Vikan - 23.06.1960, Síða 29
franka, græöir hann sjöfalt á henni. En
ströndin er smám saman aö veröa einn griö-
arstór svefnsalur fólks, sem er á ferö frá
einum staö til annars. ÞaÖ má fylla heila siöu
meö því aÖ telja upp hótel, sem hefur verið
lokaö siöan 1958. Forstöðumaöur ferðaskrif-
stofunnar í Cannes segir áhyggjufullur: Þaö,
sem eyöileggur okkur, er þessi straumur af
farartækjum, þessi fjöldi ferðamanna án veru-
legrar dvalar, þessir tjaldbúar. AuðvitaÖ eru
þeir lika velkomnir, og viö skiljum vel, aö svo
unaöslegur staöur á lika að vera til fyrir þá.
ÞaÖ er gefið mál, aö ferðamaöur á ódýrum
farartækjum hefur sama rétt og sá, sem kemur
á lúxusbíl. ÞaÖ er rétt, að dveljast má 15 daga
i tjaldi í Saint-Raphael og komast af meö 150
þýzk mörk, en þá er skiljanlegt, aö ríka ferða-
fólkiö, hinir raunverulegu gestir, hætta einn
góöan veðurdag aö koma. Fyrr eöa siðar munu
sardinudósir og nestisumbúöir flæma það i
burtu.
SíÖasta sumar komst tala tjaldanna upp í
80 þúsund. Ótöluleg mergð af fólki beygði sig
undir reglur sambýlisins í tjaldbúöunum. Gul,
blá og græn standa tjöldin hlið viö hliÖ í
margra kílómetra löngum röðum milli ak-
vegarins og sjávar. Tjaldbúöirnar i Capte ná-
lægt Var tóku á móti 8500 gestum síöasta ár,
og tjaldbúðir Pater Francois í Villeneuve-
Loubet voru svo troðfullar, aö varla var unnt
að halda þar uppi nauösynlegri reglu. ViÖ
Nizza liggja búöirnar Ideal og hin fræga tjald-
búð der Madonna. Matarlvkt, útvarpsvæl, ódýr
smáferðalög og skammir viö krakkana, — sem
sagt sumarfri með öllu tilheyrandi, — þaö er
nýjasti og um leið nýstárlegasti búningurinn,
sem Cöte d‘ Azur hefur íklæözt, og þar bera
hallirnar og spilabankarnir greinilega merki
fortíðarinnar.
Alveg ólýsanlegt samsafn allra þjóöa hefir
safnazt hér, og hvergi er blandaðra andrúms-
loft og þjóöerni en hér. 1 Nizza, Cannes,
Antibes, Juan og alls staðar greip ofsalegt
byggingaræði fólk. Stóru hótelin voru seld eft-
ir uppmælingu, og verö hvers fermetra byggös
lands viö Croisette, sem er glæsilegasta gatan
í Cannes, komst upp í 25000 þýzk mörk, og
er það hærra en lóöir i París og New York.
En hér hefur oröiö greinileg breyting á. Allt
of margir leikmenn réöust í aö byggja, og alls
staöar sjást hálfgeröar byggingar, sem aldrei
munu komast undir þak. Eli hiö leyndardóms-
fulla aödráttarafl Cöte d‘ Azur er alltaf jafn-
sterkt.
Stórkostlegar framtiðaráætlanir eru geröar.
Á þessu ári er verið að byggja bílabraut, Linie
des Esterel, milli Cannes og Saint-Raphael,
sem losar ferðamenn viö að fara hina ógn-
vekjandi fjallaleiÖ. Bæjaiyfirvöldin í Nizza
bjóöa fram land, þar sem ef til vill einhvern
tíma ris fyrsti franski kvikmyndabærinn.
Möguleikar á aö þurrka höfnina í Antibes eru
í athugun og aö reisa þar borg á stólpum.
Cöte d‘ Azur sprengir þann ramma, sem nátt-
úran hefur sett henni, og ætlar aö ræna hluta
af ríki hafsins. Fjársterkur framkvæmdamaö-
ur ætlar meira aö segja aö gera eyju í fló-
anum fyrir utan Juan og tengja hana viö meg-
inlandið meö göngum úr plasti. Milljónir
manna munu enn láta sig dreyma um Blá-
strönd, og milljónir munu geta látiö þann
draum rætast að koma þangaö. Milljónir
manna munu óska sér aö deyja þar. Þó aö
kaupskapur með byggingarlóðir hætti aö gefa
arö, munu greftrunarreitir enn um langa hriö
veröa góö verilunarvara. -A
— Þetta aagði ég, rið hefðnat átt að
bfða þar til þokunni lótti.
/>
Heim úr
kvöldboðinu
Á leiðinni heim úr kvöld-
boðinu hjá Jóni og frú sagði
ég við konuna mína:
Þetta vai alveg hræðilegt
kvöld. Þú verður að iofa mér
þvi að táta það liiða að bjóða
þeim lieim til okkar. Ég
mundi ekki Iifa það af. Mér
hefur ekki leiðzt svona mikið
árum saman.
Að hann Jón skuli láta sér
sæina að fara svona með gesti
sina. Hann er alveg óþolandi,
og konan hans er lítið betri.
Frá þvl við komum, gerði
hann ekki annað en tala um
börnin sín. Ég er dauðþreytt-
ur á þessum barnahistorium
og ekki sizt þar sem börnin
hans eru heldur leiðinleg.
Finnst þér það eltki líka?
Til hvers heldurðu svo, að
hann hafi dregið mig með sér
inn i bókaherbergið? Ég sé á
svipnum á þér, að þú heldur,
að hann hafi verið að fá lán-
aða hjá mér peninga. Nei, það
var nú ekkerl svoleiðis, — því
miður, liggur mér við að segja.
Hann bauð mér sæti í sófan-
um, settist hjá mér og fór að
sýna mér myndir. Og af hverju
heldurðu svo sem, að mynd-
irnar hafi verið, nema þessum
hræðilegu börnum hans. Hann
hefur myndað þau i öll-
um hugsanlegum stellingum,
standandi — liggjandi, sofandi
— vakandi, í fötum — án fato.
mcð opínn munn og lokaðan
munn, i vatni og á þurru landi,
— yfirleitt alla vega og alls
staðar.
Þessi ljósmyndasýning á af-
komendum Jóns tók fullar
tvær klukkustundir. Ég hefði
getað kálað honum með köldu
btóði, en ]iar sem hann var
gestgiafi minn, stillti ég mig
auðvitað og brosti eins og
vera bar að úlskýringuin hans
sem áttu að vera fyndnar.
Á meðan við drukkum kaff-
ið, hélt hann svo áfram að
segja sögur af börnunum.
Maður reyndi að hlæja á rétt-
um augnablikum, en ekki fékk
ég áhuga á umræðuefninu.
Eftir kaffið kórónaði hann
allt saman, — eða hvað finnst
þér? Þegar hann kom með
sýningarvél og sýndi svart-
hvita filmu í rúman klukku-
I
tima. Og hvað haldið þið, að
hafi verið á filmunni? Börnin
hans. Þessi jónsku afsprengi,
hlaupandi og hoppandi. Þetta
er sóun á filmum, meiningar-
laus sóun. Eftir svart-hvítu
filmuna kom litfilma ... af
börnunum hans. Ég hélt, að ég
hlyti að fá slag. Litfilman stóð
yfir i fimm kortér.
Jón er bæði frekur og uppá-
þrengjandi. Ég fékk ekkert
tækifæri til að segja mínar
sögur af okkar börnum, sýna
mínar svart-hvítu myndir og
litfilmur af okkar börnum. Ég
hef borið þetta allt saman með
mér til einskis. Og nú má ég
bera þetta heim aftur án þess
að fá tækifæri til að sýna Jóni
og konunni hans. Það skal
verða ár og'dagur, þangað til
ég fer í heimsókn til þeirra
aftnr. ^
Ú
Spíruskip
Ég undirritaður óska að gerast
kaupandi að bókinni „Spíruskip“ og
scndi yður lijilogt andvirðið kr.
aoo.oo.
Ég undirritaður óska að gerast
kaupandi að bókinni „Spiruskip" og
bið yður að sonda mér eintak ge§n
póstkröfu.
Ljóð og sögur eftir Kormák Bragason
Verð kr. 200
Bókin er aðeina gefin út í 300 tölusettum eintökum.
Nafm: ....................
Heimilisfamg: ..... ......
IÐUNNARÚTGÁFAN,
Skeggjagöta 1, Reykjarfk.
Nafm: ....................
Heimilisfamg: ............
IÐUNNARÚTGÁFAN,
Skeggjagötu 1, Reykjarík.
VIKAN
29