Vikan


Vikan - 23.06.1960, Síða 26

Vikan - 23.06.1960, Síða 26
Dríleiðnlnkiikl Framhald af bls. 13. leidda til þess að láta hann gera ýmsar afkára- legar og hlægilegar kúnstir, t. d. að afklæðast eða sýna ölæði, iáta ])á hera sig til eins og fugia eða apa, rugla skynjun þeirra á hita og kulda og fleira þess liáttar. Síðasta atriðið er svo það að losa hinn dáleidda undan áhrifunum, svo að viljalff hans verði jafn frjálst og sjálfu sér samkvæmt og það var áður. Þetta mistekst fúsk- aranum mjög oft, en þess verða áhorfendur ekki varir. Hinn dáleiddi er þá áfram undir annarlegum áhrifum, sem hann getur að vísu ekki gert sér grein fyrir, en valda truflun í sálarlifi hans og geta að lokum leitt til þrá- látrar geðveilu. 1 nágrannalöndum okkar hafa risið mála- ferli út af slíkum eftirstöðvum gálauslega framkvæmdrar dáleiðslu, og er skemmst að minnast frægra málaferla i Noregi, þar sem hinn frægi sálfræðingur prófessor Harald Sehjelderup var kvaddur til álitsgerðar og fordæmdi hann dáleiðslukukl ólærðra manna sem stórhættu- legan verknað. Ekki er mér kunnugt um slíkan málarekstur hér heima. Aftur á móti veit ég dæmi þess, að fólk hefir beðið varanlegt heilsu- tjón af kukli dáleiðslufúskara. Einnig hefir gengið dáleiðslufaraldur hér um höfuðstaðinn eftir sýningar hinna erlendu kuklara og eng- inn kann að segja, hviljkt tjón getur hlotizt af því. Hér leikur vanþekkingin sér að hættulegum öflum, sem lnin kann að vísu að setja í gang, en skilur ekki hvernig orka né kann til fulls að stöðva. Mælirinn er fullur. Hið opinbeéa má ekki lengur láta sér nægja að hirða skemmt- anaskattinn af kuklinu. Það verður að banna sýningar á brögðum erlendra dáleiðslukuklara. Dáleiðsla á aðeins að vera leyfileg sem lækn- ingaaðferð i höndum þar til hæfra manna. ★ Dann sítal !»■! Framhald af bls. 5. þegar ég kom þangað kl. um 22.00, var hann þar ekki. Ég fór svo með Pétri Pálssyni út á Langveg 27, og þegar ég hafði beðið þar til kl. 22.25, þá kom Jón. Þá var hann drukkinn. Ég þurfti að liitta kunningjastúlku mína niðri í bæ kl. 22.45 og fór á það stefnumót, en hann varð eftir. Um kl. 23.00 mætti ég Jóni niðri í Austurstræti, og þá gekk ég með honum út í Lækjargötu. Þar töluðum við nokkuð saman, og svo fékk ég bíl á B.S.R., og sagði þá Sveinn að aka að Austurhlið 125. Móts við Þóroddsstaði lét ég bílinn stoppa, því að ég sá þar vinstúlku mína, og þar fór ég úr bílnum og labbaði með henni heim. Þegar við vorum komnar nokkuð á leið lieim til mín, kom Jón á eftir okkur og sagðist þá þurfa að tala við mig, en ég vildi ekki tala við hann og sagði honum að fara heim. Þegar ég kom heim, var Jón kominn þangað á bílnum og ætlaði að tala við mig, en ég sagði honum að fara heim, því ég vildi ekki tala við hann, þar sem hann var drukkinn og leiður í skapi, sennilega af því ég hafði ekki viljað tala við hann. Billinn beið svo nokkuð lengi fyrir utan húsið, en fór svo og síðan hef ég ekkert frétt af Jóni. Ég get hugsað, að kl. hafi verið orðin fast að 24.00, þegar bíllinn fór frá húsinu. Ég greiddi bílstjóranum 25 kr.“ Uppl. játað rétt. Þórdís Snorradóttir. A. A. yfirlögrþj. 17/3 kl. 10.15. Þá mætti aftur Jón Jónsson. Mætti skýrir svo frá: „Mig rámar í að hafa hitt Þórdísi Snorradóttur niðri í bæ í fyrra- kvöld, og ég man eftir svip bílstjórans, sem ók okkur. Einnig man ég eftir því, að ég átti ein- hver orðaskipti við stúlku, sem var með henni. Þá man ég einnig, að ég talaði eitthvað við Þór- dísi heima við hús það, sem hún býr i. Þá rámar mig i það, að Þórdis hafi borgað bílinn og hann hafi átt að aka mér heim, en heim vildi ég ekki fara þar sem ég var drukkinn. Mig minnir, að ég hafi farið úr bílnum á Langavegi 29 og að ég hafi farið þar inn til Guðmundar, en ég þori ekki að segja neitt ákveðið um það. Ég man ekkert eftir, að ég hafi rænt bílnum R. 15039, en ég efa ekki, að svo hafi verið. Eftir akstrinum man ég ekki nema einu sinni. Þá var ég einhversstaðar fyrir utan bæinn. Þá fannst mér bíllinn vera að fara út af, en mér tókst að bjarga því. Þá man ég, að ég var undir stýri bílsins. Eftir það man ég ekki neitt frekar eítir mér, fyrr en ég vaknaði úti í hrauni, eins og ég hefi áður sagt. Það er í öllu falli öruggt, að ég hefi verið einn og enginn maður með mér eða nálægt mér. Meiðsli hefi ég ekki hlotið, svo að neinu nemi. Ég var skrámaður á báðum höndum, rispaður á vinstra fæti og slæmur í hnénu. Ég hefi fengið högg á hökuna, og einnig átti ég erfitt með andardrátt og hefi þvi fengið högg á brjóstið. Það hefur lagazt í nótt. Ég get ekki sagt um, hvað vakað hafi fyrir mér með tökunni á bilnum, nema ég man eftir, að ég vildi ekki fara heim, þar sem ég var drukkinn, og hefi því sennilega ætlað að eyða timanum, á meðan rann af mér. Til Keflavíkur átti ég ekkert erindi.“ Uppl. játað rétt. Jón Jónsson. Vöttur: Sveinborg Jóhannsdóttir. Yfirheyrslunni lauk kl. 11.10. A. A. yfirlögregluþj. Bifreiðin R. 15039 er „kaskó“-tryggð hjá Tjóni h/f. Verið er að athuga skemmdir á bifreiðinni, og mun eigandinn, Þorsteinn Ragn- arsson, leggja fram lýsingu á skemmdunum og áætlun um viðgerðarkostnaðinn. Hér með fylgir bréf, sem Jón Jónsson skrifaði í fangahúsinu í gær og ætlaði að senda stúlku, sem hann hefur verið með og heitir Þórdís Snorradóttir. A. A. yfirlögrþj. þéh að tfehSast ? ÓDÝRAR FERÐA & SLYSATRY GGINGAR UMBOÐSMENN UM LAND ALLT BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Skrifstofur: Laugavegi 105 Símar; 14915, 16 og 17 26 V I K A N

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.