Vikan


Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 5
Pétur Pálss*n. Vottur: Lóa Jónsdóttir. A. A. yfirlögregluþj. Þá mœtti Sveinn Sveinsson skrifstol'umaður, Barmahlíð 88, f. 22/8 1931 á ísafirði. Mætti skýrir svo frá, áminntur um sannsögli: „Ég kom i heildverzlun Karls og Kristjáns í gær kl. rúmlega 17.00. Rétt á eftir mér kom Jón Jónsson með tvær flöskur af viski og eina af sénever, sem hann hafði verið sendur eftir i Áfengisverzlunina. Jón fór svo, en kom aftur og var svo fram að kl. 19.00, en þá fórum við báðir i mat, en komuin svo aftur. Ivl. 21.00 fór ég alfarinn, og held ég, að Jón hafi verið eftir. Ég tók ekki eftir, hvort Jón drakk vin þann tíma, sem við vorum saman.“ Uppl. játað rétt. Sveinn Sveinsson. A. A. yfirlögregluþj. Þá mætti Guðmundur Guðmundsson verzl., Langavegi 29, f. 3/8 1927 i Reykjavík. Mætti skýrir svo frá, áminntur um sannsögli: „Ég fór á Langaveg 27 eftir vinnu í gær. Þar var vín haft um hönd, og drakk ég eitthvað eins og hinir. Ég fór þaðan um kl. 19.00 og kom aftur kl. 20.00. Þá var Jón Jónsson þar. Ég fór svo kl. 21.00 og þá heim til mín. Nokkru seinna kom Pétur Pálsson yfir til min og stúlka með honum, sem ég veit ekki, hvað heitir. Jón Jónsson kom stuttu síðar. Pétur kom með eina vínflösku með sér, og var drukkið eitthvað úr henni. Ég man ekki eftir, að ég sæi Jón drekka, á meðan við vorum saman, en ég var orðinn þéttdrukkinn og þvi ekki að marka það, þótt ég tæki ekki eftir einstökum atburðum eða muni ekki eftir þeim. Ég býst við, *í það hafi vsrið um kl. 23.W, im Jón fór, og varð þá stúlkan samferða honum. Ég tók þá ekki eftir, hvort Sveinn var undir áhrif- um vins eða ekki.“ Uppl. játað rétt. Guðmundur Guðmundssau. A. A. yfirlögrþj. Kl. 15.25. Mætti þá aftur Jón Jónsson. Mætti skýrir svo frá: „Ég man eftir, að Þórdís Snorradóttir, Austurhlið 125, var á Langavegi 29 í gærkvöldi, er ég var þar. Eg man ekki eftir, að við Þórdís yrðum sainferða út af Langavegi 29, en það höfum við allavega orðið, því að ég man eftir mér með henni í leigubíl áleiðis heim til hennar. Ég veit ekki, hvort okkar borgaði bilinn. Ég fór ekki með Þórdisi inn og fór með bílnum aftur niður í bæ. Ég man ekki, hvar ég fór úr bilnum, en minnir þó, að ég hafi farið úr honum á Laugavegi, en hvar, man ég ekki. Ég veit ekki númerið á bílnum og þekkti ekki bll- stjórann með nafni. Ég veit ekki heldur, hvort hringt var á bilinn eða hann tekinn á götunni. Ég man ekki eftir að hafa tekið bílinn, sem ég er sakaður um að hafa tekið, og ég man ekk- ert eftir akstrinum suður í Hraun. Aftur á móti dreymdi mig það i nótt, eftir að ég sofnaði í fangelsinu i Hafnarfirði, að ég hefði verið með einhverjum tveimur mönnum í bíl. Mig dreymdi, að ég var á fleygiferð og þessir menn svifu í kringum mig. Mér fannsl þeir aka mér og stjórna öllu. Saga sú, sem ég sagði i rnorgun, er því L-kki rétt, heldur afleiðing af draumarugli minu. Mér fannst ég sjá þessa svipi fyrir mér. Ég man ekkert eftir, þegar bíllinn fór út af veginum. Ég mao ekki fyrr eftir ipér en ég datt aftur ýfir mig niður i hráunpöll. Þá vár íg ko»- inu langl frá bilnum og skólaus á öðrum fseti, og ég vissi ekkert, hvar vegurinn var. Svo sá ég bílljós og gat þá áttað mig á, hvar vegurinn var, og hélt í áttina þangað. Þá fannst mér mennirnir tveir vera horfnir, en ég sá hvíta slæðu, sem hélt mér uppi og togaði mig áfram. Mér er orðið ljóst, að ég hef rænt umræddum fólksbíl, þó að ég muni ekki eftir því og skilji það elcki sjálfur. Svoleiðis er mjög langt frá mér, þegar ég er allsgáður. Ég hef ekki orðið drukkinn í þrjá mánuði fyrr en i gærkvöldi, og ég hafði ætlað mér að hætta fyrir fullt og fast, en gætti ekki að mér í gær. Ég var því leiður í skapi, og ég fann, að ég varð meira og meira drukkinn. Mér hefur sennilega þótt það leitt, að Þórdis sá mig drukkinn. Ég man þó ekki eftir, að hún hafi látið mig skilja það á sér, að henni þætti þetta miður, en sennilega hefur það verið, þó að ég muni ekki eftir þvi. Ég hef ökuskírteini nr. 18852, útgefið i Reykja- vík 6. okt. 1954 og heimilar það mér að stýra bifreið. Siðan ég fékk prófið, hefi ég ekið inikið." Uppl. játað rétt. Jón Jónsson. Vottur: Sveinborg Jóhannsdóttir. Yfirheyrslunni lokið kl. 16.10. A. A. yfirlögregluþj. Þá mætti Þórdis Snorradóttir nemandi, Aust- urhlíð 125, f. 24/5 1938 á Hvammstanga. Áminnt um sannsögli: Mætta skýrir svo frá: „Ég hef þekkt Jón Jóns- son i tvo mánuði, og á þeim tíma hef ég ekki séð hann drukkinn fyrr en í gærkvöldi. Við ættuðum að hittast i gœrkvöldi Langavegi 29, en Framhald á bls. 26. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.