Vikan - 23.06.1960, Side 10
/Weð Vikunni
á ferb til fjarlægra
landa og e g
F'+framandi borga
m
D’AZUR
sfpöndin
Allt, sem dreymir um Cðte d‘ Azur, — Blámaströndina, — dreymir um heið-
bláan himin, heita sól og ævarandi lífsgleði. í þessum heimi milljónara, kvik-
myndastjarna, spilabankastjóra og ævintýramanna er fátækt kjallaraíbúanna
í Nizza jafngleymd og ógnir hörmunganæturinnar f Frejus örstutt frá Nizza,
þar sem flóðgarðurinn brast og skelfing og örvænting flæddi yfir landið.
Michel Clerc varpar í þessari frásögn Ijósi yfir sviðið að tjaldabaki á þess-
um langfrægasta dvalarstað hefðarfólksins.
Klukkan er fjögur að morgni. Nóttin bliknar, og yfir fjöllunum glampa
gullnir sólargeislarnir. 1 flóanum fyrir utan Cannes léttir snjóhvit skemmti-
snekkja akkerum. 1 Sporting-hóteli í Monte Carlo situr kvikmyndaframleið-
andinn Daryl Zanuck i hvítum smoking og hefur rétt I þessu látið til leiðast
að taka einn slag til, en vinkona hans, chansonsöngkona, hefur blundað af
þreytu. Á járnbrautarstöðinni í Nizza er verið að ferma járnbrautarlestirnar
áburði á hina feiknavíöu blómaakra ilmvatnaverksmiðjanna í Grasse og á
rósaekrurnar 1 Vence, en fiskimennirnir i Cros de Cagne og La Brague leggja
net sín. 1 Juan-les-Pins kastar cha-cha-cha dansfólkið sér örmagna niður í
sandinn, meðan nokkrir þekktir kvikmyndaleikarar dansa naktir með svart
slifsi um hálsinn i kringum viðarbál á ströndinni við Pampelonne. 1 Hauts-
de-Cagne er litla húsið þeirra Jacques og Brigitte Charrier, öðru nafni Bardot,
og innan hinna hvitu veggja villunnar Aujourd'hui við Cap d'Antibes torgar
kvikmyndajöfurinn Jack Warner ómældu áfengismagni. Þegar sólin rís upp
yfir fjallið Agel og Miðjarðarhafið verður einn glitrandi spegilflötur, vekur
dyravörðurinn á Carlton-hóteli sendiherra frá Thailandi, sem hefur verið
að biða eftir fréttum frá Bangkok síðan kvöldið áður. 1 höllinni sinni I
Thonons stillir Bao Dai, fyrrum keisari, úrið sitt eftir tímanum I Saigon.
Hann krefst þess, að allt sé miðað við skrifstofutíma fjármálaráðuneytisins
í Vietnam.
Nú heyrast fyrstu smellirnir í bifhjólum hinna ítölsku múrara, flísalagn-
ingarmanna, handlangara og skreytingarmanna, sem koma hingað frá
Ventimiglia og San Remo. Nokkru austar leggja önnur bifhjól af stað. Það
eru námamenn, sem eru að hefja sitt dapurlega dagsverk I steinkolanámun-
um í Biver. Ilmvatnsframleiðendur Jita athugulum augum yfir nellikuakra
sína eftir nóttina, og frá klettunum við Théoule kasta gestirnir úr höllinni
de la Galére sér til sunds í ískaldar árnar, I kjallaraíbúðirnar I Nizza þrengir
, föl morgunbirtan sér inn til aldraðs fólks, sem slekkur á olíulömp-
3 unum sínum. Það eru buxnaskraddarar, sem hafa fengið ákvæðis-
vinnu eftir auglýsingu í E’spoir eða Provencal. Alla nóttina hafa
þeir setið við að sauma stuttbuxur, sem hver ferðamaður kaupir,
sem kemur frá París. Vrir vinir hittast á ströndinni við Antibes.
Einn þeirra er fursti, annar kvikmyndastjóri og hinn þriðji verka-
maður. Allir hafa þeir áhuga á sömu tómstundaskemmtun, sem
jafnar allan stéttamun, en það er neðansjávarsport. Á þrjátiu og
fimm metra dýpi innan um kórallana verða þeir menn vinir, sem
hefðu ekki hitzt annars staðar, en á Cóte d‘ Azur er stofnað til sam-
banda, sem væru óhugsandi við aðrar aðstæður.
Frá Saint-Tropez til Menton er þegar bjartur dagur. Á sjónum
birtast seglbátar og vatnaskíði. 1 húsi sínu á Cap d‘ Ail tekur Lord
Beaverbrook heyrnartólið af símanum og biður um Daily Express.
Rubirosa, hinn þekkti milljónari og kvennabósi, biður um morgun-
verðinn, og André Sonier, forstjóri Carlton-hótelsins, leggur fram
listana yfir öryggishólfin, þar sem stórkostlegt magn demanta og
dýrindis-skartgripa er geymt fyrir hótelgesti. Þannig byrjar nýr
dagur á Cðte d‘ Azur, og eins og allir aðrir dagar á hann sitt kvöld.
Það eru meira en hundrað ár, síðan fólk fór að kunna að
meta frönsku Riviera-ströndina. Það var árið 1834, að póstvagn fór
Blá, gul, græn og hvít standa tjöldin hlið við hlið í löngum röð-
um. Það er varla sá blettur til, sem ekki er alsettur hótelum og