Vikan


Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 34

Vikan - 23.06.1960, Blaðsíða 34
Tjarnarbíó sýnir: Dóttir hershöfðingjans Ný amerísk litmynd tekin f Technirama Á átjándu öld er Rússlandi stjórnað af hinni konung- legu hirð Katrínar II. (Viveca Lindfors), sem lifir I óhófi og munaði í Pétursborg. (1). En máttur stóra Rússlands er brotinn á bak aftur. af stöðugum bænda- uppreisnum. Peter Griniev (Goffrey Horne) er á leið til virkisins Bjelogorsk, sem er einangraður staður á hinum freðnu steppum. 1 fylgd með Peter er hinn tryggi Þjónn hans Savelic (Oskar Homolka), á hinni löngu ferð sinni, hitta þeir háifkalinn ferðamann. Þrátt fyrir ruddamennsku hans, tekur Peter ferða- manninn upp í sleða sinn, maðurinn hefur mikil á- hrif á Peter með tign sinni og lífsþrótti. (2) Peter sér að Bjelogorsk er ekkert nema þyrping af ömur- legum hermannaskálum. Yfirmaður er Miranov (Robert Keith) hershöfðingi, sem býr þarna ásamt konu sinni Vassilissa (Agnes Moorehead) og dóttur þeirra Masha (Silvana Magano). Peter verður hrif- inn af fegurð Masha, sem hann verður ástfanginn af. (3) Peter skrifar föður sinum til þess að fá sam- þykki hans til að giftast Masha, en Griniev greifi (Finlay Currie) neitar. Kósakkar og her Bachiri ráðast á og sigra virkið Bjelogorsk (4) og er árásinni stjórnað af Pugachev (Van Heflin) og nefnir hann sig sjálfur Peter III. keisara. Miranov hershöfðingi kona hans og margir liðsforingjar eru hengdir, þeg- ar þau neita að viðurkenna keisarann, en Pugachev hlífir Peter, þekkir hann þar aftur hinn dularfulla ferðalang sem bjargaði lífi hans. Pugachev sér nú um að Peter og þjónn hans Savalic geti farið frá Bjelogorsk og komast til virkisins við Ormenburg. Peter gefur skýrslu um uppreisnina, en fregnin er ekki tekin alvarlega. Vonsviknir af aðgerðarleysi hershöfðingjans í Oremburg, fara Peter og Savelic úr virkinu og eru þeir auglýstir sem liðhlaupar. Peter fer aftur til Bjelogorsk til þess að frelsa Masha og eru þau gefin saman með samþykki Pugachev. (5) Katrín II. sendir Subarov yfirhershöfðingja í nafni konunglega hersins til að brjóta uppreisnina á bak aftur. (6) Pugachev er tekinn höndum og hann flutt- ur sem fangi til Pétursborgar. Peter er á meðal fang- anna og er hann dæmdur til dauða sem landráða- maður. Katrín drottning ákveður að hafa sjálf tal af Pugachev í fangelsinu (7), en þar skýrir hann henni frá hollustu Peters. 1 dögun er Pugachev leiddur til gálgans. Peter fær frelsi og verður mikill fagnaðar- fundur milli hans og Masha. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. Tryggvagötu 4. — Sími 24120. AUGLÝSIR ÚRVALS VEIÐARFÆRI FRÁ J. & W. STUART LIMITED, ESK MILLS, MUSSEL- BURGH. STOFNAÐ 1812. N Y L O N þorskanet, ýsunet, laxanet, silgungsnet, kolanet, selanet. STUART'S NYLON síldarnætur eru viðurkenndar sem beztu veiðarfæri er íslenzkir fiskimenn hafi notað við síldveiðar. STUART'S „HERCULES" Síldarnet hafa á undanförnum árum reynzt afburða veiðin og endingargóð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.