Vikan - 23.06.1960, Page 18
„Hreppstjórinn
er húfulaus"
Við hittum Erlend Björnsson,
hreppstjóra á Vatnsleysu í Biskups-
tungum að máli fyrir skömmu. Hann
var á Selfossi að láta framkvæma
hina árlegu skoðun á jeppanum —
yfirvaldið verður auðvitað að ganga
á undan með gott fordæmi. Nú vor-
um við ekki allskostar klárir á bví,
hversu hreppstjóratign væri mikií
tign og báðum um skilgreiningu. Við
sáum, að Erlendur var ekkert áber-
andi drjúgur yfir tigninni og fékk sér
vel í nefið áður en hann svaraði.
— Ja, hreppstjórinn er eiginlega
fulltrúi sýslumannsins í hreppnum.
— Hann er sýslumannsins bífal-
ingsmaður og prófoss, eða hvað?
— Ég er búinn að svara þessu, við
erum fyrir sýslumennina til Þess að
innheimta skatta fyrir rikið, annast
uppboð og þessháttar.
— Er hreppstjórinn ekki eins kon-
ar lögreglustjóri í hreppnum?
— Það má kannske segja að svo sé.
— Þú átt að halda uppi lögum og
reglu.
— Það er víst.
— Þú hefur auðvitað húfu, þótt þú
berir hana ekki hér 1 öðrum sóknum.
— Ónei, húfulaus hef ég verið
hingað til. Ég hef hatt eins og Þú
sérð.
—■ Það er þá eins og segir í hin-
um hugnæma danslagatexta: „Hrepp-
stjórinn er húfulaus og oddvitinn er
ekki laus við rúmbu og rokk“. En
hvað gerir þú, þegar um lögbrot er
að ræða. Þú ananst Þá handtökur.
— Það hefur nú ekki komið til
með það, enda hef ég engin handjárn
og yfirleitt ekkert bevis um þessa
stöðu.
— Þú verður bara að notast við
andlitið. Þeir þekkja það í Biskups-
tungunum, er það ekki?
— Jú, ætli það ekki. Við skulum
vona það.
— Þú verður auðvitað að annast
lögtök fyrir ógreiddum sköttum.
— Síðan ég varð hreppstjóri í Bisk-
upstungum árið 1934, hefur aldrei
þurft að taka lögtak.
—■ Jæja, þetta eru liklega einhverj-
ir löghlýðnustu menn í heiminum og
þótt víðar væri leitað. Þú veizt þá
varla hvað lögtak er?
— Nei, og kæri mig ekki um að
vita það.
— Það hlýtur að vera mikið verk
að innheimta skattana í svona víð-
áttumikilli sveit. Hvað eru margir
búendur í hreppnum?
—■ Þeir eru 82 nú í svipinn. Ann-
ars er það ekki mesta verkið að inn-
heimta. E'n við aðstoðum við skatt-
framtölin þá sem vilja og það nota
sér yfirleitt allir. Það er feiknar verk
get ég sagt þér.
— Hvað fer langur tími í það?
— Meira en mánuður, tólf til
fjórtán timar á dag.
—• Einhverjir .hljóta að telja fram
h jálparlaust ?
—■ Þeir eru sárafáir. Menn þurfa
yfirleitt að hafa gömlu skýrslurnar
til hliðsjónar.
— Geta þeir ekki tekið afrit.
—■ Jú, en þeir gera það bara ekki.
— Það hljóta að vera grimmileg
laun fyrir svona starf.
— Það mætti halda það. Sannleik-
urinn er nú hinsvegar sá, að það er
ekki viðlit að lifa af laununum og
ætti það þó að vera heldur betra hjá
mér en ýmsum öðrum, þar sem laun-
in fara eftir fólksfjölda í hreppnum.
Það er rétt að híran dugir fyrir
neftóbaki og búið. jr
— Leiðinlegt með hann þennan,
hann drakk til að gleyma og nú er
hann búinn að gleyma hver hann
er, hvar hann býr og hverju hann
ætlaði að gleyma.
Sópar
göturnar
Niðri á horni hjá Árna B. sjáum
við gamlan mann, sem er að sópa
gangstéttina og gerir það svo vel að
það er eins og það sé stofugólf.
Göngum við til hans og bjóðum góð-
an dag.
— Góðan dag!
— E'r þetta ekki frekar rólegt
starf?
—• Jú, enda flestir, sem við þetta
vinna ekki lengur til erfiðisvinnu
fallnir.
— Ert þú nýbyrjaður?
— Já, ég var á spítala og fór svo
í þetta þegar ég losnaði. Ég hef nú
farið mér heldur hratt við þetta, því
ég hef verið svo eftir mig eftir dag-
inn.
—• Þú hefur liklega lagt gjörfa
hönd á margt um ævina?
— Ojá, ég hef borið margt við. Ég
hef verið bóndi, sjómaður, vegavinnu-
maður og múrari, þó ólærður.
— Og hvað heitir nú maðurinn?
— Ég heiti Magnús Jakobsson, og
á engan alnafna á landinu eftir því
sem ég hef komizt næst, ég hef gáð
bæði í síma- og útsvarsskrána.
Nú er strætisvagninn okkar að fara
svo við kveðjum í hasti og hlaupum.
Fer eftir
kvikmyndunum
Inni á matstofu Austurbæjar er
feiknaös — það er um miðjan matar-
tímann að við kíkjum þar inn til að
fá okkur að borða. Við komumst þó
ekki nema rétt inn úr dyrunum, því
þangað nær biðröðin — en afgreiðsl-
an gengur furðufljótt og við fáum
matinn vonbráðar. Þarna hefur sem
sagt verið tekið upp nýstárlegt fyrir-
komulag í afgreiösluháttum, sem er
mjög þægilegt jafnt fyrir gestina sem
starfsfólkið. Gestirnar ganga í röð
fram með löngu afgreiðsluborði þar
sem þeir geta afgreitt sig sjálfir með
ýmsar matartegundir —• allar nema
heita matinn, hann afhenda stúlkur
með liprum og hröðum handtökum.
Við enda borðsins fer svo greiðsla
fram, og síðan getur gesturinn valið
sér borð I salnum til að snæða við
og farið svo. Enginn þarf að bíða
eftir neinu — og þannig á það auð-
vitað að vera. E'innig er það mjög
hentugt, að matsalan er ekki miðuð
við heila og hálfa skammta, heldur
getur hver gestur valið sér skammt
við sitt hæfi. Við hittum þarna að
máli veitingamanninn sjálfan, sem
rekur Matstofuna, og hefur gert þar
þessar breytingar, Daníel Pétursson.
— Það er aldeilis margt um mann-
inn hérna hjá Þér í dag?
■—• Já, síðan þetta nýja fyrirkomu-
lag komst á, hefur aðsóknin sífellt
verið að aukast. Þetta er mjög Þægi-
leg tilhögun fyrir íólk, sem hefur
naumt matarhlé og ekki tíma til þess
að sitja lengi við borð og bíða eftir
að afgreiðsludama komi og taki pönt-
un, bíða síðan eftir að hún komi með
matinn og svo eftir þvi að fá að borga.
— Hvað rúmast margir hérna í
sæti?
— Um 130 manns. En hér er oft
allt að því þrísetið milli 12 og 1, þann-
ig að á þessum klukkutíma geta
borðað hér um 300 manns.
— Sparast margt starfsfólk með
þessari afgreiðslutilhögun?
— Það er ekki mikill munur. En
með þessu lagi nýtast starfskraft-
arnir betur.
— Hvað hefurðu margt fólk í vinnu
hérna?
— Það er um átján — mest allt
stúlkur.
— ETrtu með einhverjar fleiri nýj-
ungar á döfinni til að bæta af-
greiðsluhættina ?
— Það væri Þá helzt þar til gerðir
vagnar til nota fyrir afgreiðslustúlk-
urnar til að flýta fyrir hreinsun á
borðunum. Og svo langar mig til að
leggja teppi hérna á gólfin.
— Er aðaltrafikkin hér um há-
degisbilið?
— Já, en einnig er mikið að gera
á öðrum matmálstímum, og oft kem-
ur hér fjöldi manns í kvöldkaffi á
leiðinni heim úr kvikmyndahúsunum.
Einkum ef fólkið er í góðu skapi —
kvikmyndin sem það var að horfa á
verið góð.
— Svo þú þyrftir að reka kvik-
myndahús líka, ef vel ætti að vera?
— Já, en ætli maður láti sér ekki
nægja að hengja hérna upp sjónvarps-
tæki — ef nokkur má þá vera að
því að glápa á það.
— Hefurðu verið lengi í þessum
„bransa"?
— Já, það má segja að ég sé alinn
upp í honum, en annars er ég að von-
ast til að fá flugmanns-„djobb“ ein-
hverntíma á næstunni.
— Nú, ertu flugmaður líka?
— Ja — hugurinn hefur alltaf
stefnt upp í loftið og í fyrra tók ég
atvinnuflugmannspróf úti í Sviss.
— Og heldurðu að vonin rætist
bráðlega?
— Ég veit ekki. Flugtæknin er óð-
um að breytast og það endar líklega
með því að öllu verður stjórnað frá
jörðu — og allir flugmenn verða
óþarfir.
Ingemar
Það hefur margt drifið á daga
sænska boxarans Ingemar Johanson,
síðan hann rotaði Floyd Patterson i
fyrrasumar og hreppti þar með
heimsmeistaratign i þessari ljótu
íþrótt. Það hefur komið i ljós, að
Ingemar er margt vel gefið og frægð
hans er ekki í neinni hættu, enda þótt
hann legði hnefaleikana á hilluna.
Hann á umfangsmikil fyrirtæki í Sví-
þjóð, en hefur sjálfur í hyggju að
flytjast búferlum til Sviss af skatta-
ástæðum eins og svo margir auðugir
menn, sem finnst ásælni ríkisins i
eigur sínar full mikil. Nú hefur
Joha’j'ien einnig numið land í kvik-
myndíheiminum og jafnvel sungið
inn á plötur. Hér á myndinni er hann
staddýr I New York og horfir upp
eftir 'lmpire State byggingunni, sem
er hæst í heiminum.
Fyrir 1.30 árum voru kvenbúningar
mjög fyrirferðarmiklir og þannig leit
rokkið út í Þá daga. Daman verður
að fara mjög varlega til þess að flækj-
ast ekki í földunum, sem dragast al-
veg niður að gólfi og standa langt
út í loftið. Það eru hinsvegar mun
meiri möguleikar fyrir herrann að
hreyfa sig liðlega, en þetta verða í
rauninni sólódansar, því hann kemst
ekki með nokkru móti nærri döm-
unni.
I vellystingum á
Rivierunni
Curd Júrgens hefur náð geysimiklum vinsældum í
kvikmyndum á síðari árum og leikur oftast einhvern
eldri mektarmann, sem konur falla fyrir í stríðum
straumum. Jurgens er Þjóðverji, en hefur leikið í ame-
rískum kvikmyndum engu að síður, og mun sennilega
vera eftirsóttasti og launahæsti maður fyrir hjartaknús-
arahlutverk. Þeir sem vilja teljast menn með mönnum
í kvikmyndaiönaði Evrópu búa flestir á Blámaströnd
Suður-Frakklands og þar á Júrgens einnig sinn mekt-
argarð. Eins og sjá má af myndinni, býr hann rík-
mannlega, en staðurinn sem hann býr á heitir St. Jean
Cap Ferrat — ef ykkur skyldi langa til þess að heim-
sækja hann. Júrgens hefur ekki verið við eina fjölina
felldur í einkalífi sínu og ástamálum — sem ekki er
von með slíka fyrirmynd í lauslæti. — Hann giftist ný-
verið franskri sýningarstúlku, sem heitir Simone og
hún er með honum á meðfylgjandi myndum.
Curd Jiirgens og frú
á óðalinu á Blámaströnd
„Langibarinn"
með nýju sniði
Við Aðalstræti hér í bæ hefir í
mörg ár starfað veitingastaður sem
þekktastur hefir verið undir nafninu
„langibarinn". Þessi veitingastaður
hefur löngum haft á sér misjafnt
orð og gestir sem töldu sig vanda að
virðingu sinni sneiddu frekar þar hjá.
En nýlega var starfrækslu „langa-
Carmen
í karfanum
Við erum staddir vestur í Fiskiðju-
veri Bæjarútgerðarinnar — þar er
ys og þys, vélaskrölt og alls konar
hávaði, og fjöldinn allur af stúlkum
önnum kafinn við flökun og pökkun
á fiski. Við gefum okkur á tal við
nokkrar, en þær svara fáu. enda allt
kerfið farið úr skorðum, ef þær halda
að sér höndum augnablik. Frammi
við dyr komum við auga á unga
stúlku, sem virðist eiga smáhlé frá
vinnunni — okkur finnst við þekkja
andlitið, svo við göngum til hennar
og sjáum þá að þetta er hinn kunna
danserinna Carmen Bonich.
barsins" hætt og húsnæðið tekið á
leigu af ungum matsveini, Þorsteini
Viggósyni. Þorsteinn gerði nokkrar
breytingar á innréttingu húsnæðisins
og nú fyrir skömmu opnaði hann
þarna snotra smurbrauðsstofu og hef-
ur á boðstólum margs konar veiting-
ar, fyrst og fremst ýmsa smurbrauðs-
rétti og súpur en einnig venjulegar
kaffiveitingar.
Við litum inn á „langabarinn" sál-
uga núna nýlega og heilsuðum upp á
Þorstein.
— Hefur þetta ekki gengið ágæt-
lega hjá þér?
— Jú, framar öllum vonum. Þetta
er alveg sérstaklega góður staður í
bænum til að reka veitingastofu á,
og eftir að fólk áttaði sig á hinum
ýmsu breytingum, sem gerðar voru
hér, hefur „trafikkin" alltaf verið að
aukast.
•— Eru nokkur brögð að því að
menn reyni að „blanda" hérna við
borðin?
— Fyrst í stað kom það oft fyrir
að „gamlir kúnnar" komu í heimsókn
og ætluðu að gera sig heimakomna og
njóta fyrra frjálsræðis, en þeim var
vísað kurteislega héðan út og beðnir
að finna einhvern annan samastað
fyrir fundi sína.
— Hefurðu hugsað þér að færa
eitthvað út kvíarnar — setja upp
fleiri veitingastofur?
— Það er nú margt að brjótast um
í kollinum á mér, en ekkert komið í
svo fastar skorður, að hægt sé um
það að tala að svo stöddu.
— Sæl, við ætluðum ekki að þekkja
þig í þessari múnderingu.
— Já, það yrði nú lítið úr manni
hérna i dansbúningi og á balletskóm.
—■ Af hverju ert þú ekki að vinna
eins og hinar?
— Við vinnum í skorpum, erum 40
mínútur að í einu en eigum svo frí
á milli.
— Hvað gerirðu hérna?
— Ég er við flökunarvélina.
— Og er gaman?
— Ja — þetta er mjög vel borgað.
Ekki veitir manni af aurunum.
— Ertu að safna?
— Ég ætla að reyna að komast út
í sumar — á dansskóla í Kaupmanna-
höfn, þar sem ég var í fyrrasumar.
— Jæja, Carmen. Megum við ekki
taka mynd af þér?
— Nei, ég held nú ekki ... þetta
dugir ekki, ég þarf að fara að vinna.
Svona
er það
r
I
San Diego
1 hinu sólheita San Diego hefur við-
ckiptavinurinn ávallt á réttu að
standa og ef hann vill fá hádegismat-
inn út á baðströndina, þá er ekki
nema sjálfsagður hlutur, að þjónninn
á hótelinu skreppi þangað á hjóli með
matinn á höfðinu eða i uppréttri
hendi. Samkeppnin milli lúxushótel-
anna er svo hörð, að þjónustan verð-
ur að vera óaðfinnanleg.
VIKAN yiKAN
19