Vikan


Vikan - 23.06.1960, Síða 7

Vikan - 23.06.1960, Síða 7
t í^eU-íkit ,,Að vera nektarfyrirmynd er alveg eins heiðarlegt starf og hvað annað“ Smásaga eftir Jan S. Gerdsen. Dag nokkurn, er Mikael kom heim, var svip- ur Britar óræður eins og Mónu Lisu. „'Hvað í ósköpunum er að?“ spurði hann áhyggjufullur. Hún varð enn þá leyndardóms- fyllri en áður. Hún lagði hendurnar um háls honum og hvíslaði ... Þegar mesti fögnuðurinn var liðinn hjá og þau voru niður sokkin í drauma sina, sagði Brit: „Ef það verður drengur, þá á hann að heita Mikael eins og þú.“ „Og ef það verður stúlka, þá á hún ...“ „... að heita Veroníka,11 greip Brit fram i. Það dró ofurlítið niður i Mikael. Svo spurði hann varfærnislega: „Hvað á hún að heita?“ „Veroníka, — það hef ég ákveðið fyrir löngu.“ Mikael strauk hár hennar og varð áhyggju- fullur á svip. „Liður þér ekki vel, stúlka mín?“ spurði hann fullur meðaumkunar. „Það er ekki nauðsynlegt að tala við mig i þessum tón,“ svaraði hún með grátstafinn í kverkunum. „Þú manst auðvitað elcki eftir fyrstu myndinni, sem við sáum saman. Aðalhlutverkið var leikið af Veroníku Lake. Þú tókst ekki eftir neinu nema myndinni, en ég lokaði augunum og lét mig dreyma um að giftast þér, og ég hét sjálfri mér því, að ef sá draumur rættist, skyldi ég í þakkarskyni skíra fyrstu dóttur okkar Veroniku.“ Næsta hálfan mánuðinn hafði hvorugt þeirra orð á þessu, því að nóg var um að hugsa. Síð- degis á sunnudegi stakk Mikael upp á þvi, að þau skyldu fá sér gönguferð i skemmtigarðin- um. Þau leiddust og töluðu um, að næsta ár á sama tíma yrði barnavagn með í förinni og þar næsta ár ætluðu þau ... Skyndilega nam Mikael staðar fyrir framan styttu eina þar í garðinum og horfði á hana með undrunarsvip. Hann sleppti Brit og geklc fast að styttunni .„Þetta var undarlegt,“ taut- aði hann. ,jHvað?“ spurði Brit dálítið óróleg, vegna þess að þetta var nýleg stytta af hálfnakinni konu. Mikael sneri sér hægt við. „Hvað sagðirðu?“ spurði hann, og fjarrænum glampa virtist bregða fyrir í augum hans. „Það var svo sem ekkert sérstakt,“ svaraði hann. „Við skulum lialda áfram, elskan.“ „Nei, alls ekki!“ hrópaði Brit ákveðin. „Fyrst verður þú að segja mér, hvað er svona undar- legt við þessa styttu.“ „Ég er búinn að segja þér, að það er ekki neitt.“ „Vitleysa." „Þú mátt þá ekki reiðast, elsku Brit mín. Þú mátt alls ekki verða reið, ef ég segi þér, hvað það er, sem er svona skritið. Mundu, að þú liefur sjálf beðið um að fá að vita það. Sjáðu nú til,“ sagði hann og benti á styttuna, „ég þekki þessa stúlku.“ Brit starði á hann. „Þekkir þú ...“ „Já, auðvitað fyririhyndina að styttunni," greip Mikael fram i. „Hef ég aldrei sagt þér frá lienni?“ „Nei, það get ég fullvissað þig um, að þú hefur ekki gert.“ Brit virti styttuna gremjulega fyrir sér. „Hálfnakin!“ hreytti hún út úr sér — „og í þokkabót í almenningsgarði." „Langar þig til þess að heyra meira um hana?“ spurði Mikael. Hún kinkaði ákveðin kolli. „Sjáðu nú til. Einu sinni var ég að læra að teikna, af því að ég þélt, að ég væri listamanns- efni. Er við vorum hætt að teikna eftir tann- kremstúbum, blómavösum og svoleiðis drasli, fórum við að teikna lifandi fyrirmyndir." „Þá liefurðu skrökvað að mér, Mikael. Þú sagðir, að þú hefðir aldrei náð svo langt að teikna lifandi fyrirmyndir,“ skaut Brit inn i. Mikael liugsaði sig um. „Er það satt? Því man ég ekki eftir. Þú vilt þá ef til vill ekki heyra meira?“ Brit spennti greipar og kinkaði aftur kolli ákveðin á svip. „Sjáðu nú til. Fyrst var hún fyrirmynd, — já, rétt eins og hver önnur fyrirmynd. En svo dag nokkurn ...“ Mikael rótaði í mölinni með fæt- inum. „Brit, þú mátt ekki misskilja það, sem ég „Fyrst verður þú að segja mér, hvað er svona undarlegt við þessa styttu." ætla að segja þér. Þú verður að lofa mér þvi. En skilurðu, dag nokkurn fékk ég tækifæri til þess að vinna sérstakt verkefni með fyrirmynd, og fyrirmyndin var þessi unga stúlka. Ég átti að ljúka teikningunni á tveimur dögum og skyldi ekkert annað gera á meðan ...“ — „Og fyrir- myndin?“ skaut Brit hæðnislega inn í. „Já, auðvitað, — það var hluti af verkefninu. Fyrri daginn töluðumst við ekki við. Hún var víst mjög feimin.“ ,^Hu ...“ fnæsti Brit. „Hún hefur sjálfsagt verið afar feimin, þar sem hún gat stillt sér upp nakinni fyrir ykkur alla.“ „Vitleysa, Brit. Að vera nektarfyrirmynd er alveg eins heiðarlegt starf og hvað annað. Hún var aðeins fyrirsæta til þess að vinna sér inn peninga fyrir tónlistarnámi.“ „Hvernig veiztu það, ef þið töluðuð ekkert saman?“ Brit var alltaf á varðbergi. „Það var nú einmitt það, sem ég ætlaði að fara að segja þér. Um kvöldið vorum við bæði orðin þreytt og þörfnuðumst hvildar. Við fórum í bió, og á eftir fórum við út að dansa. Þá sagði hún mér frá draumum sínum og framtíðar- áformum, og svo fylgdi ég henni heim.“ „Og svo kysstirðu hana auðvitað." Brit skalf á beinunum. Mikael hló. „Brit þó, — þú mátt ekki vera svona afbrýðisöm gagnvart fortið minni. Ætl- arðu kannski að bera það á mig, að ég hafi verið þér ótrúr, áður en ég kynntist þér? Taktu nú eftir. Á kvöldin var hún ekki fyrirsæta og ég ekki teiknari. Þá var hún aðeins venjuleg, ung stúlka og ég ungur maður. En daginn eftir vorum við aftur teiknari og fyrirsæta.“ „Hvað gerðist svo fleira?“ Mikael andvarpaði. „Þegar ég hafði lokið þessu ákveðna verkefni, byrjaði ég aftur í mynd- listarskólanum. En hún kom ekki. Hún hafði sent kennaranum bréf og beðizt afsökunar á þvi, að hún gæti ekki lengur verið fyrirsæta. Ég fékk einnig bréf frá henni. Þar stóð aðeins ... Jæja, það skiptir annars engu máli.“ Brit nauðaði í honum. „Jú, gerðu það. Það er ekki hægt að byrja að segja frá einhverju svona, hætta svo allt i einu og segja, að það skipti engu máli.“ Mikael leit alvarlegur í brún augu hennar og sagði hægt. „Þar stóð aðeins, að við mundum aldrei sjást aftur, af þvi að hún elskaði mig svo heátt.“ Það varð augnabliksþögn. Brit var orðin vot- eyg af meðaumkun með stúlkunni, og þegar Mikael hafði virt höggmyndina fyrir sér um stund, sagði hann: „En hún hefur sem sagt ekki náð svo langt enn þá, að hún geti hætt að vera fyrirsæta.“ Hann andvarpaði og hélt áfram: „Hún var yndisleg stúlka, sem vildi ná langt í list sinni.“ „Mikael, — varstu ástfanginn af henni?“ Hann brosti. „Af Veroníku? Alls ekki, hún var nógu yndisleg og gáfuð og allt það.“ — Brit starði á hann nokkur augnablik. Svo spurði hún gætilega: „Hvað sagðirðu, að hún hefði heitið?“ „Veróníka,“ svaraði hann eins kæruleysislega og hann gat. „Finnst þér hún ekki vera vel vaxin?“ „Jæja,“ sagði Brit snöggt. „Þetta er þokka- legt. Viltu ekki gera svo vel að hugsa um mitt vaxtarlag í staðinn.“ Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.