Vikan - 23.06.1960, Síða 6
ín.tzh,,4/tcí (U'íZ
Hver
verður
Hér er Sigrún á hvíta sloppnum í
Holts Apóteki og raðar í hillurnar
alls konar nauðsynjum, allt frá
brjóstsviðatöflum og vítamínum til
vellyktandi sprauta, sem eyða
vondri lykt.
Sigrún segist ekki fara mjög oft út,
og þegar hún er heima, tekur hún
í „strammann" og saumar út eins
og góðri heimasætu sæmir.
Hún situr daglangt i Holts Apóteki
og vigtar meðul eftir tilvisunum
lyfjafræðinga, límir á verðmiða og
raðar í skúffur, — ekki fyrir þung-
bæra skyldu, heldur af lifandi
áhuga, því að hún ætlar að verða að-
stoðarstúlka lyfjafræðinga. En þeg-
ar klukkan er sex, fer hún úr hvíta
sloppnum og á daginn fyrir sjálfa
sig, það sem eftir er.
Hún heitir Sigrún Kristjánsdótt-
ir og er sú þriðja í röðinni af þeim
fimm stúlkum, sem keppa um titil-
inn „Sumarstúlka Vikunnar 1960“.
Sigrún á heima á Skúlagötu 60. Við
tókum okkur til eina kvöldstund,
þegar sólin glampaði á flóann, og
heimsóttum hana.
— Hefur þú slitið barnsskónum
hér á Skúlagötunni? spurðum við.
— Ekki get ég sagt það. Ég fædd-
ist i Kaupmannahöfn sama árið og
lýðveldið var stofnað, en fluttist
hingað tæpra tveggja ára og barns-
skónum hef ég slitið í Smálöndun-
um, á Holtsgötunni, og nú síðast höf-
um við átt heima hér á Skúlagöt-
unni.
— Bjuggu þau í Kaupmannahöfn,
foreldrar þínir?
— Þau bjuggu þar á stríðsárun-
um, en fluttust síðan heim.
— Þú hefur kannski verið í
sveit?
— Það er nú lítið, — ég var á
Hrafnabjörgum í Arnarfirði þegar
ég var 12 ára eða svo. Það eru mín
einustu kynni af sveitalífi. Það má
Framhald á bls. 33.
Sigrún á heima á Skúlagötu 60 — á
''fstu hæð. Þaðan er mjög gott út-
sýni, og það er freistandi að dvelj-
ast á svölunum, þegar vor er í loft-
inu og kvöldin eru björt.
Allt er gott ef
endirinn er góður
segir Sigrún Kristjánsdóttir sem
er á forsíðu blaðsins og keppir
um ofangreindan titil. Hér hafið
þið viðtal við ^igrúnu—
Hún var að koma heim úr apótek-
inu, þar sem hún vinnur og við
báðum hana að hinkra ögn áður en
hún færi úr kápunni — og það var
auðvitað velkomið.
Hún var kölluð í símann, og það
var einhver að bjóða henni út. Hún
tók boðinu með brosi, og við skulum
vona, að það hafi verið sá rétti, sem
hélt á tólinu hinum megin.