Vikan


Vikan - 17.03.1960, Qupperneq 33

Vikan - 17.03.1960, Qupperneq 33
Kæra Aldís. Dóttir mín ung er að gera út af við mig, hún er svo óreglusöm. Það er ekki sjón að sjá her- bergið hennar, allt á rúi og stúi, og ekki nóg með það, heldur stráir hún fötum sínum og mun- um um alia íbúðina svo að maðurinn minn sleppir sér alveg. Mér finnst leiðinlegt hvað mér liefur mistekizt með uppeldið. Hefur þú nokkur ráð að gefa mér, góða Aldís? Ein uppgefin. Svar: Ég er anzi hrædd um, að flestar mæður eigi við svipaða erfiðleika að stríða, að minnsta kosti á vissu tímabili. En sem betur fer, virðist þetta aðeins vera einn þátt- ur í hinum venjulega uppisteyt unglinga á þessum aldri og er aðeins stundarfyrirbæri. Því ekki að reyna að vekja áhuga stúlkunn- ar á að breyta svolítið til í herberginu sínu, jafnvel að mála eða endurnýja húsgögn? Margt er hægt að gera ef fólk er lagið í hönd- unum. Ef herbergið er vistlegt og notalegt ættu að vera meiri líkur til að ungu stúlkuna langi til að hafa þar allt í röð og reglu. Með kveðju. Aldís. Kæra Aldís. Hvernig get ég komið í veg fyrir afbrýðisemi ungrar stúlku? Ég er ástfangin af ekkjumanni. Hann er 15 árum eldri en ég og hefur beðið mig að giftast sér. Hann á tvö börn, fjórtán ára son og átján ára dóttur. Hjónaband hans'var mjög hamingjusamt og börnin dáðu móður sína, sem dó fyrir [ji'em árum. Síðan hefur dóttirin séð um heimilið. Mér finnst að við gætum öll haft það svo gott saman, en því iniður neitar dóttirin að hafa nokkuð saman við mig að sælda. Ég er Iiik- andi við að giftast þessum manni þar sem dóttir hans tekur þessa afstöðu gagnvart mér. Svala. Kæra Svala. Þetta er erfitt, en mér finnst samt að þú ættir að halda áfram með giftingaráform þitt. Viðbrögð og andstaða ungu stúlkunnar eru mjög skiljanleg. Þú ættir að biðja föður henn ar að reyna að leiða henni fyrir sjónir að sá tími muni koma, að það starf, sem hún núna innir af höndum á hans heimili, muni hún seinna vilja vinna fyrir annan, nefnilega þann mann sem hún giftist. Þessu gcrir hún sér ef til vill ekki grein fyrir eins og stendur, og ef hún elskar pabba sinn, sem enginn vafi er á, þá vill hún áreiðanlega að hann verði ham- ingjusamur. Beztu óskir, Aldís. Hann var mér ótrúr. Á síðastliðnu ári þurfti ég vegna veikinda ætt- ingja míns að vera að heiman um mánaðartfma. Þá gerðist það, að maðurinn minn var mér ótrúr. Við höfðum verið mjög hamingjusöm i okkar hjónabandi í þessi fimm ár sem við höfum verið gift. Ekki hætti það úr skák, að konan er ná- grannakona mín, sem ég áleit vera góða vinkonu mína. Maðurinn minn vill ekkert úr þessu gera, segir að þessu sé lokið, hann hafi leiðzt út i þetta vegna leiðinda og einmanaleika. Ég hef reynt að fyrirgefa honum en á erfitt með það vegna þess, að ég verð að umgangast þessa konu. Mér finnst eina lausnin á þessu vera sú, að við flytjum í burtu úr hverfinu, en jjað jívertekur maðurinn minn fyrir. Þá er víst ekki um annað að ræða fyrir mig en að yfirgefa heimilið, en jiað er ekki svo auðvelt heidur, þvi að ég á enga að. Hvað mundir þú ráðleggja mér að gera, Aldís mín? Þín Helga. Kæra Helga. Þú verður að reyna að gera þér grein fyrir því, að þetta þarf ekki að vera eins alvarlegt og þú vilt vera láta, og hefði aldrei komið fyrir, ef þú hefðir ekki þurft að vera þetta í burtu. Það væri fjarstæða hjá þér að fara í burtu og þannig fyrirgera góðu hjónabandi. Ég er viss um að maðurinn þinn man varla eftir því að hin konan sé til, nema þá af því einu, að þú ert sífellt að minna hann á hana. Fyrirgefðu honum af heilum hug og reyndu að gleyma þessu algerlega. Reyndu að vera góð við hann og ástúðleg; þá mun hann elska þig meira en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Þfn Aldís. Góða Aldis. Fyrir nokkru si'ðan kynntist ég pilti sem mér geðjaðist mjög vel að. Hann bauð mér með sér í leikhús, og nokkrum sinnum út að borða. Ég héid að liann hafi líka verið hrifinn af mér, en nú hef ég ekki heyrt í honum í þrjár vikur. Finnst þér að ég geti hringt til hans? Þin Lóa. Svar: Aumingja pilturinn, hann er auðvit- að blankur. Því hringir þú ekki til hans og býður honum heim upp á ærlega máltíð? Iteyndu svo að koma honum í skilning um að þú hafir mjög gaman af að fara í bíó, eða að rölta um í góða veðrinu, að það sé vel unnt að hittast án þess að það þurfi að kosta einhver ósköp. Þá er ég viss um að hann er mjög fús til að halda kunningsskapnum áfram. Beztu kveðjur, Aldís. HÚSB Y GG JENDUR — HÚSEIGENDUR Upplýsingar og sýnishorn frá 47 af helztu fyrirtækjum landsins. Opið alla virka daga kl. 1—6 e. h. nema laugardaga kl. 10—12 f. h. einnig miðvikudagskviild kl. 8—10 e. h. Byggingaþjónusta A.í. Laugavegi 18 A. — Sími 24344. Stjörnur eru búnar til Framhald af bls. 15. sýningu, ]>ar sem hún sýndi föt. Hún hefur að visu lag, en enga söngrödd að ráði. Það gerir ckkert til, segja svenskir. Hún hefur annað og meira. Hún hefur heimsins fallegasta bros, og kyntöfrarnir gcisla af henni. Þetta hafa þeir lært í Ameriku, og nú ér að sjá, hvort sömu lögmálin gilda i gamla heiminum. Ætli þeir eigi betri .... Framhald af bls. 9. ljóð, — mér likar það bezt eins og það er. Við Þurfum ekki lög fyrst og fremst. Við þurfum frekar að komast í meiri nálægð við fólkið. — Er ekki erfiðara að komast í nálægð við fólkið, ef það lærir ekki ljóðin? — Fólkið lærir ljóðin, ef þau eru góð. En það þarf að sjá þau og þekkja öðruvísi en af þjóð- sögum. — Mér er hugleikið að fræðast um eitt alriði i sambandi við ung skáld. Það er helzt að sjá, að þau reyni að líkjast hvert öðru sem mest, — ekki í sjálfri ljóðagerðinni, — heldur klæðaburði. Ég undanskil nokkra unga menn, sem standa við grænfóðrið í jötu eins voldugs bókafélags. En meiri hlutinn er þannig: hirðuleysislegt útlit, meira og minna óhreinar og stundum rifnar úlp- ur, fyrirferðarmiklir treflar, sítt hár og stundum skegg. Þetta er sjálfsagt útlend fyrirmynd, -— liklega frá París, en ef ég væri ungt skáld, þá mundi ég reyna allt hvað ég gæti til Þess að skera mig úr þessum hópi. Skáld þarf að vekja athygli, og það getur tæpiega vakið athygli að vera ná- kvæmlega eins og hinir. — Ætli þeir eigi betri úlpur? Úsíria. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.