Vikan


Vikan - 23.06.1960, Qupperneq 24

Vikan - 23.06.1960, Qupperneq 24
DIMMBLÁAR öldur Miðjarðarhafsins sleiktu letilega neðstu þrepin á stóru marmaratröppunuin niðri við strönd- ina. Blómskreyttir og vel hirtir gras- blettir, mjóir gangstigir, fagurlega gerð sund- laug ... Frá blettinum þar sem við sátum, sá- um við baðströndina teygja sig eins langt og augað eygði, og hverfa síðan í blámóðu óralangt í burtu. Hvítklæddur þjónn kom svifandi til okkar með bakka og setti flöskur og glös á borðið fyrir framan húsbóndann — Dino De Laurentiis. Við vorum að bíða eftir húsfrúnni — Silvönu Mangano. Allt í einu stóð hún í dyrunum, — i rósóttum sumarkjól — og með snoðklippt hárið. Svipurinn var glettinn og strákslegur, og stakk einkenni- lega i stúf við þetta fastmótaða og friðsæla um- hverfi ... og hár-„greiðs]an“ átti miklu betur við karlmannsfötin, sein ég hafði séð hana i daginn áður, er verið var að taka kvikmyndina „Jovanka“. í svarta leðurjakkanum — hún leik- ur júgóslavneskan skæruliða — var Silvana miklu meira hrífandi og kvenleg — eins og rómversk gyðja, klædd eins og strákur. — Ég er hreykinn af konunni minni, sagði De Laurentiis, og augnatillitið, sem hann sendi hinum snoðklippta bctri helming sínum, sann- aði fullyrðu hans. — Hér stóð ég alveg ráðalaus, þegar taka kviltmyndarinnar „Jovanka“ átti að hefjast. Gina Lollobrigida neitaði ákveðið að láta klippa af sér hárið, og engin önnur vildi taka við hlutverkinu. Susan Hayward kom tii greina, en hún kostaði allt of mikið fyrir mig ... Silvönu þorði ég ekki að spyrja, þvi hún var önnum kafin við töku myndarinnar „Hið mikla strið“. En svo bjargaði Silvana min mér út úr vandræðunum samt sem áður. „Hér sérðu hina nýju Jovönku þína,“ sagði hún einn daginn og stillli sér upp fyrir framan mig. Hún varð auð- vitað að ljúka myndinni „Hið mikla stríð“, en við gátuin tekið lil við „Jovönku" fyrr en ég þorði að vona. í þessari kvikmynd sjáum við nokkrar ung- ar stúlkur í Júgóslavíu á stríðsárunum. Þær höfðu átt saman að sælda við þýzka hermenn, og sem hegning og öðrum til viðvörunar voru þær nauðrakaðar . .. — Kannski skapar þessi liár-„greiðsla“ Silvönu nýja tízku, sagði Di Laurentiis bros- andi. — Það væri mér lireint ekki neitt á móti skapi, það væri ágæt auglýsing fyrir kvik- myndina. — Stutta hárið liefur nú sína kosti líka, skaut Silvana inn i. — Hugsið ykkur hvað það er létt að standa í húsverkunum svona klippt! Og svo slepp ég alveg við allt hárgreiðslustússið, sem allar aðrar þurfa að liafa áhyggjur af. Og bein- linis ljót held ég nú að ég sé ekki ... Litlu stelpunum mínum fannst þetta vera voða fínt. Kannski þú viljir heilsa upp á þær, ég er að fara upp til þeirra til að segja góða nótt. í barnaherberginu á annarri hæð var hálf- dimmt. Börnin þrjú, Veronica, Rafaella og Frederico, sátu fyrir framan sjónvarpstækið. Höfuð þeirar bar við skífuna á tældnu og ég sá, að þau voru klippt alveg eins og móðirin. Ég leit spyrjandi á Silvönu .. . — Krakkarnir vildu endilega vera eius og ég, svo ég fór bara með þau til rakarans og lél klippa þau. En það verður nú ekki lengi að vaxa aftur. ÞAÐ má með' sanni segja að Silvana Mangano hafi „vaknað einn morguninn við það að vera orðin fræg“. Stúlkan í myndinni „Beizk uppskera“ var fyrsta kvikmyndahlutverkið hennar, en það gerði hana heimsfræga á svipstundu. í augum fjöldamargra kvikmyndahúsgesta mun Silvana um alla fram- ,,Mér þykir mjög gaman að leika. En ég álít að staður konunnar sé fyrst og fremst heimilið og uppeldi barna hennar sé stærsta verkefnið. Ég læt starf mitt við kvik- ; ; V j ' ■ myndirnar aldrei ganga út : ■ • .. ... ■ // ; « yfir börnin mín mitt stærsta hlutverk mun ávallt verða^jlutverk móðurinnar. . lö'lad • „Við viljum vera eins klipptar eins og inamma . . / >1 1 /

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.