf- inn er svo mikill að hamazt úti ineð öðrum strákum. Aldrei hefði inanni til hugar komið, að svona gáfað barn gæti ekki fylgzt með i skólanum. Þetta eru þó vist ekki þau ósköp, sein þau eiga að læra. Allt í lagi með Nonna. Án þess að við tökum eftir, fetar hann sig undir okkar handleiðslu lengra og lengra út í ófæruna. Svo þegar sannleikurinn steypist yfir okkur eins og holskefla, skiljum við hann ekki sjálfan, heldur aðeins von- hrigðin, sem hann veldur okkur. Þess vegna getum við, ótrufluð af raunveruleikanum, sett fram him- inkljúfandi kröfur um skjóta og mikla framför hjá barni, sem búið er að missa alla fótfestu í náminu og skortir enn í lok námstímans einföldustu undirstöðuatriði, en hefur aftur á móti fest með sér venjur, sem draga það frá náminu. Það er mannlegt að vilja létta sér vonbrigðin mcð yfirspenntum vonum. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir, hve miklum erfið- leikum það er bundið að gerbreyta námsárangri ellefu ára barns, ef Framhald á bls. 29, HANN er eitt af ungu skárldunum, sem menn hneykslast á nú á dögum, nefna auðnuleys- ingja og ræfla. Atómskáld er skammaryrði, næstum því blótsyrði, og ung skáld hljóta að vera atómskáld. Það þarf varla að hafa fyrir því að kaupa þessi bókarkver þeirra til þess að vera viss um það. Hann heitir Þorsteinn og er frá Hamri. — Við tökum ekki undir það, að hann sé atómskáld, þótt góðborgarar af aldamótakynslóðinni mundu segja, að svo væri. — Frá hvaða Hamri? — Hamri í Þverárhlíð i Mýrasýslu. — Er skáldið upp alið þar? — Þar til ég hleypti heimdraganum og fór i skóla. — Þú hefur ekki haft áhuga á búskap? — Ég hugsaði mér aldrei að vera við hann. Hitt er annað mál, að mér er mjög hlýtt til sveitarinnar. —- Átt þú langar setur á skólabekkjum að baki? — Sú von, sem ég gerði mér um skólagöngu, brást mér algerlega. — Vegna hvers? — Ég taldi mig ekki fá það út úr skólagöng- unni, sem ég hafði gert mér vonir um. Ég er óánægður með kennsluhætti og hvernig farið er með ungt fólk í skólunum. Tökum til dæmis sögu- kennslu. Ég varð aldrei var við lif fólksins, held- ur var kennslan í því fólgin að fræða um örfáa ein- staklinga, sem höfðu troðizt til valda og komið af stað stríði. Svo eru það frásagnirnar um öll þessi stríð. Sjálf ógnin, sem snýr að hinum al- menna borgara, sést þar hvergi rædd. Fólkið, sem Ætli þeir eigi betri úlpur heyr raunverulega stríðið, er ekki gert að um- talsefni, heldur landvinningar kóngsins. — Hvað varstu kominn langt í skólum, þegar þú komst að þessum hryllilegu niðurstöðum? — Ég komst lengst í Kennaraskólann, — klár- aði hann ekki, þvi — já, það slitnaði upp úr skiptum mínum við hann sökum skáldskapar, og svo þurfti ég að kynnast lifinu. Maður kemst ekki í snertingu við lífið í skólum. — Hefðir þú annars orðið kennari? — Nei, hæfileika mína og löngun til þess dró ég alltaf í efa. Það var alltaf m]ög óljóst, vegna hvers ég fór í þennan skóla. — Varstu farinn að yrkja fyrir vestan? — Ég kvað bæði rímur og níð. — Með hefðbundnum hætti? — Með þeim stíl, sem níðkveðskapur hefur ver- ið kveðinn undir um aldir. — Nú er það önnur tegund af lýrikk, sem held- ur fyrir þér vöku. trúi ég. En er það nú „grand bisnis, að vera skáld? — Þetta er tvíræð spurning. Ef þú átt við peninga, þá eru þeir ekki miklir i aðra hönd. — Kaupir fólk ekki ljóðabækur ungra skálda? — Margir halda því fram, að ljóðabækur séu ekki keyptar og sizt hinna ungu. En reyndin er sú, að þær eru horfnar af markaðnum eftir tvö til þrjú ár. — Þeir, sem eru að ergja sig yfir nútima- ljóðagerð, segja, að enginn læri þessi ljóð, hvað þá að nokkur maður kunni við þau lag eða syngi. Finnst þér það verra, að nútímaljóð skuli ekki vera lærð og jafnvel sungin? — Ég tel, að það væri mjög gott, að fólkið gæti sungið ljóðin. Það fer þó eftir lesandanum og lika eftir höfundinum. Mér finnst til dæmis, að Davíð sé tilvalinn til þess að syngja hann, en aðrir, eins og til dæmis Þorsteinn Erlingsson, eru jafngóðir og kannski betri með því einu, að hafa ljóðin yfir. — Þið gætuð komizt í samband við 12. septem- ber eða aðra dægurlagahöfunda. Þeir mundu áreiðanlega fást til þess að kompónera hugljúf lög við kveðskapinn. — Það eru lögin, sem ráða vinsældum þess, sem sungið er þannig. Textarnir við megnið af dægurlögum eru hreint bull og hafa stórskemmt ljóðsmekk unga fólksins. — Heldurðu, að það væri ekki gaman að fá fjörugt rokklag við „Strandarkirkja í Skerjafirði hrygnir veiðibjöllunni" eftir Jónas Svafár? — Varla rokklag. — Sálmalag þá? — Ég vil enga tillögu gera um lag við það Framhald á bls. 33. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.