Vikan


Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGA SÖG U LOK Bonito dró öryggið aftui á gikkinri Hlerlau.s gluggi var á veggnum, skammt frá bar sem þau sátu; Bonito var þess fullviss að Bily hafði litið inn um hann i laumi, og að þau Karen og Douglas, væru þar ekki inni fyrir. Hann laumaðist hljóð- lausum skrefum á brott, meðfram húshliðinni; þar var aðeins um eitt herbergi að ræða. Hann dró upp skeiðahníf sinn og tók að losa um nagl- ana, sem héldu gluggahleranum. Og nú heyrði hann Douglas hvílsa fyrir innan, Iágt og með eftirvæntingu í röddinni: „Bonito?“ „Já.“ „Ég vissi að þú mundir koma . ..“ Það yljaði Bonito um hjartaræturnar að heyra rödd þessa rauðbirkna sjóliða, sem að mörgu leyti minnti hann svo mjög á unga piltinn, sem hann hafði misst. „Gættu þín á mannapanum, Bonito. Hann er tröll að burðum, þótt, hann sé lágur í loftinu ...“ ,,Ég skal gæta mín.“ Bonito heyrði hásan, grimmdarlegan hlátur. Hann laut undan högginu, en um seinan. Að visu skall járnpípan ekki beint í höfuð honum, þá mundi hún hafa molað kúpuna, en hún snart vanga hans, svo hart og snöggt að hann missti samstundis meðvitundina. Og Mick hrópaði i æðisgengnum íögnuði: „Nú hef ég þó byssu ...“ Karen rak upp óp inni í herberginu, og Douglas barði krepptum hnefum gluggahlerana, en árang- urslaust. Nú heyrðu þau léttari skref, og síðan rödd .. . kvenmannsrödd, sem þau könnuðust bæði vel við, enda þótt hún talaði ekki með brezkum málhreim að þessu sinni. „Heyrðu, kunningi ... Þetta er í fyrsta skipti, S(?m nokkur hefur kastað mér frá sér svona íor- málalaust — og það munaði líka um það, lá við s.jálft að ég fengi flugferð yfir sandinn, út í brim- garðinn — og svo hleypurðu brott, bara til þess í.ð berja á einhverjum ... Ég kann ekki við þetta. Og hver er þessi litli náungi? Er hann dauður, eða hvað? Mick urraði að henni. „Nei, hann er ekki dauður. En bráðum verður hann steindauður, skal ég segia þér. Og þú lika." „Ég . . . Hvað meinarðu, maður?" „Þú gabbar mig ekki. Þú varst í slagtogi með nonurn." „Ég — i slagtogi með þessu karlkrili?" „Hættu þessu kjaftæði. Mér leiðist allur kerl- ingavaðall. Taktu undir lappirnar á honum og hjálpaðu mér að bera hann fyrir hornið. Nú för- um við inn, kveikjum ljósin og bíðum. Þangað til klukkan tvö, og þá ..." Mick hló. Hann braut hleralausa gluggann með byssuskeptinu og andrá síðar voru þau komin inn í sumarbústaðinn. Karen var enn á baðföt- unum einum, Douglas stóð við aðra hlið henni, Lily við hina, og Mick hélt þeim í skák með byss- unni. Bonito lá meðvitundarlaus á gólfinu, undir glugganum, þar sem Mick hafði lagt hann frá sér. Og Mick tók sér sæti. „Hreyfið ykkur ekki," mælti hann skipandi röddu, „Alla mína ævi hefur mér verið sagt fyrir verkum, en nú er þessu snúið við, nú er það ég, sem skipa. Við biðum þangað til klukkan verður tvö. Ég stend við orð mín, ekki síður en Will hálfbróðir minn. En ég bíð ekki heldur sekúndu fram yfir það. Við skulum því reyna að láta okk- ur líða vel þessa stund. Kveiktu mér í sígarettu, telpa mín .. Klukkuna vantaði fimm mínútur í tvö. Karen gekk þangað, sem hann sat, hægum skrefum og vonaði að ekki bæri á því að hún titr- aði. Hún stakk sígarettunni milli vara honum, kveikti á eldspýtunni, reyndi að bera hana að. Mick glotti illúðlega, þegar hann sá að hendi hennar skalf nokkuð. „Þú,“ sagði hann og leit til Lilyar. „Opnaðu fyrir útvarpið. Og stilltu það hátt, því að nú er ég í essinu mínu. Það er um að gera að hafa það notalegt, þó ekki sé um lengri bið að ræða en einar fimm minútur. Svo bíð ég ekki lengur. Fjórar kúlur ættu að duga. Ætli ekki það. Stattu kyrr, þarna þú sjóliði. Svona, hlustið á jazzinn ...“ Klukkuna vantaði fjórar mínútur í tvö ... Þau biðu. Karen lét hallast upp að öxl Douglas. Hún lokaði augunum, og Douglas lagði arminn um öxl henni. Lily kveikti sér í sígarettu og hreyfði sig lítið eitt. „Seztu," skipaði Mick. Lily yppti öxlum fyrirlitlega og tók sér sæti. Hún valdi sér þann stólinn sem næstur henni var en fjærst Þeim, Douglas og Karen. Douglas varð litið til hennar; hún deplaði til hans augum. Hann vissi að hann átti að skilja það sem merki, en vissi ekki um hvað. Sennilega á hún von á einhverjum, hugsaði hann. Ekki getur þó neinn hafa verið i fylgd með Bonitó, þvi að hann kvaðst mundu koma einn síns liðs. En það er eitthvað, sem hún viil gera mér skiljanlegt. Douglas losaði takið um öxl Karenar. „E£ eitt- hvað gerist," hvíslaði hann, „þá kastarðu þér flatri i gólfið. Mundu það.“ „Hættið þessum hvíslingum og hlustið á tón- iistina," skipaði Mick. „Nú er það kalypso, sem þeir leika." Douglas gekk hægt og rólega lengra frá Karen. „Þeir leika taktbundið," mælti hann. „Heyrirðu viðlagið?" „Vitanlega heyri ég Það,“ svaraði Mick og glápti á hann. „Heldurðu að ég sé einhver fábjáni, ha?“ Gæti ég aðeins náð til rofans og slökkt Ijósið, hugsaði Douglas. En þvi var ekki að heilsa, rofinn var á veggnum á bak við Mick. Og enda þótt Douglas hefði náð til hans, mundi Það ekki hafa orðið þeim að neinu gagni. Þau gátu ekki komist út nema í gegnum gluggann brotna, en þá hefðu þau orðið að fara fram hjá byssuhlaupi Micks. Og auk þess gátu þau ekki farið og skilið Bonito eftir þannig á sig kominn. Douglas varð litið til hans, þar sem hann lá fyrir aftan Mick. Og skyndilega skildist honum hvað Lily hafði átt við, er hún gaf honum merkið. Bonito hreyfði hendurnar lítið eitt. Ef hann kemst til meðvitundar nú, hugsaði Douglas, verður það ekki til annars en þess, að Mick greiðir honum annað högg, og þá sennilega slíkt, að hann Þurfi ekki fleiri. Klukkuna vantaði Þrjár mínútur í tvö ... Douglas varð þess brátt vísari, að Bonito mundi ekki fara sér að voða. Hann var kominn til fullr- ar meðvitundar, og Þessar handhreyfingar hans voru ekki neinar ósjálfráðir kippir, heldur var hann að gefa Lily merki um að biða átekta. Það var einmitt það, sem Lily hafði verið að reyna að koma Douglas í skilning um. Bonito var sem sagt með fullri meðvitund, hann lá fyrir aftan Mick og Mick grunaði ekki neitt. Þar sem viðtækið glumdi af hávaða, gat hann hæglega risið á fætur og neytt tækifæris til að 20 yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.