Vikan


Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 17.03.1960, Blaðsíða 31
Heillabjallan Framhald aí bls. 7. Daginn eftir skrifaði Svale gim- steinasali að vanda konu sinni bréf. Hann skrifaði meðal annars: „Þú hefur víst þegar lesið um þetta i morgunblöðunum. en þú þarft ekki að óttast neitt, því að ekkert alvar- legt gerðist. Annars var þetta bráð- snjallt áform. Þessi Svendsen, sem heitir víst reyndar eitthvað annað. vissi, að öryggistækin voru ekki not- uð um þessar mundir og að ég svæfi á skrifstofunni inni af verzluninni. Hann gerði ráð fyrir, að ekkert mundi tefja hann, þar eð ég væri meðvit- undarlaus af lyktarlausri lofttegund- inni, sém streymdi frá „sýningartösk- unni“. En ég komst af tilviljun að þvi, að ioftið var eitrað. Þar sem lofttegundin var þyngri en loftið, seig hún niður að gólfinu og steig smám saman upp. Ég kallaði á lög- regluna á elleftu stundu. Nú, ég get sagt þér frá þessu öllu siðar. En hafðu engar áhyggjur. Eg er núna að gera skartgrip handa Ingerlise. Hún á afmæli í næsta mánuði, er það ekki? Ég ætla að gera henni litla nælu úr litlum roðasteinum með ör- smáum svörtum perlum. Það á að tákna maríuhænu. Heldur þú ekki, að henni þyki vænt um þetta? Hún sagði mér, að maríuhænur væru mönnum til heilla, og ég held næst- um, að hún hafi haft á réttu að standa ... KÁLFABJÚGU okkar eru hálfsoðin ★ Þau eru landsfræg fyrir gæði. ★ ÞAÐ ER TRYGGAST AÐ KAUPA HJÁ TÓMASI. Kjötverzlanir Tómasar Jónssonar Laugavegi 2. — Sími 11112. Laugavegi 32. — Sími 12112. SKÁKÞÁTTUR Skozki leikurinn Skozka byrjunin er mjög gömul, hún var fyrst rannsökuð 1763 af skákmeistara, Lolli að nafni. En hún var í fyrsta skipti tefld opinberlega 1824 í bréfaskákkeppni milli I.on- don og Edinborg og byrjunin fær nafn sitt vegna liinnar góðu tafl- mennsku Skotanna. Byrjunin er ekki hættuleg svörtum enda ekki mjög mikið notuð í keppnum, en hún er heppileg ef hvítur vill reyna að tryggja jafntefli. Eftirfarandi skák sýnir hve hættuleg hún getur verið jafnvel fyrir livítan. Hvítt: Förster, Svart: Innbusch, tefld um 1900. 1. e4, e5, 2. Rf3, Rc6, 3. d4. Nú er komin fram hin eigin- lega skozka byrjun. 3. — exd4, 4. Rxd4, Rf6, 5. Bg5, Bc5, 6. Rxc6, Bxf2f! Svartur fórnar hér skemmti- iega, ef nú 7. Kxf2, þá nær svartur ágætri stöðu eftir 7. —• Rxe4 og síð- an Dxgo. 7. Ke2, bxc6, 8. BxRf6? Dxf6, 9. Rc3, Ba6f. 10. Kd2, Df4 mát. Brcgðum okkur siðan til Ame- ríku, á því herrans ári 1958, en þar var næsta skák tcfld og ennþá er Skozki leikurinn notaður. Hvitt: Boatner, Svart: Patteson, 1. e4, e5, 2. Rf3, Rc6, 3. d4, exd4, 4. Rxd4, Bc5, 5. Rxc6. Þessi leikur auðveldar einungis taflið fyrir svörtum, sterkari leikur er 5. Be3. 5. — bxc6, 6. Bc4. Betra er Rc3. 6. — d5 Þvi nú gat svartur byggt upp góða stöðu með 6. — Dh4, 7. Df3, Rf6, 8. Rc3, 0—0, 9. 0—0, d5. 7. exd5, Bxf2f. Þessi leikur lítur vel út, en ætti ekki að gefa árangur að sama skapi. 8. Kxf2, Dh2t, 9. g3, Dxc4, 10. Hel, Re7, 11. b3. En nú átti hvít- ur að leika 11. Rc3, t. d. 11. — Bg4, 12. Dd2, l)c5, 13. Kg3 og næst ef til vill Dg5 og hefði þá góða stöðu. 11. — Dxd5, 12. De2, 0—0. Eftir 12. —Be6 hefði hvítur ekkert i staðinn fyrir peðið, sem liann hefur fórnað, en núna springur bomban! 13. Dxe7, Dd4f. Á þennan leik hefur svartur byggt sina von. 14. Be3, Dxal, 15. DxHf8f!! KxDf8, 16. Bc5t, Kg8, 17. He8 mát. Motto: Það er síðasti af- leikurinn sem gildir! Mörg brögð af því tagi eru til, sum æfagömul önnur yngri og víst munu þau verða á vegi hvers manns sem ætlar eittlivað að iðka skák og ættu allir þeir að kynna sér nokk- ur þeirra að minnsta kosti. Margir munu einnig hafa gaman af að vita, hvað sé hið styzta tafl, er teflt verði. Það mun mega finna í mörgum kennslubókum í skák. Það heitir „fíflsmát" (á ensku „fool‘s mate“, á þýzku ,,narrenmat“) og er það þannig: 1. e4, f6, 2. Bc4, g5, 3. Dh5 mát eða 1. f4, e5, 2. g4, Dh4 mát. Þá er einnig til fjögurra leikja skák; það mát er kallað „smalamát“ eða „heimaskítsmát“. (Á ensku „schol- ar‘s matc“, á þýzku „schafermatt"). Það er svona: 1. e4, e5, 2. Bc4, Bc5, 3. Df3, d6, 4. Dxf7 mát. Þá er enn til eitt mjög stutt tafl, kallað Legalsmát, eftir Legal, fræg- um frönskum taflmanni á 18. öld. Það er þannig: 1. e4, e5, 2. Bc4, d6. 3. Rf3, Rc6, 4. Rc3, Bg4, 5. Rxe5, BxD, 6. Bxf7f, Iíe7, 7. Rd5 mát. Skemmtileg cr gildran, sem svartur leggur i næstu skák: 1. e4, e5, 2. Rf3, Itc6, 3. Bc4, Rd4. Svartur gefur peðið á e5 fyrir að því er virðist ekk neitt. 4. Rxe5, Dg5. Svartur skeytir engu hótununum Rxf7 eða Bxf7t, heldur beinir D sinni bæði að Rc5 og g2. 5. Rxf7, I)xg2, 6. Hfl, Dxe4t, 7. Be2, Rf3 mát. HÚSEIGENDUR! ÚTI INNI HANDRIÐ HLIÐ GRINDUR VÉLVIRKINN SIGTÚN 57 - SÍMI 32032 VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.