Vikan - 23.06.1960, Side 11
Klukkan er fjögur að morgni. Hjá sumum er dagurinn að byrja, en aðrir eru nú fyrst að ganga til hvílu, og ljósadýrð næturlífsins í Monte Carlo
smádofnar.
í ljósaskiptunum niður strandgötuna til
Théoule. Enski lávarðurinn Brougham leit yfir
landslag, sem á ýmsan hátt minnti á Afríku.
Nokkrir pálmar á víð og dreif, virkið Le
Suquet, um 50 hús, — þetta myndaði litið þorp,
Cannes. Serkir höfðu farið þar um og sjó-
ræningjar á Miðjarðarhafi sjálfsagt líka. Lord
Brougham hafði viðdvöl í eina gistihúsinu i
Cannes, þar sem borin var fyrir hann beina-
laus fiskisúpa. Það var ekki aðeins þessi ó-
gleymanlega súpa, heldur líka sjórinn og sól-
skinið, sem komu honum til að senda vinum
og stéttarbræðrum sínum i London þessi skila-
boð: „Komið hingað, því að ekkert er til dá-
samlegra en þetta.“ Þannig uppgötvaðist
ströndin góða.
Nokkrum árum síðar kom Viktoría Eng-
iandsdrottning til Nizza, og seinna sendi hún
son sinn, prinsinn af Wales, þangað, sem með
ástleitnu augnaráði og köflóttum fötunum lagði
alla ströndina að fótum sér, — en þá var
grunnurinn að „bandalaginu hjartanlega" ekki
enn lagður. Loks komu svo Rússarnir, þvi að
keisari þeirra var tengdur ensku konungsfjöl-
skyldunni. Með þeim kom vodkað og þung-
lyndið, öll spilamennskan, örvilnunin og sjálfs-
morðin, en þetta leiddi til rómantíska tímabils-
ins i sögu frönsku Rivieru.
En ströndin hét þá ekki Góte d‘ Azur. Það
nafn bjó ómerkilegur og nú gleymdur rithöf-
undur til, en hann hafði skrifað bók, sem aldrei
var lesin, og nefndi hana þessu nafni. Árin
hafa liðið og Bláströndin er nú þéttsetin fólki,
þakin byggingum, alþjóðleg og þrungin villtri
lífsnautn.
Hún liggur á suðurströnd Frakklands og er
um 120 km löng strandræma. Hún á sín rikra
manna hverfi, sínar hallir, sína listamenn, betl-
ara, spámenn og milljónara. Hún lyftir stjörn-
um sínum upp í hæstu hæðir. Sumar þeirra
dala fljótlega, en öðrum tekst að halda sér
uppi á tindinum. Allan ársins hring er loftið
mettað blómailm, en á sumrin kafnar hann í
benzínsvækju úr ótölulegum grúa farartækja.
Þetta er eitt ríki, en héruð þess bera nöfnin:
Saint-Tropez, Sainte-Maxime, Saint-Raphael,
Cannes, Villefranche, Beaulieu, Monte Carlo
og Menton. Á þessari 120 km vegalengd er ekki
til óbyggður blettur. Þar er hvergi svo trjá-
lundur, að ekki sé að baki hans einhver bygg-
ing, og ekki einn kílómetri lands, sem ekki
er annaðhvort úthlutað eða seldur eða a. m.
k. til sölu. Hér blómgast braskið. En hér eru
líka Var og Les Alpes-Maritimes, snauðustu
héruð Frakklands. Þar eru hvorki málmar né
járniðnaður. Kornakrar þeirra og beitilönd
eru hlálega rýr, og hráefni þeirra hafa ekkert
gildi fyrir þjóðarbúið. Hermenn þaðan hafa
aldrei komizt i úrvalshersveitir.
1 janúar tekur það minna en tvo tíma að aka
þessa 120 km vegalengd, en heppnin þarf sann-
arlega að vera með, ef takast á að komast þetta
á 6 tímum á tímabilinu frá 1. júlí til 10. sept-
ember. Á tveimur timum má fljúga frá London
til Nizza, en á aðal-ferðamannatímabilinu
tekur það þrjá klukkutíma að komast endanna
á milli i Nizza. Á hverjum klukkutíma fara
fleiri ferðamenn i gegnum Nizza en yfir flug-
völlinn i Róm, og fleiri ferðamenn gista hótel-
in þar en öll önnur gistihús í Frakklandi sam-
anlagt, ef frá er talin París.
Cöte d‘ Azur er það „ríki“ Frakklands, sem
Framhald á bls. 28.
Þegar kvöldskemmtanirnar hefjast, er bezti
tími kaffihúsanna. Úr öllum áttum hljómar
franska, þýzka, enska og hollenzka. Það er
eins og allt lífið sé hamingjuríkt sumarfrí.
Allir njóta hins rólega iðjuleysis, hlýja lofts-
ins og litskrúðugs götulífsins.
Þegar ferðamannastraumurinn flæðir um göturnar, draga fiskimennirnir í Saint Tropez sig
í hlé út á bryggjuna. Meðan netin þorna, bera þeir saman aflann, skiptast á fréttum, og
fyndnin flýgur um háttalag ferðamannanna.