Vikan


Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 12
'ffltöm „Reykvíkingar vilja ekki sjá okkur" Það var eitt kvöld í vor, að við sáum opnar dyr á íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar, og þá var ekki að sökum að spyrja, hvernig fór. Við lentum auðvitað á æf- ingu hjá fimleikadeild Ármanns, það er að segja, við létuin tvíslána og svifrána og allt það eiga sig, en létum okkur nægja að dást að kraftinum og mýktinni í þessu unga og stælta fólki, sem iðkar þessa íþrótt. Þarna var karlaflokkur við mjög erfiðar æfingar, sem krefjast áralangrar þjálfunar, svo sem krossæfingar í hringj- um, handstöðu á annarri hendi á tvíslá, alls konar erfiðar sveiflur á svifrá og þar fvrir utan stökk á dýnu og æfingar á kistu. Kvenfólkið Iætur svoleiðis mannraunir lönd og leið, sem vonlegt er, en leggur áherzlu á kvenlega mýkt og jafnvægi í flóknum staðæfingum og margra hæða upp- stillingum, sem stundum vilja hrynja. En sameiginlegt fyrir báða flokkana er gleð- in yfir íþróttinni og áhugi á framförum og fullkomnun. Við hittum að máli formann karlaflokksins, Óskar Valgarðsson, og fyrirliðann í kvenflokknum, Guðrúnu Jónsdóttur. Þau sögðu flokkana æfa tvisvar í viku að jafnaði, nema eitthvað sérstakt stæði til, þá er æft allt að fimm sinnum í viku. Þau voru nýbúin að fara í sýningarferðalag til Borgarness og á Selfoss og höfðu jafnvel fengið húsfylli oftar en einu sinni á bessum stöðum. — Af hverju sýnið þið ekki hér fyrir almenning og auglýsið það rækilega? spurðum við. — Þið mund- uð fá húsfylli í heilan mánuð. Guðrún varð fyrir svörum: „Nei, ónei, það hefur verið reynt. Reykvíkingar vilja ekki sjá okkur. Þeir hafa ekki áhuga á fimleikum.“ Við trúum því varla, Reykvíkingar, en þó mun það satt: Unglingar á gelgjuskeiði, sem gera tilraun til þess að syngja dægurlög með misjöfnum árangri, fá húsfylli,. en þrautþjálfað fimleikafólk, sem unun er á að horfa, fær engar undirtektir. Formaður karlaflokksins, Óskar Valgarðsson. Formaðurinn tekur ekki einu sinni ofan gleraugun, þótt hann bregði sér í handstöðu ó annarri hendi á tvíslánni. Að baki er ann- ar að framkvæma krossæfingu í hringjum. Tvísláin er ekkert spaug, — en kapp- inn stóð á höndunum og beið, meðan myndavélinni var stillt, eins og hann hefði fasta jörð undir fótum. og jatnvægi einKenmr þessa fallegu æf- ingu. Maður skyldi halda, að það væri erfitt að losna úr þessari æfingu, en það gerðist með sömu mýktinni. Myndin til vinstri: Þær voru búnar að búa til þriggja hæða uppstillingu, en eitthvað brást, og allt hrundi til grunna. Að neðan: Flokkarnir æfa að sjá’fscgðu hvor í sínu lagi, — en stundum verður ekki við neitt ráðið. mmmm ■■ . -r:í\

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.